Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 6
6 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN Borðaðir þú grillmat um nýliðna helgi? JÁ 58% NEI 42% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að frysta öll laun ríkisstarfs- manna til ársins 2013? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki líta svo á að verkum hans sem bæjarstjóri hafi verið hafnað í sveitarstjórnarkosningunum. „Samfylkingin fékk ekki umboð til að halda sínum meiri- hluta en ég get ekki litið svo á að það hafi komið fram höfnun á þeim verkum og því hlutverki sem ég hef gegnt hér sem bæj- arstjóri,“ sagði Lúðvík spurður um það hvort hann teldi sér hafa verið hafnað í kosningunum. Lúð- vík var í sjötta sæti á lista Sam- fylkingarinnar, hinu svokallaða baráttusæti, og komst ekki inn í bæjarstjórn. Eins og kunn- ugt er tapaði Samfylkingin hreinum meiri- h luta sínum og fékk fimm menn kjörna. Í frétt sem vefmiðilinn. Pressan birti þann 29. apríl síðastliðinn er haft eftir Lúð- víki: „Það er ljóst að kosning- arnar í Hafnarfirði munu snúast um hvort bæjarstjórinn verði kjörinn eða ekki. Þær snúast um mig. Ég fór í baráttusætið til að verja stöðu Samfylkingarinnar.“ Spurður út í þessi ummæli vís- aði Lúðvík til þess stuðnings sem hann mældist með samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal Hafnfirðinga í aðdrag- anda kosninganna. Í skoðana- könnuninni sögðust 67 prósent svarenda vilja Lúðvík áfram sem bæjarstjóra. Lúðvík sagðist vera fyllilega bjartsýnn á komandi kjörtímabil og samstarfið við Vinstri græna og bætti því við að engin sérstök átakamál hefðu komið upp í við- ræðum flokkanna. - mþl Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lítur ekki svo á að verkum sínum hafi verið hafnað: Lúðvík Geirsson telur sig njóta stuðnings hjá bæjarbúum LÚÐVÍK GEIRSSON EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Banda- lags háskólamanna og BSRB leggj- ast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráð- herra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóð- arsátt um að frysta laun og lífeyris- greiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mest- um vanda og koma niður á tekjuöfl- un ríkisins.“ Gylfi segir hið opin- bera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til við- ræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skamm- tímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, formað- ur BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launa- frystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá,“ segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frysting- ar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu.“ Árni Stefán Jónsson, varafor- maður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efna- hagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum.“ Vilhjálm- ur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkis- stjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hug- myndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlaga- gerð fyrir árið 2011. - bs, shá Stéttarfélög leggjast gegn launafrystingu Aðilum vinnumarkaðarins líst illa á hugmyndir félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Forsvarsmenn þeirra leggja til markvissari forgangsröðun og hagræðingu í opinberum rekstri. LAUNAFÓLK Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir hugmyndir félagsmálaráðherra um frystingu launa ganga út á að sópa vandanum undir teppi. EGYPTALAND, AP Egypskur embætt- ismaður fullyrti í gær að landa- mæri Egyptalands að Gasaströnd verði opin áfram um óákveðinn tíma, en þau voru opnuð eftir að Ísraelar réðust í síðustu viku á skipalest frá Tyrklandi sem átti að rjúfa einangrun Gasa. Embættismaðurinn segir lokun landamæranna hafa verið mis- tök. Þá segja Bernard Kouchner og William Hague, utanríkisráð- herrar Frakklands og Bretlands, Evrópusambandið bæði geta og vilja veita aðstoð sína til að skip með hjálpargögn komist til Gasa- strandar. Evrópusambandið gæti haft strangt eftirlit með því hvaða vörur og gögn eru sett um borð í skipin, þannig að Ísraelar þurfi ekki að stöðva þau af ótta við að innan um leynist vopn eða annað sem Ísrael stæði ógn af. Þá segir Joe Biden, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Banda- ríkjastjórn nú leita nýrra leiða, í samvinnu við Egyptaland og fleiri, við að takast á við deiluna um einangrun Gasasvæðisins. - gb Egyptar segja lokun landamæra Gasa hafa verið mistök: Landamæri Gasa opin áfram VEIÐIMENN Á GASASTRÖND Palestínsk ungmenni útbúa net til fiskveiða. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tólf mánaða fang- elsi fyrir kynferðisbrot. Refsing- in var skilorðsbundin til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samfarir við tvær þrettán ára stúlkur þegar hann var sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent annarri stúlk- unni hótun með sms-skilaboðum. Hann játaði sök í málinu. - jss Játaði í kynferðisbrotamáli: Braut gegn 13 ára stúlkum FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.