Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 23
FÖSTUDAGUR 4. júní 2010
Ekki þarf að vera svo flókið að
smíða sína eigin myndavél.
Börnum og fjölskyldum þeirra er
boðið að koma á Kjarvalsstaði á
morgun í smiðju sem sett verður
upp í tengslum við sýningarverk-
efnið Ljós&mynd. Smiðjan er opin
frá 13.00 til 16.00 og mun ljósmynd-
arinn Pétur Thomsen aðstoða þátt-
takendur við að smíða sína eigin
myndavél.
Það er í raun sáraeinfalt að smíða
sína eigin kassamyndavél og fram-
kalla myndir. Kassamyndavélin
er mjög einföld mynda-
vél án linsu og allt sem
þarf til er kassi með
örlitlu gati og ljósnæm-
ur pappír eða filma til
að fanga fyrirmyndina.
Ljós frá umhverfinu fer
í gegnum þetta litla gat
og varpar andhverfri
fyrirmynd á bakhlið
kassans.
Þátttakendur eru
hvattir til að koma með kassa
eða dósir til að smíða myndavél-
ina sína, en best er að umbúðirn-
ar séu ekki mjög stórar. Til dæmis
er hægt að nota kassa undan morg-
unkorni, snakkbauk, safafernu og
jafnvel rauða papriku eða appels-
ínu. Umbúðirnar verða þó að vera
þannig að hægt sé að gera þær ljós-
heldar. Ljósnæman pappír eða filmu
til að fanga fyrirmyndina fá gestir
á staðnum sér að kostnaðarlausu.
Í ljósmyndasmiðjunni læra þátt-
takendur að nota myndavélina til að
taka ljósmyndir og fá einnig tæki-
færi til að kynnast
töfrum myrkraher-
bergisins og hvernig
myndin framkallast
á pappír. Myndirn-
ar geta þátttakend-
ur svo tekið með
sér heim. Allir eru
velkomnir meðan
húsrúm leyfir og
aðgangur og efni er
ókeypis. - eö
Myndavél úr kassa
Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið í smiðju á Kjarvalsstöðum þar sem þeim
verður kennt að búa til sína eigin myndavél.
Ímynd Reykjavíkur verður
viðfangsefnið á málþingi í
Þjóðmenningarhúsinu á vegum
ReykjavíkurAkademíunnar og
ÍNOR í samstarfi við Reykjavík-
urborg.
Málþingið Horft á Reykjavík verð-
ur haldið í Þjóðmenningarhúsinu
við Hverfisgötu á morgun, laugar-
daginn 5. júní, frá klukkan 13.00
til 17.00. Málþingið er á vegum
ReykjavíkurAkademíunnar og
ÍNOR og í samstarfi við Reykja-
víkurborg.
Aðstandendur málþingsins telja
að í umræðunni um glannalega og
yfirlætislega sjálfsmynd Íslend-
inga og ímynd Íslands hafi Reykja-
vík sem höfuðborg landsins orðið
útundan. Á málþinginu verður því
sjónum beint að höfuðborginni og
ímynd hennar og sjálfsmynd skoð-
aðar frá sjónarhóli lista og fræði-
greina.
Nánari upplýsingar fást á www.
akademia.is - eö
Horft á
Reykjavík
Horft á Reykjavík er málþing um ímynd
höfuðborgarinnar.
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is
sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is
sími 512 5447
Laugardaga
SUMARIÐ
ER TÍMINN
LAUGAVEGI 80 TEL: 561 1330 WWW.SIGURBOGINN.IS
Sérfræðingur
frá SHISEIDO
veitir ráðgjöf um
meðhöndlun
húðarinnar, í dag
og á morgun.
15% AFSLÁTTUR
af SHISEIDO
dagkremum
með sólarvörn