Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 16
4. júní 2010 FÖSTUDAGUR
IÐNAÐUR Á næstu vikum kunna
að liggja fyrir tillögur um skatta-
ívilnanir og hvata frá hinu opin-
bera til fólks og fyrirtækja sem
vill færa sig yfir í vistvæn öku-
tæki, eða breyta ökutækjum
sínum þannig að þau verði vist-
vænni. Starfshópurinn var kynnt-
ur á ráðstefnu um visthæfar sam-
göngur í Háskólanum í Reykjavík
í gær.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráð-
herra, segist gera ráð fyrir að hóp-
urinn vinni hratt og skili ábend-
ingum áður en endanleg mynd
kemst á tillögur hans í haust.
Á ráðstefnunni í gær voru
kynntar margvíslegar lausnir
sem tengjast visthæfum sam-
göngum og sýndar voru bifreið-
ar sem ganga fyrir rafmagni,
metani, lífdísil
og vetni. Katr-
ín segir hins
vegar ljóst að
það verði ekki
stjórnvöld sem
taki ákvörð-
un um hvaða
tækni verði á
endanum ofan
á. „Tækniþró-
unin og markað-
ir erlendis ráða
þessu,“ segir Katrín, en kveður
það þó um leið sína tilfinningu
að hér verði ofan á blönduð leið.
„Aðstæður og aðgengi að orku-
gjöfum er svo misjafnt eftir lönd-
um.“
Iðnaðarráðherra afhjúpaði í gær
nýtt merki áætlunar um orkuskipti
í samgöngum. Nýr vefur áætlun-
arinnar er www.graenaorkan.is.
Spurningum sem vakna um
aðkomu stjórnvalda að uppbygg-
ingu og áherslum í breyttu orku-
umhverfi í samgöngum segir hún
að verkefnisstjórnin, sem nú hafi
verið skipuð, svari. Þar á meðal er
spurningin um hvort olíufélögum
verði gert að blanda lífrænni olíu
í jarðefnaolíu í ákveðnum mæli,
líkt og þegar hefur verið fyrir-
skipað í Noregi og í löndum Evr-
ópusambandsins.
„Núna erum við í raun og veru
að setja þetta átak af stað, en allt
eru þetta hlutir sem verkefna-
stjórnin er að fara að vinna að.
En við ætlum henni nú að gera
áfangaskiptaáætlun, sem nær
utan um framleiðslu á eldsneyt-
inu, nýsköpun hvað varðar far-
artæki og uppbyggingu á innvið-
um,“ segir hún og vísar þar jafnt
til aðgengis að ökutækjum sem og
að eldsneytinu. „Í þriðja lagi þarf
svo að skoða skattaumhverfið og
hvatana þannig að þetta geti gerst
hratt. Ég geri ráð fyrir að menn
geti verið komnir með nokkuð
góða mynd af þessari áætlun strax
í haust. Og þá geta menn bara ætt
af stað.“ olikr@frettabladid.is
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
Á RÁÐSTEFNU UM ORKUSKIPTI Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri Metans, hér að ofan, segir bestu leiðina að breyta bílum í met-
anbíla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ákvarðana um orku-
skipti brátt að vænta
Iðnaðarráðherra væntir þess að á næstu vikum komi fram fyrstu tillögur nýrrar
nefndar um orkuskipti í samgöngum. Beðið er ákvarðana um opinberar ívilnanir
vegna eldri bíla sem breytt er í vistvæna. Grunndrög orkuskipta liggi fyrir í haust.
Á þremur árum á að breyta öllum
bílum Íslenska gámafélagsins þannig
að þeir gangi einnig fyrir metangasi.
Dótturfélag Gámafélagsins, Véla-
miðstöðin, starfrækir 900 fermetra
verkstæði þar sem bílum er breytt.
Jón Þórir Frantzson, forstjóri félagsins,
upplýsti á ráðstefnu um vistorku í
samgöngum sem fram fór í gær að
fimmtungur bíla félagsins gangi nú
þegar á íslenskri grænni orku. Hann
segir allt til reiðu til að uppfæra bíla í
stórum stíl. Margir bíða þó enn fregna
frá hinu opinbera um hvort fólk sem
fer þessa leið fái einhverja ívilnun, svo
sem endurgreiðslu virðisaukaskatts eða eingreiðslu á móti kostnaði. Gjöld
eru felld niður af nýjum vistvænum bílum sem fluttir eru til landsins.
Jón Þórir segir að þegar fyrsta bílnum var breytt hjá Vélamiðstöðinni
fyrir nokkrum árum hafi það tekið hálft ár. Núna sé bílum breytt á einum
til þremur dögum. Nokkur kostnaður fylgir þó, á bilinu þrjú til sjö hundruð
þúsund krónur, eftir stærð bíla. Sá kostnaður kemur til baka í lækkun elds-
neytiskostnaðar eftir 20 til 40 þúsund kílómetra akstur, eftir því hve bíllinn
eyðir miklu.
Nú þegar segir Jón Þórir að hægt væri að safna metangasi hér innanlands
sem nægja myndi flota 25 til 30 þúsund bíla. - óká
LEIÐA BREYTINGU BÍLA Jón Þórir
Frantzson, forstjóri Íslenska gámafé-
lagsins, og Lingþór Jósepsson, fram-
kvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ
500 bíla floti gangi allur fyrir metangasi
EL 3ja hjóla álkerra - verð aðeins 17.900.-
ML 3ja hjóla álkerra - verð aðeins 24.900.-
VÖNDUÐ
GOLFSETT
Verð á heilu golfsetti með poka
kr. 49.900.-
Karla RX Blátt
460cc driver, 3 tré og 4/5 hybrid kylfa með
léttum ProVision grafítsköftum
6-PW járn með gæða True-Temper stálsköftum
RX Pútter með True-Temper stálskafti
Izzo Burðarpoki og 3 Kylfukóver
Kvenna RX Champagne
460cc driver, 3 tré og 4/5 hybrid kylfa með léttum
ProVision grafítsköftum
6-PW járn með léttum ProVision grafítsköftum
Izzo RX Pútter með True-Temper stálskafti
Izzo Kerrupoki og 3 Kylfukóver
kr. 49.900.-
Deluxe 3 hjóla álkerrur
Verð á heilu golfsetti með poka
Frábært verð
Frábært verð
M
ör
ku
n
20
10
Sportver Akureyri
Hafnarbúðin Ísafirði
Sportbær Selfossi
Skógar Egilsstöðum
Golfbúðin Hafnarfirði
Útilíf Smáralind/Holtag.
Fjarðasport Neskaupstað
Veiðflugan Reyðarfirði
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt
24 ára karlmann, Birki Arnar
Jónsson, í fimm ára fangelsi fyrir
manndrápstilraun í Breiðholti í
nóvember síðastliðnum. Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði áður
dæmt Birki í sex ára fangelsi.
Birkir fór grímuklæddur og
vopnaður haglabyssu að heimili í
Breiðholti að næturlagi í nóvem-
ber. Hann bankaði á dyrnar og
þegar maðurinn sem hann var á
höttunum eftir lauk upp dyrunum
rak hann haglabyssuhlaupið í enni
hans og hóf í kjölfarið skothríð.
Maðurinn sem inni var náði
með naumindum að loka dyrunum
og skríða í skjól en hlaut þó rispu
á nefi og hringlaga sár á enni af
atlögunni.
Segir í dómnum að framburður
Birkis hafi verið afar ótrúverðug-
ur en framburður þolandans á hinn
bóginn mjög trúverðugur. Árásin,
sem framin var í hefndarhug, hafi
verið stórhættuleg og beinst að lífi
og heilsu þess sem skotið var að.
Refsingin er sem áður segir
milduð úr fimm árum í sex og
bætur til handa þolandanum eru
einnig lækkaðar úr 900 þúsund
krónum í 600 þúsund. - sh
Hæstiréttur mildar dóm yfir Birki Arnari Jónssyni fyrir skotárás í Breiðholti:
Fimm ár fyrir lífshættulega skothríð
Í HEFNDARHUG Birkir Arnar, sem hér
sést leiddur úr dómsal á leið í gæslu-
varðhald, var í hefndarhug þegar hann
bankaði upp á í Þverárselinu.