Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 Ekki þarf að vera svo flókið að smíða sína eigin myndavél. Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið að koma á Kjarvalsstaði á morgun í smiðju sem sett verður upp í tengslum við sýningarverk- efnið Ljós&mynd. Smiðjan er opin frá 13.00 til 16.00 og mun ljósmynd- arinn Pétur Thomsen aðstoða þátt- takendur við að smíða sína eigin myndavél. Það er í raun sáraeinfalt að smíða sína eigin kassamyndavél og fram- kalla myndir. Kassamyndavélin er mjög einföld mynda- vél án linsu og allt sem þarf til er kassi með örlitlu gati og ljósnæm- ur pappír eða filma til að fanga fyrirmyndina. Ljós frá umhverfinu fer í gegnum þetta litla gat og varpar andhverfri fyrirmynd á bakhlið kassans. Þátttakendur eru hvattir til að koma með kassa eða dósir til að smíða myndavél- ina sína, en best er að umbúðirn- ar séu ekki mjög stórar. Til dæmis er hægt að nota kassa undan morg- unkorni, snakkbauk, safafernu og jafnvel rauða papriku eða appels- ínu. Umbúðirnar verða þó að vera þannig að hægt sé að gera þær ljós- heldar. Ljósnæman pappír eða filmu til að fanga fyrirmyndina fá gestir á staðnum sér að kostnaðarlausu. Í ljósmyndasmiðjunni læra þátt- takendur að nota myndavélina til að taka ljósmyndir og fá einnig tæki- færi til að kynnast töfrum myrkraher- bergisins og hvernig myndin framkallast á pappír. Myndirn- ar geta þátttakend- ur svo tekið með sér heim. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur og efni er ókeypis. - eö Myndavél úr kassa Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið í smiðju á Kjarvalsstöðum þar sem þeim verður kennt að búa til sína eigin myndavél. Ímynd Reykjavíkur verður viðfangsefnið á málþingi í Þjóðmenningarhúsinu á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og ÍNOR í samstarfi við Reykjavík- urborg. Málþingið Horft á Reykjavík verð- ur haldið í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á morgun, laugar- daginn 5. júní, frá klukkan 13.00 til 17.00. Málþingið er á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og ÍNOR og í samstarfi við Reykja- víkurborg. Aðstandendur málþingsins telja að í umræðunni um glannalega og yfirlætislega sjálfsmynd Íslend- inga og ímynd Íslands hafi Reykja- vík sem höfuðborg landsins orðið útundan. Á málþinginu verður því sjónum beint að höfuðborginni og ímynd hennar og sjálfsmynd skoð- aðar frá sjónarhóli lista og fræði- greina. Nánari upplýsingar fást á www. akademia.is - eö Horft á Reykjavík Horft á Reykjavík er málþing um ímynd höfuðborgarinnar. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Laugardaga SUMARIÐ ER TÍMINN LAUGAVEGI 80 TEL: 561 1330 WWW.SIGURBOGINN.IS Sérfræðingur frá SHISEIDO veitir ráðgjöf um meðhöndlun húðarinnar, í dag og á morgun. 15% AFSLÁTTUR af SHISEIDO dagkremum með sólarvörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.