Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 29
4. júní föstudagur 5
Elvgren. Seinni línan kom út í vor
og nefnist White Goddess og inni-
heldur fjórar mismunandi greiðsl-
ur. „Mig hafði lengi langað að gera
eigin hárlínur. Svo þegar ég varð
einyrki fannst mér ég þurfa eitthvað
til að ögra sjálfri mér og ákvað að
kýla á þetta. Ég byrjaði mjög hægt
ÞURFTI SPARK Í RASSINN
Anna Sigríður ákvað að hætta
rekstri stofunnar í lok sumars
2008 og snúa sér að öðrum verk-
efnum. En var ákvörðunin um að
hætta með Gel erfið? „Já og nei. Mér
fannst einhvern veginn eins og Gel
hefði náð sínum hátindi og fannst
vera kominn tími á breytingar og
auk þess var ég orðin þreytt á því að
vinna eins mikið og ég gerði. Þetta
var engin skyndiákvörðun, ég var
búin að vega og meta alla þætti
vandlega og þegar ég loks ræddi
hugmyndina við hitt starfsfólk-
ið komst ég að því að þau voru öll
tilbúin í breytingu og sumir þurftu
einmitt þetta spark í rassinn til að
koma sér í það sem þau vildu gera.
En þrátt fyrir þetta var ég ekki alveg
tilbúin til að leggja skærin frá mér
þannig að þegar ég frétti af því að
hárvörurnar frá Vidal Sassoon væru
loks komnar til landsins ákváðum
við Aron, þáverandi kærasti minn,
að plotta svolítið saman og til varð
Barber Theatre.“ Barber Theatre
opnaði í sama húsnæði og Gel var
í áður og segir Anna að pælingin
hafi verið að hún hefði áfram sitt
vinnusvæði þar en hitt rýmið yrði
notað undir ýmsar uppákomur. „Við
vorum með einhverjar kvikmynda-
sýningar þarna til að byrja með en
svo hefur þetta verið leigt út fyrir
afmæli, fatamarkaði og meira að
segja jógakennslu.“
ÖGRAR SJÁLFRI SÉR
Anna varð fyrsti hárstílistinn á Ís-
landi til að hanna eigin hárlínu
og kom sú fyrsta út haustið 2009.
Fyrri línan nefndist Psychobilly og
var hún innblásin af gömlu „quiff“
hártískunni og listamanninum Gil
RSTU
ÁRA
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Krestina Lauridsen
24 ára frá Helsingör
KUREN er mjög
áhrifaríkleið til
úthreinsunar”
“
FÉKK AFTUR
SLÉTTAN MAGA
HVAÐ GETUR KUREN
GERT FYRIR ÞIG?
„Á morgnana var maginn á mér
sléttur og fínn! En þegar það fór að
líða á daginn blés hann meira og
meira út og leit hann stundum út eins
og ég hefði gleypt stóra blöðru.
Börnin á frístundaheimilinu þar sem
ég starfa spurðu mig oft hvort ég ætti
von á barni.
Gott fyrir meltinguna
Hin 24 ára gamla Krestina Laurisen
átti lengi í þessari uppþembu:
-Ég rakst á auglýsingu í vikublaði
um KUREN, sem er fljótleg og
auðveld úthreinsun. KUREN er
unninn úr náttúrulegum jurtum sem
hjálpa meltingunni af stað og hjálpa
líkamanum í leiðinni að losa sig við
uppsöfnuð úrgangsefni. Þetta fannst
mér hin hreinasta snilld og ákvað ég
því að drífa mig á næsta sölustað og
fjárfesta í KUREN. Afgreiðslukonan
í heilsubúðinni var mjög upplýst og
staðfesti hvað KUREN væri áhrifa-
ríkur þegar kemur að því að hreinsa
líkamann og einnig að hann væri
bragðgóður og auðveldur í notkun.
Ég blandaði KUREN í vatn og mikið
rétt, KUREN smakkaðist vel en ég
mæli með að drukkið sé ríkulega af
vatni með inntöku á KUREN, því
það eykur virkni úthreinsunar.
Maginn á mér aftur
sléttur og fínn
”KUREN virkaði fljótt og vel.
Maginn varð sléttur á ný og
uppþembu tilfinningin hvarf algjör-
lega. Og sem betur fer er ég hætt að
heyra frá þeim sem í kringum mig
eru hvort að ég sé barnshafandi.
Þetta var svo auðveldur kúr í aðeins
10 daga. Ef ég fer að blása út aftur
þá er bara málið að taka aftur annan
kúr á KUREN.“
Orðið „hreinsikúr” eða „detox“ fær suma til
að hugsa um svelti, að drekka einungis
vatn og safa eða huggulega og afslappandi
dvöl í Póllandi, Indlandi, Þýskalandi eða
Reykjanesbæ. Hjá flestum er þetta
draumur sem rætist oftast ekki í amstri
dagsins. Í grunninn byggist hreinsikúr upp
á því að virkja úthreinsibúnað líkamans ef
svo má að orði komast. Þar er átt við nýru,
svita og meltingu. Samsetning jurtanna í
KUREN byggist á því að örva þennan
hreinsibúnað.
Inulin – trefjar sem gagnast meltingunni
KUREN er eini danski hreinsikúrinn sem
inniheldur Inulin í hæfilegu magni en Inulin
eru plöntuættaðar trefjar. Vísindalegar
rannsóknir hafa staðfest gagnsemi þeirra
fyrir lífsnauðsynlegu mjólkursýrubakteríur-
nar (góðgerlana) í meltingarfærunum, en
aðeins ef tekin eru inn 4 til 5 grömm á dag
eins og KUREN inniheldur. Við inntöku á
KUREN örvast hægðarlosun sem margir,
sérstaklega þeir eldri, eru ánægðir með.
Birkiblöð, klóelting og brenninetla eru
afar hjálplegar plöntur þegar kemur að
örvun nýrnastarfseminnar. Það er mjög
mikilvægt að drekka ríkulega af vatni á
meðan 10 daga hreinsikúr KUREN
stendur yfir. Þegar kemur að því að losa
úrgangsefni í gegnum svitaholurnar er
hreyfing áhrifaríkust en einnig geta
króklappa og svartyllir eflt úthreinsiferlið
til muna.
Innihaldsefni KUREN eru:
Inulin (oligofructose), agerpaddeerokke
(klóelting), glat burre (króklappa), hyldeblomst
(svartyllir), birkiblöð og brenninetla.
Útsölustaðir: flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaðanna
og ætla að leyfa þessu að þróast í
rólegheitunum. Fyrir White Godd-
ess lét ég til dæmis útbúa bækling
sem ég dreifði um bæinn, en það
hafði ég ekki gert með fyrri línuna.“
Þegar hún er spurð hvert hún sæki
innblástur fyrir línurnar segir hún
hugmyndirnar bara fæðast. „Stund-
um koma hugmyndirnar bara til
manns. Í fyrstu línunni vann ég
með hugmyndir sem ég hafði geng-
ið með í hausnum lengi en núna er
meiri tímapressa á manni. Núna fæ
ég hugmyndir héðan og þaðan en
þarf frekar að virkja þær og sæki þá
mikið í bækur og annað slíkt. Það
er meira um heimavinnu núna,“
Hvað framtíðina varðar segir Anna
hana óráðna. „Ég hélt því fram einu
sinni að maður ætti að skipta um
starfsvettvang á tíu ára fresti og það
styttist nú í það hjá mér. Ég gæti vel
hugsað mér að fara í meira nám. En
framtíðin er enn óráðin.“
Anna Sigríður hefur sent frá sér tvær hárlínur, eina vetrarlínu og eina sumarlínu.
Fyrsta línan, Psychobilly kom út haustið 2009 og sú síðari kom út í vor. Sumarlín-
an nefnist White Goddess og inniheldur tvær karlaklippingar og tvær kvennaklipp-
ingar. Í línunni prófaði Anna sig áfram með óvenjulega liti og blandaði þeim við
gráan lit til að fá mattari áferð.
„Ég var að prófa þessa litablöndu í fyrsta sinn en var mjög ánægð með útkom-
una. Það getur verið svolítið erfitt að blanda bleikan eða rauðan lit við hvítan hára-
lit þannig að með þessu var ég aðeins að ögra sjálfri mér. Það er alltaf svolítil
hætta á að útkoman sé eins og manneskjan hafi fengið gat á hausinn.“ Að sögn
Önnu er hártískan síbreytileg og segir hún að gaman sé að prófa sig áfram með
nýjar hugmyndir. „Tæknin breytist ef til vill ekki, en það kemur reglulega fyrir að ég
rek augun í eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Það er alltaf eitthvað nýtt að ger-
ast í hártískunni.“
Gaman að prófa sig áfram með nýja hluti