Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 37
MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N 11MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2010 Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjun- um (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúða- kaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamark- aðinum. Tryggingasjóðurinn tók yfir rúmlega 140 banka vestanhafs í fyrra og hefur það sem af er ári þurft að grípa inn í rekstur 78 til viðbótar. Þar af eru þret-tán þeirra sem sjóðurinn tók yfir í ár í Flór- ída, en þar var mesta hrunið á fasteignamarkaði. Þá eru sex þeirra í Kaliforníu og tveir í Nevada. Þeir fengu aðvörun frá fjármálayfirvöldum vestra vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Sheila Bair, forstjóri FDIC, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna um helgina, að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi 778 bankar í Banda- ríkjunum átt í fjárhagsvandræðum. Búist er við að fleiri bankar fari á hliðina og verði hámarkinu náð síðar á árinu. Svipuðu máli gegnir um bankana fimm og aðra banka sem FDIC hefur tekið yfir en keppinaut- ar keyptu þá nær samstundis í því augnamiði að víkka starfsemi sína út. - jab Næstum hundrað bankar á hliðina FARINN Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum hefur tekið 78 banka yfir á árinu. MARKAÐURINN/AFP Gert er ráð fyrir að Steve Jobs, forstjóri bandaríska tækniris- ans Apple, kynni nýjustu kyn- slóð iPhone-farsímans á árlegri tækniráðstefnu fyrirtækisins sem hefst í Kaliforníuríki vestanhafs á mánudag í næstu viku. Netmiðillinn Touch Review, sem flytur fréttir af tækjum Apple sem byggjast á snertitækni, segir nýja símann ekki koma sér- staklega á óvart í þetta sinn enda hafi helstu upplýsingar um hann lekið út fyrir nokkru. Á meðal þess helsta sem talið er líklegt að greini þann nýja frá fyrri gerðum er myndupptaka í háskerpu, að- gangur að iBooks-netbókaversl- un Apple og fjölvinnsla (e. multi- tasking). Eftir því sem flestir erlend- ir fjölmiðlar telja, má gera ráð fyrir að farsíminn komi á mark- að í kringum næstu mánaðamót. Lítið hefur spurst út um verðið á nýja símanum en talið er líklegt að það verði sambærilegt við þá iPhone-síma sem eru á markaðn- um. Miðað við það gæti síminn hingað kominn kostað í kringum 150 þúsund krónur. - jab Hulunni svipt af nýjum iPhone eftir viku Bandaríska netverslunin Ama- zon er sögð hafa spýtt í lófana í kjölfar gríðarlegra vinsælda spjaldtölvunnar iPad frá Apple og hyggst setja á markað í Bandaríkjunum síðla sumars nýja kynslóð af Kindle-lestölv- unni. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum að nýja lestölvan muni verða þynnri en núverandi græja. Til saman- burðar er núverandi Kindle- græjan 0,9 sentimetra þykk en iPad-tölvan 1,3 sentímetrar. Ekki er gert ráð fyrir að breyt- ing verði gerð á skjánum, sem verður eftir sem áður í svart/ hvítu. Þá hermir Bloomberg að borist hafi úr herbúðum Ama- zon að þar sé unnið að því hörð- um höndum að búa til snerti- tölvu. Ekki liggur þó fyrir hvort ný lestölva hafi upp á sl íkt a ð bj ó ð a , a ð s ö g n Bloom- berg. - jab Amazon spýtir í lófana KINDLE-TÖLVAN Lestölvur hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs og nota sumir þær frekar en bækur á pappír. IPHONE-SÍMI Reiknað er með að vænt- anleg kynslóð iPhone-síma verði nokkrum skrefum framar en þær sem nú eru á markaðnum. MARKAÐURINN/AFP Ert þú með skýra mynd af þínum viðskiptavinum? Þegar þú tekur ákvörðun um greiðslukjör viðskiptavinar, gjaldfresti, úttektir og upphæð viðskiptareiknings grundvallast hún alltaf á lánstrausti. Við bjóðum þér aðgang að traustum upplýsingum um íslensk og erlend fyrirtæki sem hjálpa þér að taka ábyrgar og farsælar ákvarðanir í viðskiptum hvort sem þú þekkir viðkomandi aðila eða þarft að kynnast honum betur. TRYGGÐU ÞÉR TRAUSTAR UPPLÝSINGAR UM STÖÐU VIÐSKIPTAVINA ÞINNA Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 550 9600 Fax: 550 9601 www.creditinfo.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 16 5 3 5.000 umslög af heppilegri stærð. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.