Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 26
2 föstudagur 4. júní núna ✽ Sumar og sól Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Nýrri heimasíðu fagnað Danskennarinn Brynja Pétursdóttir hefur komið á laggirnar nýrri vefsíðu þar sem sjá má ýmis myndbrot frá þeim námskeiðum sem hún hefur haldið auk þess sem finna má allar upplýsingar um næstu námskeið. Síðan er á slóðinni www.brynjapet- urs.is og í tilefni af opnun síðunn- ar verður efnt til veislu á skemmtistaðn- um Prikinu. Dj Danni Deluxxe mun leika fyrir dansi auk þess sem þeim sem fyrstir mæta verður boðið upp á kokteilinn Boogie Down Reykjavík. KRISTRÚN HEIÐA HAUKSDÓTTIR, KYNNINGARSTÝRA FORLAGSINS Ég ætla að eyða helginni í Biskupstungunum við að reyta arfa, fúaverja, setja niður salat og búa í haginn fyrir sumarið. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera einu sinni á ári í þessum bústað sem ég hef óbeinan aðgang að. Ég er búin að panta gott veður! helgin MÍN Við erum að leita að fjölbreyttum setningum frá alls konar konum. Þær þurfa ekki að vera háfleygar heldur miklu frek- ar einlægar, skemmtilegar og helst sagðar af sem mestu hispurs- leysi. Okkur langar að virkja íslenskar konur, hvetja þær til sam- stöðu, stemningar og sköpunar, og fá að vita hvað þær eru að hugsa,“ segir Myrra Leifsdóttir, sem ásamt Kristínu Birgisdóttur, eða Kríu, hjá Sölku útgáfu vinnur nú að útgáfu fjórðu dagatals- bókarinnar Konur eiga orðið. Þær Myrra og Kría hafa unnið saman að verkefninu frá því að fyrsta dagatalsbókin kom út árið 2008. Þær eiga það sameiginlegt að finnast íslenskar konur afar áhugaverðar og skemmtilegar, svo þeim leiðist ekkert að vinna í verkefninu. Kría sér um ritstjórnina en Myrra sér um listræna framsetningu, og teiknar hún til dæmis myndir við setningarnar sem berast. „Ég fæ yfirleitt mestan innblástur af einhverju sem er augljóslega sagt bara svona út í bláinn, frekar en einhverju mjög alvarlegu um hvernig maður á að lifa lífinu,“ segir Myrra. Hún segir tilganginn með útgáfu Konur eiga orðið öðrum þræði að virkja tengsl milli íslenskra kvenna. „Við höldum allt- af útgáfupartí þar sem allar konurnar í bókinni hittast. Þar hafa myndast mikil tengsl og ég hef til dæmis kynnst fullt af konum í gegnum það sem ég hef unnið með seinna.“ Um áttatíu konur koma að gerð bókarinnar með einum eða öðrum hætti á hverju ári. Þar af eru 64 konur sem eiga setningar í bókinni og tólf sem eiga ljósmyndir. „Ljósmyndirnar skreyta setn- ingarnar. Ljósmyndararnir fá yfirleitt að velja sér setningu og fara svo af stað og taka myndir út frá því. Ég reyni alltaf að finna nýja ljósmyndara á hverju ári, áhugaljósmyndara eða einhverja sem eru að taka sín fyrstu skref. Það eru mjög margar íslenskar konur að taka ljósmyndir í dag, en það fer miklu minna fyrir þeim held- ur en körlunum.“ Tekið er á móti setningum og ábendingum á tölvupóstfangið kristin@salkaforlag.is. - hhs Myrra Leifsdóttir og Kristín Birgisdóttir safna orðum fyrir dagatalsbókina Konur eiga orðið: Í LEIT AÐ HISPURS- LAUSUM GULLMOLUM Markaðir um alla borg Varla hefur liðið sú helgi und- anfarna mánuði að ekki hefur verið blásið til markaðar eða skammtímaverslunar af ein- hverju taginu. Helgin sem er að bresta á verður engin undantekning þar á. Auk PopUp-markaðarins sem sagt er frá hér á síðunni verður markaður úti á Gróttu með alls kyns listmun- um og spennandi gömlum hlut- um og fötum. Markaðurinn verður að Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi, á laugardaginn á frá klukkan 11 til 17. Þá ætlar vefverslunin Lou Lou að skella upp skammtímaversl- un um helgina á efri hæð Nýlendu- vöruverzlunar Hemma og Valda á Laugavegi 21. Þar verður hægt að nálgast allar vörurnar sem til sölu eru í vefversluninni, auk nokkurs úrvals af notuðum fötum. PopUp Verzlun mun standa fyrir skemmtilegum útimarkaði í gamla Sirkusportinu á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem PopUp markaðurinn er haldinn utandyra en vonandi ekki hið síðasta enda um frábært framtak að ræða. PopUp markaðurinn hefur verið starfræktur frá því í ágúst í fyrra og er markmið hans að skapa vettvang fyrir unga hönnuði til að koma vörum sínum á framfæri milliliðalaust til neytenda. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í markaðinum á morgun eru Ása Ninna, Þórey Björk, Silja Hrund og Aaron Bullion. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona útimarkað og við vonumst auðvitað til þess að veðrið verði sem best. Við erum þó ekki alltof áhyggjufull því við erum með tjald með okkur og því kannski ekki hundrað í hættunni þó hann fari að rigna örlítið,“ segir Elva Dögg Árna- dóttir, einn aðstandenda markaðar- ins, og bætir við að næsti útimark- aður verði haldinn á Seyðisfirði í júlí í tengslum við listahátíðina LungA. Markaðurinn hefur fram að þessu verið haldinn mánaðar- lega en í sumar verður breyting þar á og verður hann haldinn tvisvar í mánuði sem hlýtur að teljast gleði- efni fyrir alla áhugamenn um ís- lenska hönnun. Markaðurinn hefst klukkan 12.00 og stendur til klukkan 18.00. - sm Líf og fjör í gamla Sirkusportinu á morgun: Útimarkaður PopUp Kría og Myrra Eru að safna skemmtilegum setningum frá íslenskum konum. Þær eiga að fara í fjórðu dagatalsbókina sem þær vinna að í sameiningu, með innleggi frá fjölda kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki hundrað í hættunni Elva Dögg Árnadóttir, einn aðstandenda markað- arins, segir ekki hundrað í hættunni þó hann rigni örlítið á útimarkaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON þetta HELST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.