Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 54
38 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Huddersfield.
2 Yukio Hatoyama.
3 The Wire.
„Þetta var yndislegt ferðalag, fullt af áhuga-
verðum uppákomum,“ segir tónlistarmaðurinn
Svavar Knútur sem er nýkominn heim úr fimm
mánaða tónleikaferð um Ástralíu. Þar spilaði
hann á hátt í fimmtíu tónleikum bæði í smá-
bæjum og í borgum á borð við Perth, Sidney og
Melbourne. „Ég fór í teygjustökk í fyrsta skipti
á ævinni, sem ég hefði aldrei trúað að ég myndi
gera. Maður veit sjaldan eins mikið að maður er
á lífi eins og eftir svona reynslu,“ segir hann.
Kærasta Svavars flaug út til Ástralíu í
desember og ákvað hann að elta hana út í jan-
úar með aðstoð samtakanna Alþjóðlega trúba-
dorasamsærið. „Maður gat sett sig í samband
við þetta samskiptanet. Fólk fór bara að und-
irbúa tónleika og við fengum að gista hjá
vinum. Það gerir mann auðmjúkan þegar
maður finnur hvað maður á góða að alls
staðar.“
Svavar undirbýr nú aðra ferð til Ástralíu á
næsta ári, sem verður þó styttri en þessi. „Þeir
vilja fá að dreifa plötunum mínum og fá mig í
almennilega tónleikaferð,“ segir hann og hlakk-
ar til að hitta aftur andfætlingana.
Svavar hefur í nógu að snúast því eftir tvær
vikur fer hann til Toronto og spilar á tónlistar-
hátíðinni North By Northwest. Sumarið verður
síðan undirlagt af tónleikum hér heima. „Besta
ákvörðun sem ég hef tekið er að hætta í dag-
vinnunni og vera listamaður. Maður þarf ekkert
mikið til að lifa og þetta er stórskemmtilegt,“
segir hann. „Þetta er líka miklu erfiðari vinna
en ég hef áður unnið og það er það sem ég fíla.
Það er gaman að vera alltaf á kafi í vinnu.“ - fb
Svavar Knútur í teygjustökki í Ástralíu
TALAR VIÐ KENGÚRU Svavar Knútur er nýkominn heim
frá Ástralíu þar sem hann dvaldi í fimm mánuði og hitti
meðal annars þessa kengúru.
„Við treystum honum til að gera
þetta. Það þarf mikið til að afvega-
leiða hann en við munum auðvitað
sakna hans,“ segir Oddur Björns-
son, faðir Baldvins Oddsonar sem
er á leið í trompetnám í haust til
Michigan í Bandaríkjunum, aðeins
sextán ára.
Baldvin er einn efnilegasti
trompetleikari landsins. Hann var
einleikari á jólatónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands þegar hann
var einungis þrettán ára og lauk á
dögunum fyrri hluta framhalds-
prófs frá Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar með hæstu einkunn,
9,70. Honum hefur verið boðin þátt-
taka í meistaranámskeiði við Cent-
er For Advandced Musical Studies
í New Hampshire í Bandaríkjunum
og mun dvelja þar í tvær vikur í
júní. Aðeins örfáir á hans aldri fá
að taka þátt í námskeiðinu.
Baldvin hlakkar mikið til að
geta einbeitt sér að trompetleikn-
um í Interlochen Arts Academy í
Michigan, sem er nokkurs konar
listmenntaskóli. „Þetta verður allt
annað að geta vaknað átta á morgn-
ana og byrjað að spila,“ segir Bald-
vin, sem lauk nýlega tíunda bekk úr
Hagaskóla. Spilamennskan stendur
yfir frá hálfníu til tvö á daginn og
eftir það taka við kjarnafög á borð
við ensku og stærðfræði. Námið
stendur yfir í tvo vetur og kostar
það fjórtán milljónir króna. Þar
með er ekki öll sagan sögð því faðir
hans hefur unnið hörðum höndum
að því að fá sem mest af skóla-
gjöldunum felld niður og vantar
aðeins eina og hálfa til tvær millj-
ónir í viðbót til þess að endar nái
saman.
Gangi námið vel í Michigan von-
ast Baldvin til að komast að í góðum
tónlistarháskóla í Bandaríkjunum
þar sem hann getur einbeitt sér enn
frekar að trompetleiknum. „Nem-
endur í þessum skóla landa yfirleitt
góðum skólum í framhaldinu. Við
bindum vonir við að hann fái góða
þjálfun í þessum skóla,“ segir faðir
hans Oddur, sem er fyrsti básúnu-
leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Baldvin er fjórði ættliðurinn í fjöl-
skyldunni sem spilar á blásturs-
hljóðfæri því bæði afi hans og lang-
afi spiluðu á básúnu og var afi hans
einn af stofnendum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Að auki er systir hans
Hildur, sem er sautján ára, efnileg-
ur fiðluleikari.
En hvers vegna valdi hann
trompetið? „Þegar ég heyrði í
Philip Smith ákvað ég að verða
trompetleikari. Hann er í Fílharm-
oníusveitinni í New York,“ segir
Baldvin einbeittur á svip. Fimm
ára hóf hann nám hjá trompetkenn-
aranum Guðmundi Hafsteinssyni
og hefur ekki sleppt hendinni af
hljóðfærinu síðan.
Baldvin heldur útskriftartón-
leika sína frá Tónskóla Sigursveins
í Seltjarnarneskirkju næstkomandi
miðvikudag klukkan 17.
freyr@frettabladid.is
BALDVIN ODDSSON: VAKNAR ÁTTA Á MORGNANA OG BYRJAR AÐ SPILA
Sextán ára í trompetnám
til Bandaríkjanna í haust
BALDVIN ODDSSON Hinn stórefnilegi Baldvin er á leiðinni í trompetnám í Michigan í Bandaríkjunum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Það er nú ekki flókið! Það er
Desperate Housewives. Mér
finnst þeir alveg æði.“
Tinna Alavis, fyrirsæta
LÁRÉTT
2. lýð, 6. fisk, 8. blóðhlaup, 9. sigti, 11.
bókstafur, 12. stöðvun, 14. aðalsmað-
ur, 16. drykkur, 17. flýtir, 18. pili, 20.
hreyfing, 21. mælieining.
LÓÐRÉTT
1. stynja, 3. hljóm, 4. mjólkursykur,
5. knæpa, 7. klyftabein, 10. fæða,
13. púka, 15. nudda, 16. hyggja, 19.
fyrirtæki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fólk, 6. ál, 8. mar, 9. sía,
11. ká, 12. aflát, 14. barón, 16. te, 17.
asi, 18. rim, 20. ið, 21. únsa.
LÓÐRÉTT: 1. mása, 3. óm, 4. laktósi,
5. krá, 7. lífbein, 10. ala, 13. ára, 15.
niða, 16. trú, 19. ms.
Keppendur í fyrstu fegurðarsam-
keppni homma á Íslandi, Herra
hinsegin, fóru saman í hádegis-
mat til Íslandsdeildar Amnesty
International í gær þar sem þeir
kynntu sér starfsemina.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri deildarinnar, tók
á móti þeim. „Skipuleggjandi
keppninnar hafði mikinn áhuga á
að tengja keppnina við mannrétt-
indafræðslu. Við fjölluðum um
mannréttindi almennt og sögðum
frá við hvaða aðstæður samkyn-
hneigðir lifa víða um heim,“ segir
Jóhanna. „Það var mjög gaman
að fá þá. Þetta er fríður hópur,
það er ekki hægt að
segja annað. Þeir
voru mjög áhuga-
samir og það
spunnust líflegar
og skemmtilegar
umræður,“ segir
hún og bætir við:
„Ég vona að þær
upplýsingar sem
þeir fengu verði
til þess að þeir
sýni aðstæð-
um samkyn-
hneigðs fólks
sem býr í lönd-
um þar sem
samkynhneigð er bönnuð auk-
inn skilning og taki jafnvel þátt
í aðgerðum sem Amnesty skipu-
leggur.“
Keppnin um Herra hinseg-
in verður haldin í Þjóðleik-
hús kjallaranum á laugardags-
kvöld. - fb
Hommar heimsóttu Amnesty
JÓHANNA K. EYJÓLFS-
DÓTTIR Framkvæmda-
stjóri Íslandsdeildar
Amnesty Int-
ernational tók á
móti keppendum
í Herra hinsegin.
Leigumarkaðurinn virðist blómstra
um þessar mundir og nýleg viðbót
við hann er hin stórglæsilega íbúð
söngkonunnar Svölu Björg-
vinsdóttur og Einars Egilssonar.
Íbúðin er í Vesturbæ Reykjavíkur og
hefur verið fjallað um hana í tíma-
ritinu Hús & Hýbýli þar sem hún
þykir einstaklega fallega
hönnuð og flott. Svala
og Einar búa sjálf
í Los Angeles um
þessar mundir þar
sem þau vinna við
tónlist, en þau eru
meðlimir hljóm-
sveitarinnar Steed
Lord.
Lagið Sumarást, sem er samstarfs-
verkefni Mugison og hljómsveit-
arinnar Reykjavík!, er á leið í spilun
á útvarpsstöðvum. Lagið verður að
finna á nýrri safnplötu útgáfufyrir-
tækisins Kimi Records sem nefnist
Hitaveitan og kemur út 17. júní.
Á meðal fleiri laga á plötunni er
Húsið og ég með
Hjálmum og
Helga Björnssyni,
eins og Frétta-
blaðið hefur áður
greint frá. Einnig
verða þar lög með
Hjaltalín, Retro
Stefson, Agli
Sæbjörnssyni
og fleiri kunn-
um flytjendum.
Þeir sem þekkja til innan leik-
hús senunnar segja að áhugavert
verði að fylgjast með Grímuverð-
launahátíðinni 16. júní. Yfirlýsing
Jóns Atla Jónassonar hefur vakið
mikla athygli, en hann ætlar ekki
að taka við tilnefningum til verð-
launanna og hvetur aðra til að gera
það sama. Leikhússenan skiptist
í þrennt í afstöðu til ummælanna
– með, á móti og alveg sama – og
nú heyrist að stór hluti
þeirra sem taka við
verðlaunum á sviði
Þjóðleikhússins muni
biðjast afsökunar áður
en þeir fara með
styttuna heim
og stilla
henni upp.
- sm/fb/afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…