Fréttablaðið - 08.06.2010, Qupperneq 17
„Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlut-
ina og set markið alltaf hátt. Er
þannig kappsöm keppnismanneskja
og hætti ekki fyrr en ég er orðin
verulega góð,“ segir Annie Mist
Þórisdóttir sem um helgina sigraði
í meistaraflokki kvenna á CrossFit-
leikunum 2010, annað árið í röð.
„Ég hef alltaf verið orkumikil og
þurft útrás. Þá varð ég fljótt hand-
sterk og farin að hanga í borðplöt-
um löngu áður en ég fór að ganga,“
segir Annie hlæjandi, en sjö ára
byrjaði hún að æfa fimleika hjá
Gerplu undir strangri þjálfun rúss-
neskra þjálfara.
„Að mínu mati eru fimleikar besti
grunnurinn að hvaða íþrótt sem er.
Maður er fljótur að ná tæknilegum
hlutum og þeim aga sem er nauð-
synlegur til að ástunda íþróttir af
kappi,“ segir Annie sem eftir fim-
leikaárin var orðin háð miklu álagi
og æfingum.
„Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa
listdans og síðan stangarstökk en
það var ekki nóg svo ég byrjaði í
Boot Camp líka, sem ég hef ástund-
að síðan ásamt ólympískum lyfting-
um,“ segir Annie sem stöðugt til-
einkar sér nýja hluti fyrir keppni
í CrossFit þar sem einstakling-
urinn þarf að vera búinn undir
hið óvænta og fær um að ráða við
þungar, tæknilegar lyftingaæfing-
ar samhliða erfiðum þrek- og þol-
æfingum.
„CrossFit samanstendur af
hlaupi, ólympískum lyftingum,
róðri, ketilbjöllum, fimleikum og
þolæfingum, en mestu skiptir að
hafa mikið þol og vera sterkur.“
Í maí síðastliðnum vann Annie
Evrópumeistaratitil kvenna á
CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en
tveir aðrir Íslendingar unnu sér
einnig rétt til þátttöku í heimsleik-
unum sem senn fram fara í Los
Angeles.
„Æfingar eru verulega tíma-
frekar en alls æfi ég einu sinni til
tvisvar á dag, sex daga vikunnar,“
segir Annie sem með stífri íþrótta-
iðkun stundar nám í lífefnafræði
við Háskóla Íslands og stefnir á
læknisnám í framtíðinni.
„Það kemur alltaf á óvart að
sigra því maður veit aldrei hverjum
maður mætir eða hvernig keppnin
verður fyrirfram. Á Evrópuleik-
unum voru til dæmis greinar sem
voru mér óhliðhollar, en styrkleikar
mínir felast í þoli og löngum æfing-
um sem blandast við þungar tækn-
iæfingar.
Og áfram stefni ég á sigur, eins
og alltaf. Á því verður engin breyt-
ing nú.“
thordis@frettabladid.is
Hékk ung í borðplötum
Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslands-
meistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles.
Það kostar vinnu að vera jafn vel á sig kominn og Annie Mist Þórisdóttir, en sjálf er hún heilbrigðið uppmálað og ötul að þjálfa
kroppinn, enda að miklu að stefna á komandi heimsleikum í CrossFit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SÍÐDEGISVAKT HEILSUGÆSLUSTÖÐVA heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins verður lokuð frá 16. júní til og með 15.
ágúst. Vaktþjónusta stöðvanna er opin fyrir skyndikomur og
bráðaerindi frá klukkan 8.00 til 16.00 alla virka daga.
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
M eirapró f
U p p lýsin gar o g in n ritun
í s ím a 5670300
Patti.is
Landsins mesta úrval af sófasettum
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16
Kynn
ingar
tilboð
Horn
sófi 2
H2
Láttu þér líða vel í sófa frá Patta
199.9
00krMa
8356
sett
Tímapantanir
534 9600Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir
hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt
og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með
tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með
hátalara til allra átta.
Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta
Frí ráðgjöf í maí
ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt
hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur
fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum
nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að
átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið
þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu.
SURROUND
KRINGÓMA
MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447