Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 08.06.2010, Qupperneq 12
12 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld – eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimur- inn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingar- fræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrú- um til þess að ráða fram úr málum samfé- lagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðli- leg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar – þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar- samt. Í þriðja lagi – og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórn- málaflokka skiptir mestu máli, að fólk – ungt og gamalt, konur og karlar verði kraf- ið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk – og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurf- um við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórn- málaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör – sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélög- um eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfald- an, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðl- ar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins – það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög – nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórn- lagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virð- ing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantast- bar – „virðing mannsins er ósnertanleg“. Beint lýðræði - ný stjórnarskrá Stjórnmál Tryggvi Gíslason Fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Enn eitt grínið? Tilvonandi borgarstjóri, Jón Gnarr, full- yrti í samtali við Stöð 2 á sunnudaginn að alþjóðleg dýraverndunarsamtök hefðu sýnt því mikinn áhuga að koma ísbirni í Húsdýragarðinn í Reykjavík. Nefndi hann sérstaklega til sögunnar World Wildlife Foundation, sem væru ein þau stærstu í heimi, sem hefðu sýnt málinu mikinn áhuga. Hvernig sem leitað er finnst hvorki haus né sporður á þessum risastóru sam- tökum sem borgarstjórinn telur að muni greiða umtalsverðar fjárhæðir svo hægt sé að koma ísbirni í búr. Spurning hvort þetta sé enn eitt grínið hjá Jóni? Misskilningur? Svo allar sanngirni sé gætt gæti borgarstjórinn verið að tala um World Wildlife Fund, sem í dag heitir World Wide Fund for Nature. Þau samtök hafa það á stefnuskrá sinni að vernda villt dýr í náttúrulegu umhverfi sínu. Og þrátt fyrir heitið er ekki um neinn sjóð að ræða, heldur frjáls félagasamtök sem lifa á styrkjum og ekki það miklum. Ólíklegt er að ísbjörn í búri sé ofarlega á forgangslista þeirra. Seyðið sopið Menn hafa farið mikinn vegna umræðunnar um launakjör seðla- bankastjóra og velt því upp hver sagði hvar hvenær og hvernig. Allt snýst málið um hver vildi að Már Guð- mundsson væri með hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir. Stjórnvöld súpa þarna seyðið af þeirri undarlegu ákvörðun sinni að enginn ríkisstarfsmaður megi vera með hærri laun en forsætisráðherra. Formað- ur jafnaðarmannaflokksins er nefnilega æðstur allra. kolbeinn@frettabladid.isN ýliðnar sveitarstjórnarkosningar sýndu glöggt að íslenskir kjósendur hafa misst trú á stjórnmálamönn- um. Um það ber vitni lítil kosningaþátttaka, einkum í þeim sveitarfélögum þar sem eingöngu voru í boði list- ar gömlu flokkanna. Sömuleiðis árangur nýrra fram- boða, þar á meðal grínframboða, og talsvert miklar útstrikanir og tilfæringar á frambjóðendum á listum. Yfir 40 prósent kjósenda í Reykjavík vildi frekar verja atkvæði sínu til flokks sem þeir vissu ekkert fyrir hvað stæði heldur en að kjósa einn hinna gömlu flokka sem þeir töldu sig líklega vita of vel fyrir hvað stæðu því ekki buðu þeir upp á endurnýjun svo nokkru næmi, utan Framsóknarflokks sem náði þó engum slagkrafti. Og hvernig bregðast svo flokkarnir við þessum niðurstöðum? Í Reykjavík reynir Samfylkingin að vera hress með Besta flokknum og hefur kynnt myndun meirihluta þar sem engin stefnumál eru ljós en upplýst hver verður borgarstjóri og formaður borgarráðs. Á sama tíma engist Sjálfstæðisflokkurinn vegna styrkjamála Guðlaugs Þórs. Guðlaugur neitar að víkja og sveit hans ver hann vasklega sem út af fyrir sig er skiljanlegt. Hitt er síður skiljanlegt að forysta flokksins skuli kjósa að beina blinda auganu að málinu, vitandi þó að áframhaldandi þingseta Guðlaugs Þórs hlýtur að laska flokkinn verulega og til langs tíma. Formaðurinn hefur reynt að varpa frá sér boltanum með því að segja að það sé kjósenda að velja hvort þeir veita Guðlaugi áfram- haldandi umboð. Nú er það svo, eins og kunnugt er, að ekki er hægt að gera ráð fyrir þingkosningum fyrr. Viðbrögð formannsins bera þannig vott um að hann ráði ekki við að taka ábyrgð á flokki sínum og þeim sem til ábyrgðar er kjörnir í hans nafni. Rök þingflokksformannsins um að ekki megi nota mælistiku ársins 2010 á atburði sem áttu sér stað árið 2006 eru ekki heldur vænleg til árangurs fyrir flokkinn. Er það ekki einmitt það sem er að gerast í íslensku samfélagi um þessar mundir að við erum að hafna þeim mælikvörðum sem þóttu góðir og gildir árið 2006 og á árunum þar í kring, í það minnsta í stórum hluta samfélagsins og stjórnmálaheimsins? Það er einmitt þess vegna sem krafan um endurnýjun og breytingar er svona sterk. Þessi skilaboð verður Guðlaugur Þór að skilja og taka til sín. Formaður hans og þingflokksformaður verða að liðsinna honum við að taka þá einu ákvörðun sem hægt er að taka, jafnvel þótt þar með hverfi brjóstvörn fleiri flokkssystkina sem einnig þáðu styrki, þótt ekki væri í sama mæli og Guðlaugur. Sá fjáraustur fyrirtækja og efnafólks í prófkjörsbaráttu innan stjórnmálaflokka sem viðgekkst hér er hluti af fortíð sem skal kært kvödd. Til þess að nægileg reisn sé yfir þeirri kveðju verða þeir stjórnmálamenn sem ekki standast siðferðiskröfur ársins 2010 að yfirgefa sviðið og hleypa að nýju fólki með ný viðmið. Einungis þannig er von til þess að stjórnmálalífið endurheimti það traust að almenningur leggi í að kjósa þá flokka sem hann veit fyrir hvað standa. Stjórnmálamenn verða að hafa kjark í tiltektina. Að þora ekki að veðja á hið þekkta SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.