Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI4. júní 2010 — 129. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hef þessar gersemar í kringum mig og fæ hér allt sem hugurinn girnist, meira að segja j ðe d „Ég byrja á að steikja kjúklingabrin Leikur með grænmeti, liti, bragð og mynsturVinsælasti rétturinn á matseðli Gistiheimilisins Grundar á Flúðum er Flúðasalat. Þar er litfagurt græn- meti úr heimabyggðinni í fyrirrúmi, brakandi og ferskt, ásamt steiktri kjúklingabringu. „Það kemur fólki á óvart hvað salatið er vel útilátið, ferskt og gott,“ segir Dagný sem kveðst líka framreiða lambafilet er njóti mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÝR FISKMARKAÐUR opnar í grænu ver-búðunum við Geirsgötu um helgina á Hátíð hafsins og verður hann opinn alla laugardaga í sumar. Veitingahúsið P HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Við mælum með Macon Chanes Domaine de Lalande með þessum rétti. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar Nýr A la Carte 4ra rétta tilboðsseðillVerð aðeins 7.290 kr. Góð tækifærisgjöf! föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 4. júní 2010 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt föstudagur FÖSTUDAGUR skoðun 18 veðrið í dag FÓLK „Við treystum honum til að gera þetta. Það þarf mikið til að afvegaleiða hann en við munum auðvitað sakna hans,“ segir Oddur Björnsson, faðir Baldvins Odds- sonar sem er á leið í trompetnám í listmenntaskóla í Michigan í Bandaríkjunum, sextán ára. Faðir, afi og langafi Baldvins hafa allir spilað á básúnu í Sinfón- íuhljómsveit Íslands og Baldvin lék einleik á tónleikum sveitarinnar þegar hann var þrettán ára. Hann hlakkar til að geta einbeitt sér að trompetleiknum í Michigan. „Þetta verður allt annað að geta vaknað átta á morgnana og byrjað að spila,“ segir Baldvin. - fb /sjá síðu 38 Á leið í listnám í Michigan: Fjórða kynslóð lúðurþeytara BALDVIN ODDSSON Baldvin er á leið í trompetnám í Michigan í Bandaríkjun- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 90 ára Nói Síríus Hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar nánast allan tímann. tímamót 20 LAGADEILD Metnaður og gæði Umsóknarfrestur til 5. júní Lagadeild Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní www.hi.is Velkomin í HÁSKÓLA ÍSLANDS Svavar stökk í teygju Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er snúinn aftur eftir ævintýri í Ástralíu. fólk 38 SAMGÖNGUR Strætó bs. gæti hald- ið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það“ ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrir- tækið þá þurft allt að 350 millj- ónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta,“ segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætis- vagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildar- rekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir,“ segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjar- lægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu,“ segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindran- ir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýr- ari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verð- munurinn næst aftur með eldsneyt- issparnaðinum.“ Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig. - kóþ Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir Framkvæmdastjóri Strætós segir að með fækkun hraðahindrana á strætóleið- um væri hægt að halda úti ferðum fyrir hádegi á sunnudögum. Hraðahindran- ir séu ekki á vagnleiðum á öðrum Norðurlöndum. Líst vel á blendingsbíla. 13 17 14 14 16 20 20 18 SÓL OG HITI Í dag verða austan 8- 13 m/s og skýjað S-lands en annars hægari og víðast bjartviðri. Hlýtt í veðri en hitinn verður á bilinu 10-20 stig, hlýjast í innsveitum. veður 4 EFNAHAGSMÁL ESA, eftirlitsstofn- un EFTA, kannar nú upplýsingar sem stjórnvöld hafa látið í té um endurfjármögnun ríkisbankanna, sem fram fór í fyrrasumar. Per Sanderud, forseti ESA, hefur verið hér á landi undanfarið og fundað með ráðherrum. Hann segir það í skoðun hvort um ríkis- styrk hafi verið að ræða. Slíkt gæti stangast á við reglur EES og bankarnir gætu þurft að endur- greiða féð. Sé um ríkisstyrk að ræða hefði átt að sækja um leyfi hjá ESA. Heimildir Fréttablaðsins herma að það leyfi hefði fengist, en um það var ekki sótt. - kóp / Sjá síðu 10 ESA rannsakar ríkisbanka: Fjármögnun banka skoðuð FJÁRMÁL Allt bendir til að fjárlagagatið, sem loka þarf í fjárlögum ársins 2011, verði tæpum tíu millj- örðum minna en upphaflega var gert ráð fyrir; rúmir 40 milljarðar í stað tæplega 50 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að þremur fjórðu hlutum upphæðarinn- ar verði náð með lækkun útgjalda og einum fjórða með auknum tekjum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að alls ekki verði farið í sambærilegar skatta- breytingar og í fyrra. Um sömu skattstofna verði að ræða, í aðalatriðum, með svipaðri útfærslu. Þá verði horft til sértækari tekjuöflunaraðgerða. Í ráðuneytunum er nú verið að vinna tillögur um niðurskurð, en þeim á að skila 11. júní til fjármála- ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir fimm til tíu prósenta niður- skurði, mismunandi eftir málaflokkum. Seinkun þjóðhagsspár hefur sett strik í fjárlagavinnuna. - kóp / Sjá síðu 8 Ráðuneyti skila tillögum um niðurskurð 11. júní til fjármálaráðherra: Tíu milljörðum minna gat BORGARSTJÓRAEFNI Á TÍSKUSÝNINGU Notuð föt úr verslunum Hjálpræðishersins voru sýnd á tískusýningu á Austurvelli í gær. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Páll Óskar, Birgitta Haukdal, Ellen Kristjánsdóttir, Óttarr Proppé, nýkjörinn borgarfulltrúi. Jón Gnarr, væntanlegur borgarstjóri, tók frí frá viðræðum um nýjan borgarstjórnarmeirihluta til að leggja málefninu lið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Benitez hættur Liverpool leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra en Rafael Benitez er hættur hjá félaginu. íþróttir 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.