Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 40
24 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Mig dreymdi furðulega í nótt Já? Ég var að dansa River- dans – NAKINN! Það var ekki fallegt! Bara 250 stöðvar. Bara 8000 lög í iPodinum mínum. Sama gamla endalausa úrvalið af leikjum og heimasíð- um á Netinu. Er allt í lagi? Ég nenni ekki að gera neitt í dag. Takmarkaður aðgangur Það er eins gott að þetta séu ekki nýju skórnir þínir! Sjómannadagurinn 6. júní 2010 Vantar sölufólk um helgina. Góð sölulaun í boði. Upplýsingar veitir Guðmundur Jóhannsson í síma 8620537 Námskeið um offitu í kvöld Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri. ÞESSAR sögur gerðust í landi sem hét Ísra- el og voru um fólk sem hét gyðingar. Guð var alltaf að tala við gyðingana og lofa þeim alls konar ef þeir höguðu sér vel en samt var alltaf verið að reka þá burt úr landinu sínu og ýmist færa í ánauð til Egyptalands eða herleiða til Babýlon. Aumingja gyð- ingarnir. SKÖMMU seinna las ég svo Ívar hlújárn, þar sem gyðingastúlkan Rebekka var fórnfús, væn og fögur þrátt fyrir fordóma og andstreymi, og leikin af Elizabeth Taylor á ljósmyndun- um sem prýddu bókina. Þá uppgötvaði ég líka að gyðingar hefðu hvergi átt heima öldum saman og verið útlægir og óvinsælir hvar sem þeir fóru. AUMINGJA gyðingarnir. ÞEGAR sjónvarpsþættirnir um Helförina voru sýndir í sjón- varpinu horfði ég að sjálfsögðu ekki á þá enda efnið ekki talið hollt börnum. En ég vissi upp á hár um hvað þeir voru, hræði- lega nasista sem tóku gyðingabörn og drápu þau og fjölskyldur þeirra og alla sem þau þekktu. Aumingja veslings gyðingarnir. EN sem betur fer endaði raunasaga gyð- inganna vel. Þeir fengu aftur landið sitt, fluttu þangað, reistu sér byggðir og bú í blómlausum eyðimerkursandi og undu svo glaðir við sitt. Nema hvað einhverjir vondir arabar voru alltaf að reyna að stela landinu þeirra frá þeim, enn einu sinni. Aumingja gyðingarnir. ÉG var tíu ára þegar ég tjáði samúð mína yfir kvöldfréttunum og pabbi útskýrði fyrir mér að þetta væri ekki svona einfalt. Að áður en gyðingarnir eða Ísraelsmenn, eins og þeir hétu núna, hefðu fengið landið sitt aftur hefði önnur þjóð búið þar í tvö þúsund ár. Og nú væru aumingja gyðingarnir að sýna þeirri þjóð nákvæmlega sömu grimmd og þeir hefðu sjálfir mátt þola. SÍÐAN ég var tíu ára eru liðin þrjátíu ár og ástandið í Palestínu hefur bara versn- að. Alheimssamúðin sem Ísraelsmenn hafa baðað sig upp úr frá 1940 hlýtur að renna út bráðum. Ég legg til að heimurinn hætti að efna samviskubitsloforð sín við Ísraels- menn þangað til þeir fara að haga sér. Guðs útvalda þjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.