Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 36
20 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vett- vangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka. ÞANNIG vildi til að ég var að koma af fjöllum. Ég var ekkert utan við mig, heldur var ég að koma frá skrúðgöngu í spænska þorpinu Zújar. Á þorpshátíð- inni er nefnilega haldið fylktu liði upp á Jabalcon-fjall með líkneski mikið. Upp á fjallstoppi er etið og drukkið þannig að ég var hýr í bragði á röltinu niður. Í hlíðinni liggur hverfi eitt sem heitir Ódýru húsin. Þar eru götur afar þröngar. ÞEGAR ég er þar á vappi kemur maður akandi, en einnig var kona hans og 12 ára dóttir í bílnum. Í þröngum strætunum tókst honum ekki betur til en svo að hann rakst utan í kyrrstæðan bíl. Var það afar óheppilegt þar sem mannmergð var á götum úti og allir sáu óhappið. STÍGUR ökumaður því út úr bílnum eins og kúreki í vígahug og æpir: „Hver legg- ur eiginlega bílnum sínum svona eins og hálfviti?“ Hafði hann ekki heppnina með sér því sá sem það hafði gert var beljaki mikill með kveikiþráð í styttra lagi. Steig sá sterki fram, horfði fyrst á rispuna á bílnum sínum en æðir síðan að ökumanni. Æptu þeir nokkra stund með nefin framan í hvor öðrum. SVO heyri ég kvenmannsóp en þá hafði beljakinn fengið nóg af þessum málatil- búnaði og látið hnefa tala. Hófust þá slags- mál nokkur en eiginkona bílstjórans sem og hágrátandi dóttir hans reyndu að hafa sinn mann af vettvangi. Undir lokin tókst það en þá voru menn orðnir móðir og blóðugir. EN HVAÐ er svona sorglegt við þennan atburð? Ég veit ekki betur en báðir þessir menn séu farnir að gera úr honum hina mestu hetjusögu þó töluvert skáldaleyfi þurfi til. Búið er að skola blóðið af götunni, sárin gróin og eiginkona ökumannsins örugglega hætt að skammast yfir þessu. Það er meira að segja búið að gera við rispuna á bíl beljakans. HINS vegar veit enginn hvenær rispurnar á sálartetri stúlkunnar mást út. Sorglegur atburður Maraþon bygg ingaverktaka Endalína Sérðu einhvern? Það er næstum komið myrkur! Náum við því að horfa á myndina í kvöld, eða hvað? Sýndu smá þolinmæði kona góð, ég þarf bara að ná plastinu af! Ég er með lengri neglur en þú, ég skal bara gera þetta! Ég get þetta! Í alvörunni, ég get... Ég get þetta! Hvað er nú þetta? Þetta er hjarta- mælitæki. Ég spenni þessa teygju undan um bringuna á mér og á meðan ég æfi mig sendir teygjan merki í úrið hérna. Þá veit ég nákvæmlega hvenær ég næ hinni fullkomnu brennslu. Miðað við ástandið á þér núna þá eru sirka þrjátíu ár síðan þú gerðir þetta síðast. Solla, getur þú litið eftir litlu syst- ur á meðan ég fer og næ í póstinn? Hvað fæ ég í staðinn? Hefurðu tekið eftir því að hlutir sem eru sagðir í sjónvarp- inu þykja ekki jafn fyndnir heimafyrir? Ég hef tekið eftir því hjá þér. *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum 11. júní. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/SMS-ið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik líkur 11.juni 2010

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.