Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 2
2 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Neytendur þurfa að bíða þar til evran lækkar í um 140 krónur áður en verðlag kemst í jafnvægi. Samtök atvinnulífsins hafa reyndar talið að enn sé inni verðhækkun upp á um tíu prósent. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, formaður samtakanna. „Ef maður tekur hækkanir erlendra gjaldmiðla frá 2008 þá liggur fyrir að þær hækkanir voru ekki komnar alveg fram í verðlagi. Við höfum talið að það héngju því inni allnokkur verðhækkunartil- efni, en ef krónan sjálf styrkist þá eyðast þau,“ segir hann. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, gefur lítið fyrir slík rök og spyr á móti hvers vegna verslanir haldi verði óbreyttu þegar krónan styrkist, fyrst þær hafi getað haldið aftur af sér þegar gengi krónu lækkaði. Neytendasamtökin hafa bent á að síðan í nóvember hafi evran lækk- að um rúm fimmtán prósent en á sama tíma hafi verð innflutts varn- ings nánast staðið í stað. Gengi evru er nú tæpar 157 krón- ur, en var rúmar 186 í nóvember. Það hefur ekki verið undir 140 krónum síðan í september 2008. Vilhjálmur Egilsson bendir á að gengi evru segi heldur ekki alla söguna, því aðrir gjaldmiðlar hafi hækkað á meðan evran lækkaði. Ýmsar vörur, svo sem olía, eru til að mynda seldar í dollurum. Gylfi Magnússon efnahagsráð- herra minnir á að í síðustu mælingu Hagstofu hafi verð lækkað, án þess að evran færi í 140 krónur. „Þannig að ég held að það sé varla hægt að fullyrða að gengið þurfi að lækka um eitthvað ákveð- ið til að menn sjái það í buddunni,“ segir hann. Spurður hvort gengi krónu sé á réttri leið, hvort það komi til með að lækka meira, seg- ist Gylfi ekki vilja gefa út „eitt alls- herjar heilbrigðisvottorð“. „En ég held að við höfum átt inni fyrir styrkingu krónu og eigum það enn. Gengið er vel undir jafnvæg- isgengi. Það eru því meiri líkur en minni að krónan styrkist á næstu misserum. Þá sjáum við væntan- lega innflutningsverðið breytast líka,“ segir hann. klemens@frettabladid.is Verð hækkar þar til evra fer í 140 krónur Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verð innflutnings fyrst ná jafn- vægi þegar evran fer niður í 140 krónur. Evra hefur verið yfir 140 krónum síðan í september 2008. Verðlag hefur nú þegar lækkað, segir efnahagsráðherra. Gengið er vel undir jafnvægisgengi. Það eru því meiri líkur en minni að krónan styrkist. GYLFI MAGNÚSSON SJÁVARÚTVEGUR Gosefni frá Eyjafjallajökli gætu haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski undan Suðurlandi, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík. Frjóvguð þorskhrogn voru sett í sjó sem tekinn var undan Markarfljóti, undan Svaðbælissjó og á Faxa- flóa. Sjórinn frá tveimur fyrstu stöðunum var grugg- ugur vegna gosefna, sem borist höfðu með flóðvatni. Sýnin voru tekin þegar hrygning stóð sem hæst. Gerðar voru tvær tilraunir, í annarri voru gosefn- in látin falla til botns og komu þá engin áhrif fram á hrygningu en í hinni voru gosefnin í stöðugri upp- lausn í sjónum. Komu þá fram mikil áhrif í samræmi við vaxandi styrk gosefna. Klakið var 12% minna í Markarfljótssjónum og 40% minna í Svaðbælissjón- um en í sjó frá Faxaflóa. Þyngd lirfa var 15% minni í Svaðbælissjó en ómenguðum sjó úr Faxaflóa. Agnar Steinarsson hjá Hafrannsóknastofnun, lagði áherslu á það í samtali við Fréttablaðið að þótt þessar niðurstöður bendi til áhrifa á hrygningu þyrfti viða- meiri rannsókn til að fullyrða endanlega að gosið hafi áhrif á hrygningu þorsksins undan Suðurlandi. -pg Gosefni frá Eyjafjallajökli gætu haft neikvæð áhrif á hrygningu þorsks: Dró úr klaki um 40% í tilraun NÁTTÚRA Komið hefur í ljós að rauð- humla, ný hunangsfluga sem hefur numið land á Íslandi, er ekki ein á ferð. Í raun er um að ræða tvær líkar tegundir og hefur hin teg- undin fengið nafnið ryðhumla. Ryðhumla er sjaldnast með greinilegum litaskilum, en er yfirleitt með ryðrauðan bol sem er heldur dekkri að framan en aftan. Íslenska afbrigðið virðist þó vera með alsvartan framhluta afturbols, en ryðrauðan afturenda. Rauðhumlurnar hafa hins vegar hvítan afturenda. Náttúrufræðistofnun Íslands fékk ábendingar um að um tvær tegundir gæti verið að ræða frá breskum býflugnafræðingum, eftir að fréttir höfðu verið sagð- ar af rauðhumlunni í síðasta mán- uði. Við nánari skoðun á þeim flug- um sem höfðu verið myndaðar og varðveittar hjá stofnuninni kom í ljós að sú var raunin. Nú hefur verið staðfest að rauð- humlur hafa fundist í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík en ryð- humlur í Hveragerði og á Akur- eyri. Talið er að ryðhumlurnar hafi náð fótfestu víðar á lands- byggðinni. - þeb Rauðhumlan er ekki eina hunangsflugan sem numið hefur land hér: Önnur ný býfluga til landsins STÓRÞORSKUR Stærsti þorskurinn var að hrygna undan Suður- landi meðan Eyjafjallajökull gaus. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE NÝJAR FLUGUR Rauðhumlur og ryðhumlur eru mjög líkar í útliti og því hvetur Náttúrufræðistofnun fólk til að koma með eintök til stofnunarinnar svo hægt sé að rannsaka þær. MYND/ERLING ÓLAFSSON 200 190 180 170 160 150 140 nóv. ‘09 feb. ‘10 maí ‘10 192 178 170 168 154 157 Krónan styrkist en verðið stendur í stað Tafla Neytendasamtakanna ■ Gengi ■ Innflutt matvæli ■ Innfl. vörur aðrar en matvæli IÐNAÐUR Erlendir gestir sem fóru frá Íslandi í maí voru tæplega fimmtán prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Ferða- málastofu. Þar segir einnig að áhrif gossins á flugsamgöngur komi fram í þessum tölum. Ferðamálastofa taldi brottfar- ir erlendra gesta og samkvæmt talningum er fækkun á komu frá öllum mörkuðum. Mest er fækk- unin frá Bretlandi og Norður- löndunum, og frá fjarmörkuðum. Minnst var fækkunin frá Norður- Ameríku. Brottförum Íslendinga fjölgaði hins vegar um fjögur prósent á sama tímabili. - þeb Færri fóru frá landinu í maí: Ferðamönnum fækkar um 15% STANGVEIÐI Laxveiðitímabil sum- arsins hefst á morgun með opnun Norðurár í Borgarfirði og Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. Lax sást í Norðurá fyrir um tveimur vikum þegar félagar í árnefnd Stangaveiðifélags Reykja- víkur voru þar á ferð. Hjá Lax-á, leigutaka Blöndu, eru menn einn- ig bjartsýnir fyrir opnun neðsta svæðisins á morgun. Efri þrjú svæði árinnar verða þó ekki opnuð fyrr en 20. júní. Á næstu dögum og vikum verða laxveiðiárnar opn- aðar hver af annarri. - gar Laxveiðin hefst á morgun: Opnað í Blöndu og Norðurá ÞÓRARINN SIGÞÓRSSON Tannlæknirinn „Tóti tönn“ er iðulega í opnunarhollinu í Blöndu. 50 kannabisplöntur fundust Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann rúmlega 50 kannabisplöntur í húsi í austurborg Reykjavíkur í gærdag. Húsráðandinn var maður á þrítugsaldri og játaði hann aðild sína að málinu. LÖGREGLUFRÉTTIR Sigrún, verður ekki allt á suðu- punkti? „Þetta er hitamál.“ Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, fékk þau svör um fyrirhugaða gjaldskrár- hækkun á heitu vatni á dögunum að til standi að hækka það um 37 prósent á næstu fimm árum. GYLFI MAGNÚSSONJÓHANNES GUNNARSSONVILHJÁLMUR EGILSSON EFNAHAGSMÁL Dennis Lockhard, einn bankastjóra bandaríska seðlabankans, segir mikilvægt að hækka stýrivexti vestra, jafnvel þótt atvinnuleysi sé enn mikið. Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa staðið við núll prósentu- stig síðan í desember árið 2008 og atvinnuleysi verið yfir níu prósentum frá í maí í fyrra. Það jafngildir því að rúmlega átta milljónir Bandaríkjamanna séu án atvinnu. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Lockhard að óstöðugleiki í efnahagsmálum á meginlandi Evrópu hafi ekki áhrif á stýri- vaxtaákvörðun vestanhafs. - jab Bankastjóri vill hækka vexti: Evrópa stýrir engu vestra DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið ákærður fyrir héraðsdómi fyrir að hafa ítrekað veist að barns- móður sinni. Árið 2008 réðst hann á hana í stigagangi fjölbýlishúss, sló hana og hrinti henni í gólfið. Nokkru síðar veittist hann enn að henni og sló hana í andlitið. Fáeinum vikum síðar gerði maðurinn þriðju atlöguna að kon- unni. Hann réðst á hana, sló hana með símasnúru í höfuð og háls. Þá sló hann hana hnefahöggi í vinstri handlegginn, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á baki og mar á vinstri handlegg. - jss Veittist ítrekað að konu: Sló barnsmóð- ur með snúru STJÓRNMÁL Tilkynnt verður um nýjan meirihluta Samfylkingar- innar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og Lista Kópavogs- búa í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Óvíst er hver verð- ur skipaður bæjarstjóri. Viðræður í Hafnarfirði ganga vel, en ekki er búist við að þar gangi saman á milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fyrr en eftir helgi. Þá eru viðræð- ur á milli Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar í Reykjavík á áætl- un og ganga vel. - kóp Viðræður í Reykjavík á áætlun: Meirihluti í Kópavogi í dag SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.