Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 22
Art & design / Sjøfn Har / Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík, Sími: 551 0606 / 894 0367 • sjofnhar.is • sjofnhar@sjofnhar.com Opið virka daga kl.13.00–18.00 Laugard. kl.12.00–18.00 Útskriftargjafir • Brúðargjafir • Vinargjafir • Listaverkakort eru innifalin Íslensk myndlist í gjafapakkann þinn „Landslag”Ísland Velkomið að hafa samband á öðrum tíma LAUGAVEGI 42 SÍMI 552 1818 MOMO.IS FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Opið til kl. 18 á laugardag MOMO MENN – ný búð á Laugavegi 45, beint á móti Momo konur. „Við hefjum leikinn á morgun,“ segir Guðríður Inga Ingólfsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuð- borgarstofu um Hátíð hafsins sem lýkur svo seinnipart sunnudags. „Ég held að þetta verði mjög skemmti- leg og glæsileg hátíð í ár af því að það er svo mikið líf að skapast niðri við höfn. Það er að verða svo mikið menningarstarf þar með tilkomu Sjóminjasafnsins,“ segir Guðríður og telur fleira upp: „Nýr veitinga- staður sem heitir Bryggjan opnar í Sjóminjasafninu og í gömlu ver- búðunum verður opnuð fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, vinnu- stofur listamanna, veitingastaðir, og gallerí.“ Hefðbundin hátíðahöld verða á Hátíð hafsins en aðalskemmtunin fer fram á Granda sem teygir sig svo yfir á Ægisgarð. „Það er hopp og skopp fyrir börnin. Fjölbreytt- ar smiðjur verða á hátíðinni en í Hugmyndahúsi háskólanna verða tveir arkitektar með módelsmiðju sem kallast Undirheimar hafsins,“ segir Guðríður og bætir við að þar verði skapaður skemmtilegur heim- ur með þátttakendum. „Þeir ætla að skapa undirheima hafsins með fjölskyldunum sem mæta á svæð- ið. Þátttakendur leggja hugmynd- ir í púkkið og þeir vinna þetta svo áfram með þeim.“ Guðríður segir að einnig verði hnútasmiðja og flöskuskeytasmiðja á hátíðinni. „Þeir sem taka þátt í flöskuskeytasmiðjunni geta farið í flöskuskeytasiglingu með Sæbjörg- inni seinni part laugardags og kast- að flöskuskeytum fyrir borð. Svo verða farnar skemmtisiglingar með Sæbjörginni.“ Guðríður tekur fram að Færey- ingar muni verða sérstakir gestir hátíðarinnar. „Þeir koma siglandi á glæsilegri skútu sem er afar gömul. Hún er frá aldamótunum 1900,“ upplýsir Guðríður sem segir að lið frá þeim muni keppa í kappróðrin- um en sjö lið hafa þegar skráð sig til þátttöku. En stendur skráning enn yfir? „Já, það er alveg hægt að vera með en æfingatíminn er orðinn stuttur,“ segir Guðríður brosandi. Aðspurð segir Guðríður hátíðina hafa verið vinsæla undanfarin ár. „Eiginlega er hún að vaxa vegna þess að menningarstarf við höfn- ina er að aukast. Margt sem verð- ur að opnað á hátíðinni mun lifa í allt sumar þannig að við erum aftur að nálgast höfnina og hafið sem við vorum aðeins byrjuð að fjarlægj- ast.“ martaf@frettabladid.is Nálgast höfnina og hafið Höfnin í Reykjavík mun iða af lífi um helgina þegar Hátíð hafsins verður haldin í tilefni sjómannadags- ins. Flöskuskeytasigling, hnútasmiðja og undirheimar hafsins eru partur af hátíðahöldunum ásamt öðru. Guðríður Inga segir mikið líf vera að skapast niðri á höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.