Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 38
22 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn KK spilar á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína síðar í mánuðinum. Með honum í för verður hljómsveit skip- uð þeim Eyþóri Gunnarssyni, Ásgeiri Óskarssyni, Guðmundi Péturssyni og Sölva Kristjáns- syni, syni KK. „Það er mjög gaman að koma þangað,“ segir KK sem hefur tvívegis áður komið til Sjanghæ. Þetta er jafnframt fjórða ferða- lagið hans til Kína. Síðast kom hann til Sjanghæ fyrir fimm árum með Magga Eiríks og spiluðu þeir á menningarhátíð í borginni við mjög góðar undirtektir. „Við urðum frægir í smátíma í Sjang- hæ,“ segir hann og hlær. KK og félagar fljúga út til Lond- on á föstudaginn og fara þaðan til Kína. „Þetta verða alla vega tvenn- ir tónleikar. Við spilum 17. júní inni á svæðinu og síðan verða litlir tónleikar fyrir Íslendinga í litlum klúbbi.“ Heimkoma er síðan áætluð 22. júní og mun hópurinn vafalítið hafa frá mörgu skemmtilegu ævin- týrinu í Sjanghæ að segja. - fb KK til Sjanghæ í þriðja sinn KK Tónlistarmaðurinn knái spilar á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína síðar í mánuðinum. Upp mín sál! er uppistandshópur á vegum Listhópa Hins hússins sem mun skemmta bæði borgarstarfs- mönnum og gangandi vegfarendum í sumar. Hópurinn hyggst prófa sig áfram með annars konar grín og má þar nefna söng og leikin atriði. Í hópnum eru þau Gunnar Jónsson, nem- andi í ritlist við Háskóla Íslands, Saga Garðars- dóttir, leiklistarnemi við Listaháskóla Íslands, Ugla Egilsdóttir, nemi í fræði og framkvæmd við LHÍ, og Þórdís Nadia Óskarsdóttir, kvik- myndafræðinemi við HÍ. „Við Ugla kynntumst Gunnari á múslima- ráðstefnu í Þýskalandi og fannst hann afskap- lega fyndinn. Við erum öll mjög hrifin af húmor hver annars og ákváðum því að sækja um skapandi sumarstarf Hins hússins og vera með grín og glens í allt sumar,“ segir Saga Óskarsdóttir sem hefur séð um vinsælt kvennauppistand á Næsta bar í vetur ásamt Nadíu og Uglu. Að sögn Sögu fer mikill tími í undirbúning hjá hópnum en tekur fram að sá tími sé afskap- lega skemmtilegur enda mikið hlegið. „Við sitj- um bara og grínumst og eyðum miklum tíma í að sigta einkahúmorinn úr svo allir geti hlegið með okkur. Við erum oftast búin að ákveða um hvað við ætlum að fjalla hverju sinni þó við spinnum líka mikið í kringum það. Við Ugla höfum einnig verið að gera gamanlög og ætlum að reyna að þróa það svolítið meira í sumar auk þess sem við verðum með sketsa á Facebook.“ Saga segir hópinn ekki feiminn enda ríki sannur listandi innan hans og telja þau óhugs- andi að fólk deili ekki skopskyni þeirra. „Það gæti aldrei gerst að fólk hlægi ekki að okkur. Og ef það gerðist væri það bara fyndið, við gætum hlegið að því eftir á og jafnvel notað það sem efnivið í næsta uppistand,“ segir hún að lokum kampakát. Hægt er að panta hópinn til að fara með uppi- stand á vinnustöðum með því að senda fyrir- spurn á vefpóstinn ragnar.isleifur@gmail.com. - sm Hrifin af húmor hver annars GLAÐBEITTUR HÓPUR Uppistandshópurinn Upp mín sál! mun skemmta borgarstarfsmönnum og gangandi vegfarendum í sumar með skemmtilegu gríni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sjö ára gömul dóttir bandaríska leikarans Dennis Hopper missti af jarðarför föður síns. Galen Hopper heldur því fram að móðir henn- ar, Victoria Duffy, hafi meinað sér að koma. „Þetta er bara sjö ára stelpa sem var að missa pabba sinn,“ segir heimildarmað- ur vefsíðunnar The Daily Beas. Því er jafnframt haldið fram að móðirin noti Galen sem peð í barátt- unni við fjölskyldu Hoppers. Missti af jarðarförinni > EKKI VELKOMINN Bandaríski söngvarinn Chris Brown er ekki velkominn til Bretlands. Fyrir rúmu ári var Brown fundinn sekur um gróft ofbeldi gegn þáver- andi kærustu sinni, söngkon- unni Rihönnu, og vilja bresk yfirvöld því meina honum inn- göngu inn í landið. Brown hafði ætlað að halda tónleika í landinu en ekkert verður úr þeim áformum núna. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Hafðu samband

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.