Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 8
8 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR 1. Í raðir hvaða enska knatt- spyrnuliðs hefur Jóhannes Karl Guðjónsson gengið? 2. Hvaða stjórnmálamaður sagði af sér embætti forsætis- ráðherra Japans á miðvikudag? 3. Hvaða sjónvarpsþáttaseríu gaf Jón Gnarr Degi B. Eggerts- syni til að liðka fyrir meirihluta- viðræðum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 Ný og endurbætt útgáfa Útgáfudagur 9. júní Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000 Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum Vegahandbókin sími: 562 2600 Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár ÍSLENSK GÆÐARÚM Í SUMARBÚSTAÐINN Framleiðum öll rúm eftir pöntun og afgreiðum innan sólarhrings! VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÓSKUM Rúmgott framleiðir svæðaskiptar hágæða heilsudýnur í öllum stærðum. 30% AFSLÁTTUR AF ÍSLENSKUM HEILSURÚMUM ÚT JÚNÍ ÖLL ARINELDSTÆÐI Á 50% AFSLÆTTI EITT BESTA VERÐ LANDSINS Á GEL / ETHANOL ARINELDSTÆÐUM. Ethanol uppkveikilögur 2L. Kr. 1.490,- BRETLAND, AP Rannsóknarlögreglan í Bretlandi hefur reynt að finna vísbendingar um hvað varð til þess að Derrick Bird, 52 ára leigubíl- stjóri í norðvesturhluta Englands, tók upp á því að skjóta á fólk meðan hann ók um þorp og sveitir á miðvikudagsmorgun. Athyglin hefur meðal annars beinst að rifr- ildi hans við nokkra aðra leigubílstjóra kvöld- ið áður en hann tók að myrða. Einnig hefur athyglin beinst að hugsanlegum fjölskyldu- deilum, sem sagðar eru snúast um arf. Lögreglan segir þó margt óljóst og fólk verði að sýna þolinmæði. Það sé erfitt og tíma- frekt verk að púsla saman upplýsingum um ferðir Birds og hugsanlegar ástæður fyrir morðunum. Bird varð tólf manns að bana áður en hann stytti sér aldur. Ellefu manns að auki þurfti að flytja á sjúkrahús, og voru átta þeirra enn á sjúkrahúsi í gær. Þar af voru þrír í lífshættu, en eru það ekki lengur þótt ástand þeirra sé enn alvarlegt. Einn hinna látnu er Kevin Commons, lög- fræðingur sem vann fyrir fjölskyldu Birds. Þá hafa breskir fjölmiðlar haldið því fram að tví- burabróðir Birds, David, sé meðal hinna látnu. Bird er sagður hafa verið rólyndismaður og almennt vingjarnlegur við aðra. „Hann hafði ekki mikil samskipti við aðra,“ segir June Lamb, kona sem þekkti vel til hans. „Hann var þögull, en þó enginn einfari. Hann skemmti sér með fólki.“ - gb Lögregla í Bretlandi púslar saman upplýsingum um ferðir leigubílstjórans sem skaut tólf manns til bana: Tilefni morðanna er enn hulin ráðgáta SORGMÆDDIR AÐSTANDENDUR Bretar eru slegnir vegna morðanna á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP FJÁRMÁL Útlit er fyrir að fjárþörf ríkisins á næsta ári verði tæpum tíu milljörðum minni en spáð hafði verið. Fjárlagagatið nemi rúmum 40 milljörðum króna, í stað tæpum 50 milljörðum. Í ráðuneytunum er unnið að til- lögum til hagræðingar og þurfa þau að skila tillögum til fjármála- ráðuneytisins 11. júní. Ekki verð- ur um flata niðurskurðarkröfu að ræða, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur niðurskurð- ur um fimm til tíu prósentum. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir vinnu við fjár- lögin ganga vel. Seinkun þjóðhags- spár hafi þó sett strik í reikninginn og því hafi þurft að reikna sumar hagtölur innan ráðuneytanna. Í grófum dráttum sé fjárhags- búskapurinn á áætlun; tekjuhliðin sé aðeins undir en hvað gjöld varð- ar standi ríkissjóður vel. Sparnað- aráætlanir þær sem gripið var til í fyrra hafi gengið vel upp. Steingrímur vill ekki tiltaka tölur í þessum efnum. Fréttablað- ið hefur þó heimildir fyrir því að gatið sem stoppa þarf í fyrir árið í fyrra verði tæpum tíu milljörðum minna en hugað var; muni nema rúmlega 40 milljörðum í stað tæp- lega 50 milljarða. Samkvæmt sömu heimildum verður þunginn á útgjaldahlið- inni, eða um þrír fjórðu hlut- ar. Það þýðir hagræðingu um 30 milljarða, eða um það bil. Afgang- inum verði náð inn í gegnum aukn- ar tekjur. Steingrímur segir að ítarlegri skýrslu verði skilað til þingsins í aðdraganda fjárlagagerðar, líkt og gert var í fyrra. Þar sé bæði tekið á fjárlagafrumvarpi næsta árs, en líka áætlun og stöðu í heild. „Við reiknum ekki með sambæri- legum skattabreytingum og í fyrra, í aðalatriðum verða sömu skattstofnar keyrðir áfram með svipaðri útfærslu. Frekar verður horft til sértækari tekjuöflunarað- gerða.“ kolbeinn@fréttabladid.is Minna fjárlagagat en reiknað var með Seinkun þjóðhagsspár setur strik í reikning fjárlagagerðar. Útlit fyrir að staðan sé tæpum 10 milljörðum betri en talið var. Um þrír fjórðu hlutar verða teknir í gegnum útgjaldalið. Ráðuneytin krafin um fimm til tíu prósenta hagræðingu. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon segist ekki reikna með sambærilegum skattabreytingum og í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.