Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 46
 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR KORPUTORGI Opið: Mán.-lau. 11 til 18 Sun. 12 til 18 • Sími 578 9400 T-BOLIR MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ VERÐ kr. 1.995 TILBOÐIN GILDA FRÁ FÖSTUDEGI TIL SUNNUDAGS 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM PÓLÓBOLUM OG CHAMPION BARNAFATNAÐI 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM DVD-MYNDUM OG TÖLVULEIKJUM T- bo li r m eð á le tr un Hringdu í síma ef blaðið berst ekki NÝTT RÝMI Jette Junkers opnar verslun við Skólavörðustíg í dag. Þar mun hún selja eigin hönnun undir merkinu J E T KORINE. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég elska að sofa, ég gæti sofið allan daginn.“ MILEY CYRUS um áhugamál sín. „Ég veit afskaplega lítið um leiklist. Ég bara mjög góður í að þykjast.“ ROBERT DOWNEY JR um leiklistahæfileika sína. „Sannur erfingi er aldrei kvikindislegur við nokkurn mann – nema stúlkuna sem stelur kærasta þínum.“ PARIS HILTON um hlutverk erfingja. folk@frettabladid.is Jette Jonkers rak áður tískuverslunina Trilogiu. Hún ætlar nú að selja eigin hönnun við Skólavörðustíg, en hún hefur einnig selt hönnunina sína í Belleville. Hönnuðurinn Jette Jonkers opnar nýja verslun við Skólavörðustíg 17a í dag þar sem hún mun selja eigin hönnun. Jette rak áður tískuversl- unina Trilogiu en hefur nú snúið sér alfarið að fatahönnun og voru vörur hennar um tíma fáanlegar í versluninni Belleville við Lauga- veg. „Ég hannaði fyrstu fatalínuna mína fyrir ári síðan og seldi í Bell- eville í hálfgerðri tilraunastarf- semi. Allar flíkurnar seldust sem var mikil hvatning og í kjölfarið ákvað ég að halda áfram,“ segir Jette sem hannar undir merkinu J E T KORINE. Flíkurnar vinn- ur Jette úr lífrænum efnum auk þess sem hún hefur sérhæft sig í náttúrulegum litunaraðferðum og notar til þess bæði blóm, ösku úr Eyjafjallajökli, ryð og önnur nátt- úruleg efni. Aðspurð segist Jette hafa ákveð- ið að opna verslun svo hún gæti haldið áfram að selja hönnun sína á viðráðanlegu verði. „Í vetur hann- aði ég ullarkápur sem ég ákvað að fara ekki með í verslanir til að sleppa við álagninguna sem sett er á flíkur í búðum. Í staðinn seldi ég kápurnar bara út frá vinnustofunni og fréttirnar gengu manna á milli. Þegar ég missti svo vinnuaðstöð- una fannst mér sniðugt að næsta vinnurými gæti sameinað bæði vinnustofu og verslun.“ Jette fann hentugt húsnæði við Skólavörðustíg og hefur nú hreiðrað um sig þar. Hún hyggst vera með opið fyrir gesti og gangandi á hefðbundnum verslunartíma yfir hásumarið og í desember en þess á milli sé fólki velkomið að banka upp á hvenær sem er. Í tilefni af opnun verslunarinnar verður slegið til veislu milli klukk- an 17.00 og 19.00 í dag. sara@frettabladid.is SAMEINAR VINNUSTOFU OG BÚÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍGNUM Söngkonan Britney Spears átti að mæta í dómsal í morgun svo hægt væri að endurmeta stöðu hennar, en faðir hennar hefur haft umsjón með henni frá árinu 2008. Britney fékk taugaáfall árið 2008, líkt og frægt er orðið, og var flutt með hraði á sjúkrahús þar sem hún dvaldi um tíma. Hún var í kjölfarið svipt sjálfræði og hefur Jamie Spears, faðir hennar, haft umsjón með öllum hennar málum síðan þá. „Það er mjög ólíklegt að dómnum verði hnekkt fyrir lok sumarsins. Britney er einfaldlega ekki tilbúin til að sjá um sig sjálf. Hún á sína góðu daga og sína slæmu. Hún glímir við mörg erfið vandamál bæði í sínu persónu- lega lífi og hvað frægðina og fra- mann varðar, þess vegna sér faðir hennar enn um öll hennar mál,“ var haft eftir heimildarmanni. En stutt er síðan fréttir bárust af því að Britney hefði lokað sig inni á hótelherbergi, grátið óstjórnlega og óskað eftir skærum til að klippa hár sitt. Britney ekki betri Á BATAVEGI? Dómari ákveður í dag hvort Britney Spears hafi nógu góða heilsu til að sjá um sig sjálf. NORDICPHOTOS/GETTY Sigurvegari American Idol, Lee DeWyze, ætlar að vera stoltur af sinni fyrstu plötu sem hann gefur út. Hann segist hafa frá mörgu að segja á plöt- unni. „Það verður eitt- hvað af poppi á henni og líka rokki og þjóð- lagatónlist. Ég er ekki að reyna að gera eitthvað sem enginn hefur áður gert. Það er búið að gera allt,“ sagði hinn 24 ára DeWyze. Hann er eigi að síður ólmur í að festa sig í sessi í tónlistinni. „Þótt ég hafi unnið American Idol finnst mér ég ekki hafa slegið í gegn. Ég þarf enn þá að sanna mig,“ sagði hann. Stoltið er mikilvægt LEE DEWYZE Idol- sigurvegarinn er að undirbúa sína fyrstu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.