Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 26
Brúðarmarsinn, sem flest brúð- hjón í hinum vestræna heimi velja sem undirspil við inngöngu brúð- ar, samdi þýska tónskáldið Richard Wagner fyrir óperuna Lohengrin. Sumum þykir óviðeigandi að spila tónverk Wagners svo snemma í at- höfninni, því í óperunni er brúðar- marsinn, sem þar nefnist „brúðar- kórinn“, syngur kvennakór í brúðkaupsveislunni og fylgir sögu- hetjunni Elsu í vistarverur sínar, en gifting Elsu og Lohengrin voru mistök. Brúðarkór Wagners er sjald- an sunginn í brúðkaupum gyðinga sökum andúðar tónskáldsins á gyð- ingum og innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar hafa menn einnig sett sig upp á móti verki Wagners þar sem tónlistin þykir ókirkjuleg. Þá sé brúðarmars hans reglulega notaður í væmnum tilgangi í kvikmyndum, í stað Guðs. Þegar nýgift brúðhjón ganga saman hönd í hönd út kirkjugólfið er brúðarmars Felix Mendelssohn oftast leikinn á orgel sem útgöngu- sálmur. Hann var saminn árið 1842 fyrir leikrit Shakespeares, Draum á Jónsmessunótt. Brúðarmarsinn var fyrst fluttur við brúðkaup þegar Dorothy Carew var gefin Tom Dani- el í Englandi 1847, en náði ekki vin- sældum fyrr en Viktoría krónprins- essa, dóttir Viktoríu Bretadrottning- ar, valdi hann fyrir brúðkaup þeirra Friðriks Vilhjálms prins af Prúss- landi 1858. 9. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● brúðkaupsgjafi r Brúðarmars Wagners er oftast leikinn sem inngöngumars og brúðarmars Mendels- sohns sem útgöngumars við hjónavígslu. Brúðarmarsarnir umdeildir Skartgripahönnuðurinn Guð- björg Ingvarsdóttir hjá Aurum hefur síðustu árin slegið í gegn með skartgripalínum sínum. Guðbjörg hefur nú hannað brúðarskart sem passar inn í valdar eldri skartgripalínur hennar. „Brúðarskartið samanstendur af hárkömbum, hárspöngum og hárpinnum en mér fannst vanta einhvers konar framhald af skartinu sem ég hef hannað áður, sem hægt væri að nota í hárið. Þannig geta þær sem eiga skart úr þessum línum notað hár- skrautið auðveldlega við skart- gripina þar sem sama mynstur er í þeim og í eldri línum, svo sem Hafinu og Dögg,“ segir Guð- björg. Perlur og silfur urðu fyrir valinu við hönnun skrautsins. „Silfur og perlur tóna mjög vel við klassíska hvíta brúðarkjól- inn en skrautið er mjög rómant- ískt og kvenlegt. Við erum svo að bæta við giftingarhringum í verslunina en ég er að leggja lokahönd á nýtt úrval af klass- ískum og svo nútímalegri gift- ingarhringum. Sýning á brúðar- skartinu verður sett upp í versl- unarglugganum í Bankastræti nú í vikunni og verður komin á fimmtudag.“ - jma Silfur og perlur við kjólinn Sýning á brúðarskarti Guðbjargar í verslunarglugga Aurum í Bankastræti verður komin upp síðar í þessari viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Silfur er ekki algengt í hárskrauti og því mikill fengur að skarti Guðbjargar. Perlur eiga mikið upp á pallborðið núna og gefa skartinu rómantískan blæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Brúðarskart eftir Guðbjörgu Ingvarsdótt- ur skartgripahönnuð. ● HJÓNAKÆRLEIKUR BESTA GJÖFIN Gjafir geta verið bæði áþreifanlegar og ósýnilegar – efnislegar og huglægar. Bestu gjafirnar á hinum helga giftingardegi eru þær sem brúðhjónin gefa hvort öðru með heitum sínum um ást og tryggð þar til dauðinn aðskilur þau. Þær gjafir skipta öllu máli þegar út í lífið kemur og amstur hversdagsins tekur við. ● DANS OG DEKUR Þeir sem eiga í vandræðum með að finna út skemmtilega gjöf handa brúðhjónunum, ættu að velta fyrir sér að stíla inn á áhugasvið viðkomandi. Til að mynda er alveg tilvalið að gefa ein- hvers konar námskeið, svo sem í dansi, myndlist, skapandi skrifum eða matreiðslu, eða miða í leikhús eða óperuna, allt eftir því hvað hverjum og einum finnst gaman að gera. Að sama skapi er ekki úr vegi að gefa brúð- hjónunum dekur í brúðkaupsgjöf, svo sem nudd eða miða í jarðböðin í Mývatnssveit eða Bláa lónið. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.