Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 6
6 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR
FANGELSISMÁL Öryggisbúnaður í
fangelsum landsins hefur verið
efldur verulega að undanförnu,
þar sem harður hópur brota-
manna afplánar nú refsingu í
sumum þeirra, að sögn Páls E.
Winkel, forstjóra Fangelsismála-
stofnunar.
Í lok síðustu viku var lokið við
að setja upp svokallað Tetra-kerfi
í öllum fangelsum landsins.
„Í því felst aukið öryggi og við
getum nú haft beint samband við
aðrar öryggis-
stofnanir, svo
sem Almanna-
varnir, lög-
reglu, sjúkra-
lið, slökkvilið
og svo framveg-
is,“ segir Páll.
„Þetta eru því
mikil tímamót
fyrir okkur.“
Að auki er
verið að endurnýja allan búnað
sérsveitar fangavarða, bæði tæki
og klæðnað. Þá er verið að endur-
nýja annan búnað svo sem flutn-
ingshandjárn. Loks hefur mynda-
vélabúnaður í fangelsunum verið
endurbættur og eftirlitskerfið
bætt.
„Þetta miðar allt að því að auka
öryggi starfsmanna okkar, svo
og fanga,“ segir Páll. „Við viljum
tryggja að okkar fólk sé alltaf í
stakk búið til að takast á við erfið
verkefni.“
Ofangreint Tetra-kerfi er full-
komnasti samskiptabúnaður sem
völ er á að sögn Páls. Lögregla
hefur notað hann allmörg undan-
farin ár.
„Með tilkomu þessa búnaðar
blasir allt annar veruleiki við
starfsfólki fangelsanna,“ segir
Páll. „Ef fangi strýkur getur
fangavörður, sem á eftir honum
fer, ýtt á einn hnapp og er þá
kominn í samband við alla lög-
reglu landsins. Áður þurfti að
fara í gegnum síma til lögreglu
og svo þaðan til staðarlögreglu.
Þetta kerfi er mjög einfalt í notk-
un og gríðarlega öruggt.
Sem dæmi um gagnsemi þessa
búnaðar má nefna að þegar Suð-
urlandsskjálftinn reið yfir 2008
varð Litla-Hraun algjörlega
samskiptalaust við umheiminn í
nokkrar klukkustundir, þar sem
okkar kerfi hrundi,“ bætir Páll
við.“ Hefðum við haft Tetra-kerf-
ið þá hefðum við verið í beinu
sambandi við lögreglu og aðrar
öryggisstofnanir.“ jss@frettabladid.is
■ Brenna ■ Fíkniefnabrot ■ Kynferðisbrot ■ Manndráp/manndráp af gáleysi
■ Ofbeldisbrot ■ Auðgunarbrot ■ Umferðarlagabrot ■ Annað
Skipting fanga eftir aðalbroti
í lok maí 2010
Skipting boðunarlista eftir
aðalbroti í lok maí 2010
Hlutfall brotaflokka
1%
40%
16%
13%
1%
2%
8%
19%
48%
2% 21%
14%
5%
10%
Heimild: Fangelsismálastofnun
Reynir þú að spara eldsneyti
með breyttu aksturslagi?
Já 76,8
Nei 23,2
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ættu Íslendingar að draga úr
innkaupum frá Ísrael?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
PÁLL E. WINKEL
Öryggi aukið vegna
harðari brotamanna
Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið stórefldur að undanförnu í
ljósi þess að harður hópur brotamanna afplánar nú í sumum þeirra, að sögn
forstjóra Fangelsismálastofnunar. Öryggissamskiptabúnaður er kominn upp.
TYRKLAND, AP Til Tyrklands komu
í fyrrinótt alls 466 þeirra 700
manna sem voru um borð í skipa-
lestinni sem Ísraelar réðust á í vik-
unni. Flestir þeirra eru Tyrkir, en
fimmtíu af öðru þjóðerni.
Þúsundir manna mættu til að
fagna komu þeirra á Taksimtorg-
inu í Istanbúl.
Tíu þúsund manns mættu síðar
um daginn í jarðarför átta af þeim
níu sem féllu fyrir hendi ísra-
elskra hermanna um borð í Mavi
Marmara, stærsta skipi flotans. Sá
níundi verður jarðsunginn í dag.
Allir voru þeir Tyrkir, en einn þó
bandarískur ríkisborgari.
Sumir þeirra sem voru um borð í
Mavi Marmara viðurkenna að hafa
tekið þátt í átökum við ísraelsku
hermennina, en sögðust hafa verið
í sjálfsvörn því ísraelsku hermenn-
irnir hafi ráðist um borð í skipið á
alþjóðlegu hafsvæði.
„Þegar við hófum morgunbæn-
ir fóru þeir að ráðast á okkur úr
öllum áttum, frá bátum og þyrlum.
Vinir okkar sýndu aðeins borgara-
lega andspyrnu.“
Henning Mankell, sænski rithöf-
undurinn sem var um borð, segir
þó fáránlegt að vopn hafi fundist
um borð: „Á skipinu sem ég var
á fundu þeir eitt vopn, og það var
rakvélin mín.“ - gb
Hundruð farþega úr skipalestinni til Gasa komnir til Tyrklands:
Þúsundir mættu í jarðarför
ÁTTA MANNS JARÐSUNGNIR Fjöldi manns fylgdi hinum látnu til grafar.
NORDICPHOTOS/AFP
VERSLUN Íslendingar fluttu inn
vörur frá Ísrael fyrir rúmar 732
milljónir króna á síðasta ári. Inn-
flutningurinn hefur aukist síð-
ustu ár. Þetta kemur fram í tölum
Hagstofu Íslands um utanríkis-
verslun.
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra hefur sagt koma til
greina að beita Ísraela viðskipta-
þvingunum vegna árásar þeirra á
skipaflota á mánudag.
Langmest var flutt inn af grunn-
efnum til iðnaðar. Þau nema tæpum
helmingi alls innflutnings frá Ísra-
el. Til þessara efna teljast kemísk
efni, hreinlætisvörur, plastefni og
áburður svo dæmi séu tekin.
Næst kemur innflutningur á
ýmsum unnum vörur, svo sem hús-
gögnum, vísinda- og mælitækjum,
ljósmyndavörum og fleiri iðnaðar-
vörum. Hann nemur tæpum sautj-
án prósentum af heildarinnflutn-
ingnum.
Í þriðja sæti eru vélar og sam-
göngutæki, sem eru rúm fimmt-
án prósent heildarinnflutnings.
Í þeim flokki er mest flutt inn af
rafmagnstækjum og búnaði og vél-
búnaði til atvinnurekstrar.
Fjórði stærsti flokkur innflutn-
ings er matur, sem nam tæpum
fjórtán prósentum. Þar er lang-
mest um innflutning á grænmeti
og ávöxtum, eða 13,3 af þessum 14
prósentunum. Minna er flutt inn af
öðrum vöruflokkum. - þeb
Utanríkisráðherra segir koma til greina að beita Ísraela viðskiptaþvingunum:
Vörur fyrir 732 milljónir fluttar inn frá Ísrael
Mest innfluttu vöruflokkarnir
Hlutfall af heildarinnflutningi frá Ísrael árið 2009
Ólífræn kemísk efni 17,2%
Grænmeti og ávextir 13,3%
Rokgjarnar olíur, hreinlætisvörur o.fl. 11,1%
Rafmagns- og rafeindabúnaður, rafmagnstæki 7,2%
Lífræn kemísk efni 6,7%
Vélbúnaður til atvinnurekstrar 4,7%
Húsgögn og hlutar til þeirra 4,7%
Heimild: Hagstofa Íslands
KJÖRKASSINN