Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 6
6 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR FANGELSISMÁL Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið efldur verulega að undanförnu, þar sem harður hópur brota- manna afplánar nú refsingu í sumum þeirra, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismála- stofnunar. Í lok síðustu viku var lokið við að setja upp svokallað Tetra-kerfi í öllum fangelsum landsins. „Í því felst aukið öryggi og við getum nú haft beint samband við aðrar öryggis- stofnanir, svo sem Almanna- varnir, lög- reglu, sjúkra- lið, slökkvilið og svo framveg- is,“ segir Páll. „Þetta eru því mikil tímamót fyrir okkur.“ Að auki er verið að endurnýja allan búnað sérsveitar fangavarða, bæði tæki og klæðnað. Þá er verið að endur- nýja annan búnað svo sem flutn- ingshandjárn. Loks hefur mynda- vélabúnaður í fangelsunum verið endurbættur og eftirlitskerfið bætt. „Þetta miðar allt að því að auka öryggi starfsmanna okkar, svo og fanga,“ segir Páll. „Við viljum tryggja að okkar fólk sé alltaf í stakk búið til að takast á við erfið verkefni.“ Ofangreint Tetra-kerfi er full- komnasti samskiptabúnaður sem völ er á að sögn Páls. Lögregla hefur notað hann allmörg undan- farin ár. „Með tilkomu þessa búnaðar blasir allt annar veruleiki við starfsfólki fangelsanna,“ segir Páll. „Ef fangi strýkur getur fangavörður, sem á eftir honum fer, ýtt á einn hnapp og er þá kominn í samband við alla lög- reglu landsins. Áður þurfti að fara í gegnum síma til lögreglu og svo þaðan til staðarlögreglu. Þetta kerfi er mjög einfalt í notk- un og gríðarlega öruggt. Sem dæmi um gagnsemi þessa búnaðar má nefna að þegar Suð- urlandsskjálftinn reið yfir 2008 varð Litla-Hraun algjörlega samskiptalaust við umheiminn í nokkrar klukkustundir, þar sem okkar kerfi hrundi,“ bætir Páll við.“ Hefðum við haft Tetra-kerf- ið þá hefðum við verið í beinu sambandi við lögreglu og aðrar öryggisstofnanir.“ jss@frettabladid.is ■ Brenna ■ Fíkniefnabrot ■ Kynferðisbrot ■ Manndráp/manndráp af gáleysi ■ Ofbeldisbrot ■ Auðgunarbrot ■ Umferðarlagabrot ■ Annað Skipting fanga eftir aðalbroti í lok maí 2010 Skipting boðunarlista eftir aðalbroti í lok maí 2010 Hlutfall brotaflokka 1% 40% 16% 13% 1% 2% 8% 19% 48% 2% 21% 14% 5% 10% Heimild: Fangelsismálastofnun Reynir þú að spara eldsneyti með breyttu aksturslagi? Já 76,8 Nei 23,2 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ættu Íslendingar að draga úr innkaupum frá Ísrael? Segðu skoðun þína á Vísi.is PÁLL E. WINKEL Öryggi aukið vegna harðari brotamanna Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið stórefldur að undanförnu í ljósi þess að harður hópur brotamanna afplánar nú í sumum þeirra, að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar. Öryggissamskiptabúnaður er kominn upp. TYRKLAND, AP Til Tyrklands komu í fyrrinótt alls 466 þeirra 700 manna sem voru um borð í skipa- lestinni sem Ísraelar réðust á í vik- unni. Flestir þeirra eru Tyrkir, en fimmtíu af öðru þjóðerni. Þúsundir manna mættu til að fagna komu þeirra á Taksimtorg- inu í Istanbúl. Tíu þúsund manns mættu síðar um daginn í jarðarför átta af þeim níu sem féllu fyrir hendi ísra- elskra hermanna um borð í Mavi Marmara, stærsta skipi flotans. Sá níundi verður jarðsunginn í dag. Allir voru þeir Tyrkir, en einn þó bandarískur ríkisborgari. Sumir þeirra sem voru um borð í Mavi Marmara viðurkenna að hafa tekið þátt í átökum við ísraelsku hermennina, en sögðust hafa verið í sjálfsvörn því ísraelsku hermenn- irnir hafi ráðist um borð í skipið á alþjóðlegu hafsvæði. „Þegar við hófum morgunbæn- ir fóru þeir að ráðast á okkur úr öllum áttum, frá bátum og þyrlum. Vinir okkar sýndu aðeins borgara- lega andspyrnu.“ Henning Mankell, sænski rithöf- undurinn sem var um borð, segir þó fáránlegt að vopn hafi fundist um borð: „Á skipinu sem ég var á fundu þeir eitt vopn, og það var rakvélin mín.“ - gb Hundruð farþega úr skipalestinni til Gasa komnir til Tyrklands: Þúsundir mættu í jarðarför ÁTTA MANNS JARÐSUNGNIR Fjöldi manns fylgdi hinum látnu til grafar. NORDICPHOTOS/AFP VERSLUN Íslendingar fluttu inn vörur frá Ísrael fyrir rúmar 732 milljónir króna á síðasta ári. Inn- flutningurinn hefur aukist síð- ustu ár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um utanríkis- verslun. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra hefur sagt koma til greina að beita Ísraela viðskipta- þvingunum vegna árásar þeirra á skipaflota á mánudag. Langmest var flutt inn af grunn- efnum til iðnaðar. Þau nema tæpum helmingi alls innflutnings frá Ísra- el. Til þessara efna teljast kemísk efni, hreinlætisvörur, plastefni og áburður svo dæmi séu tekin. Næst kemur innflutningur á ýmsum unnum vörur, svo sem hús- gögnum, vísinda- og mælitækjum, ljósmyndavörum og fleiri iðnaðar- vörum. Hann nemur tæpum sautj- án prósentum af heildarinnflutn- ingnum. Í þriðja sæti eru vélar og sam- göngutæki, sem eru rúm fimmt- án prósent heildarinnflutnings. Í þeim flokki er mest flutt inn af rafmagnstækjum og búnaði og vél- búnaði til atvinnurekstrar. Fjórði stærsti flokkur innflutn- ings er matur, sem nam tæpum fjórtán prósentum. Þar er lang- mest um innflutning á grænmeti og ávöxtum, eða 13,3 af þessum 14 prósentunum. Minna er flutt inn af öðrum vöruflokkum. - þeb Utanríkisráðherra segir koma til greina að beita Ísraela viðskiptaþvingunum: Vörur fyrir 732 milljónir fluttar inn frá Ísrael Mest innfluttu vöruflokkarnir Hlutfall af heildarinnflutningi frá Ísrael árið 2009 Ólífræn kemísk efni 17,2% Grænmeti og ávextir 13,3% Rokgjarnar olíur, hreinlætisvörur o.fl. 11,1% Rafmagns- og rafeindabúnaður, rafmagnstæki 7,2% Lífræn kemísk efni 6,7% Vélbúnaður til atvinnurekstrar 4,7% Húsgögn og hlutar til þeirra 4,7% Heimild: Hagstofa Íslands KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.