Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 18
18 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Allir þekkja ævintýrið um nýju fötin keisarans eftir H. C. Andersen, um keisarann sem var svo hrifinn af fínum fötum að hann eyddi öllu fé sínu í föt. Dag einn komu til keisarans tveir svika- hrappar sem sögðust geta ofið fegursta klæði sem hugsast gæti en hefði þann eiginleika að hver sá sem væri heimskur og dómgreindarlítill gæti ekki séð það. Keisaranum fannst þetta freist- andi. Með því að eignast svona klæði gæti hann greint í sundur þá sem væru heimsk ir og dómgreindarlitlir og hina sem væru skynsamir og gætu gegnt embættum í ríki hans. Hann fékk svika- hröppunum því fé, herbergi að vefa í, silki, pell og purpura ásamt gullþræði sem þeir stungu í skjóður sínar. Sagan um klæðið sem heimskir menn gætu ekki séð, spurðist út, og þegar keis- arinn sendi gamla ráðgjafann sinn að líta eftir því hvernig vefurunum gengi, brá honum í brún, því að hann sá ekkert klæði heldur sátu svikararnir við tóman vefinn og þóttust vefa. „Guð hjálpi mér,” hugsaði gamli ráðgjafinn. „Ég sé engan vef og ekkert klæði.“ En hann sagði ekk- ert en lést sjá klæðið fína. Góðfús lesandi þekkir framhaldið. Þegar keisarinn gekk út á götu í nýju föt- unum hrópaði lýðurinn: „En hvað nýju fötin keisarans eru glæsileg og sitja vel og hvað slóðinn er stórkostlegur.“ En lítið barn hrópaði upp yfir sig: „En keisarinn er allsber.“ Þá opnuðust augu hinna. Atburðir síðustu vikna og úrslit kosn- inganna í Reykjavík minntu mig á ævin- týrið um nýju fötin keisarans. En það var ekkert barn sem hrópaði: „En keisarinn er allsber.“ Nýju fötin keisarans Dag einn komu til keisarans tveir svikahrappar sem sögðust geta ofið fegursta klæði sem hugsast gæti en hefði þann eiginleika að hver sá sem væri heimskur og dómgreindarlítill gæti ekki séð það. N ú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér. Við þessar aðstæður hlýtur vandaður undirbúningur að skipta mestu máli. Menntamálaráðuneytið er nú væntanlega í óðaönn að safna upplýsingum til að geta borið saman frammistöðu háskólanna og metið hvar skattgreiðendur fá mest fyrir peningana sína. Ekki er hægt að halda áfram að sinna öllu, sem nú er sinnt, þannig að þá verður að forgangsraða í þágu þeirra skóla eða námsleiða, þar sem mestur árangur næst með lægstum tilkostnaði. Ráðuneytið hlýtur m.a. að horfa til þess hvar flestir útskrif- ast með háskólapróf miðað við þá fjármuni, sem skólunum eru lagðir til. Þær tölur verður að sjálfsögðu að setja í samhengi við gæðamat á náminu, því að magn er ekki sama og gæði. Slíkur gæðasamanburður ætti reynd- ar að liggja frammi opinberlega líkt og í ýmsum nágrannalöndum okkar, þannig að háskólarnir geti borið sig saman og nemendur, sem þurfa að velja á milli þeirra, hafi í höndum óháð mat á frammistöðu skólanna. Núverandi kerfi fjármögnunar skólanna er að sumu leyti gallað, því að þar er meðal annars miðað við „þreyttar einingar“, þ.e. hversu margir nemendur undirgangast próf í tilteknum áföngum, án þess að horft sé til þess hvort þeir standast prófið eður ei. Þannig má segja að skóli, þar sem nemendur eru af lítilli alvöru í náminu og sitja oft í sama áfanganum, njóti þess í meiri fjárframlögum frá ríkinu. Í íslenzka háskólakerfinu er enn of mikið af fólki, sem þiggur dýra kennslu árum saman en sýnir lítinn árangur og lýkur ekki námi. Oft er vakin athygli á því hversu gríðarlega margir stunda háskólanám á Íslandi miðað við önnur lönd, en hlutfall þeirra sem klára dæmið og útskrifast með háskólamenntun er ekki jafnhátt. Niðurskurður í háskólunum hlýtur fremur að eiga að bitna á eilífðarstúdentunum en hinum sem eru duglegir, klára nám á tilsettum tíma og koma sér út í atvinnulífið að skapa verðmæti. Ráðuneytið ætti líka að kanna hvernig nemendum skólanna hefur vegnað. Gengur nemendum eins skóla betur á vinnumarkaðnum en öðrum? Á ekki að vera tiltölulega einfalt að afla upplýsinga um það? Menntamálaráðherrann hlýtur sömuleiðis að vilja hafa í hönd- um samanburð á því hvernig skólarnir standa sig í rannsóknum, til dæmis hvað vísindamenn þeirra hafa birt margar greinar í við- urkenndum vísindatímaritum, og hversu miklar fjárveitingar úr vösum skattgreiðenda liggja þar að baki. Hún hlýtur aukinheldur að vilja vita hvernig skólarnir hafa staðið sig í nýsköpun; stuðla þeir að því að til verði sprotafyrirtæki sem laða að fjárfesta, skapa ný störf og stuðla þannig að því að hjálpa Íslandi út úr kreppunni? Katrín ráðherra getur ekki viljað skera niður af handahófi og ekki heldur flatt yfir alla skóla og deildir, heldur af einhverju viti, þannig að þeir takmörkuðu peningar sem til eru nýtist sem bezt. Þá þarf hún að vinna heimavinnuna sína. Klárar menntamálaráðherra heimavinnuna sína áður en hún sker niður í háskólakerfinu? Skólar bornir saman Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Borgarmál Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Grímulaus gagnrýni Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur legið undir nokkru ámæli síðan bankahrunið varð. Nú síðast var það leikskáldið Jón Atli Jónasson sem neitaði að verða svo mikið sem tilnefndur til Grímuverðlaunanna á meðan Ólafur Ragnar væri verndari þeirra. Hann hefði kannski átt að leita í smiðju Baldvins Halldórssonar, sem afþakkaði leiklistarverðlaunin Silfurlampann árið 1973, sem Félag íslenskra leikdómenda veitti. Baldvin þótti, sem mörgum, gagnrýnin afskaplega klén og afþakkaði því verðlaunin. Áhrifin voru þau að verð- launin voru lögð niður. Grímulaust gagnrýnisleysi Og enn af forsetanum. Margir hafa orðið til að rifja upp orð hans í ferð Glitnis til New York árið 2007. Ekki er óáhugaverðara að lesa ræðu sem hann hélt hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í janúar 2006. Þar sagði hann útrásina gefa fyrirheit um glæsilegasta sóknarskeið í sögu þjóðarinnar í við- skiptum, listum og vísind- um. Njála hvað? Útrásin er komin. Grímulaus aðdáun Grípum aftur niður í ræðu forsetans: „Lykillinn að árangrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í menning- unni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf, samfélaginu sem lífsbarátta fyrri alda færði okkur, viðhorfum og venjum sem eru kjarninn í siðmenningu Íslend- inga. Útrásin á sér djúpar rætur í sögu okkar, heimanfylgjan sótt í sameiginlega þjóðarvit- und þótt vissulega hafi breytingar í veröldinni lagt þar lóð á vogar- skálar.“ kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.