Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 46
30 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT: 2. vag, 6. gangþófi, 8. nögl, 9. lærir, 11. í röð, 12. sykurefni, 14. einskis, 16. hvað, 17. flík, 18. hylli, 20. mun, 21. yfirbragð. LÓÐRÉTT: 1. kvenflík, 3. í röð, 4. dagatal, 5. gláp, 7. dyljast, 10. gerast, 13. bein, 15. högg, 16. rámur, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. kjag, 6. il, 8. kló, 9. les, 11. mn, 12. sykra, 14. neins, 16. ha, 17. fat, 18. ást, 20. ku, 21. stíl. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. jk, 4. almanak, 5. gón, 7. leynast, 10. ske, 13. rif, 15. stuð, 16. hás, 19. tí. Eiður Smári komst yfir í baráttu sinni við tvo fjölmiðla í gær því breska blaðið Daily Star birti afsök- unarbeiðni á síðu sinni vegna fréttar um að Eiður hefði heilsað að sið nasista á bar í London. Eiður sagðist einfaldlega hafa verið að segja brandara og Fréttablaðið upplýsti hver brandarinn væri en hann fjall- aði um Mexíkóa með skegg. Eiður stendur sem kunnugt er í málaferlum við DV vegna frétta um fjárhagsmál hans. Það mál virðist einhvern veginn hafa gufað upp en þar myndi Eiður mæta Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, gamalli kempu úr Fram, sem hyggst verja bróður sinn, fréttastjórann Inga Frey Vil- hjálmsson. Þá má ekki gleyma því að Eiður íhugaði málsókn á hendur The Sun í Bretlandi vegna frétta um að hann hefði átt vingott við fyrrverandi unnustu Wayne Bridge, gamals liðs- félaga síns hjá Chelsea. Meira knattspyrnutengt því HM í knattspyrnu byrjar að rúlla á föstudaginn. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson heldur um stjórn- völinn í HM-þætti RÚV. Þorsteinn hefur valið HM-lag sem mun óma í imbakössum þjóðarinn- ar næsta mánuðinn en það er Union City Blue með Blondie en meðal efnis í fyrsta þættinum verður viðtal við hinn goðsagnakennda Graham Taylor, fyrrverandi lands- liðseinvald enska lands- liðsins. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Eldsmiðjan er klárlega besti bitinn sem hægt er að fá. Ég fæ mér bara misjafnt á pitsuna eftir því í hvernig skapi ég er.“ Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handbolta. „Það væri ógeðslega gaman ef Besti flokk- urinn næði að fella repúblikana í Kaliforn- íu. Það myndi alveg gera daginn, þann dag- inn,“ segir Jón Gnarr, næsti borgarstjóri í Reykjavík. „Myndi það þýða að Arnold Schwarzenegger kæmi á eftir mér, alveg brjálaður?“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að bandaríski athafnamaðurinn Jonathan Tapl- in útilokaði ekki að stofna Besta flokkinn í Hollywood. Taplin hefur fest kaup á léninu thebestparty.org, en ríkisstjórnarkosningar í Kaliforníu fara fram í nóvember. Jón fagn- ar hugmyndum Taplins. „Ekki spurning. Ekki síst ef hann býður mér til Kaliforníu í nóvember,“ segir Jón. „Ég hefði ekkert á móti því að vera í Kali- forníu í nóvember. Einar Örn [2. borgarfulltrúi Besta flokksins], talar reiprennandi ensku. Þetta er algjörlega fullkomið.“ Jonathan Taplin hefur unnið með mönnum á borð við Bob Dylan og Eric Clapton. Hann var á land- inu á dögunum og bað um að fá að hitta Jón, en þeir náðu ekki að koma á fundi. Jón segist finna fyrir áhuga á Besta flokknum frá útlönd- um. „Það er líka fólk í Hollandi og Ungverjalandi sem vill stofna Besta flokk- inn,“ segir hann og bætir við á óaðfinn- anlegri ensku: „We‘re going global.“ - afb Fagnar mögulegu framboði í Kaliforníu TORTÍMANDINN Það er aldrei að vita nema Besti flokkurinn verði sjálfum Arnold Schwarz- enegger að falli. „Við höfum alltaf litið á hana sem konu þannig að þetta kemur ekki til með að hafa nokkur áhrif á sambandið okkar,“ segir Baldvin Vigfússon. Vala Grand, kærasta Baldvins, fékk ósk sína loks uppfyllta þegar hún gekkst undir aðgerð og fékk leiðréttingu á kyni sínu á sunnudag á Landspítalanum í Fossvogi. Lækn- irinn Gunnar Krant kom til lands- ins frá Svíþjóð til að framkvæma fjórar kynleiðréttingaraðgerðir – þar af tvær á Íslendingum. Minnst níu Íslendingar hafa farið út til hans í slíkar aðgerðir undanfar- in ár, en hann er sagður vera einn færasti sérfræðingur Norðurland- anna á þessu sviði. Baldvin segir að þeim líði báðum vel með að þetta sé loksins búið. „Hún kemur til með að þurfa að vera á spítala í tvær vikur, en henni líður vel og er hress,“ segir Baldvin. Aðgerðin tók um fjóra og hálfan tíma og segir Baldvin bið- ina hafa verið erfiða. Hann var hjá henni þegar hún vaknaði sátt og glöð eftir þessa erfiðu aðgerð. Þrátt fyrir að hafa lifað sem kona síðast- liðin ár var það alltaf ósk Völu að koma þessari leiðréttingu í gegn og verða kona á líkama jafnt sem sál. Elísa Björg Örlygsdóttir Husby, formaður félagsins Trans Ísland, segir kynleiðréttingarferlið taka um tvö til þrjú ár. „Ferlið skipt- ist í eitt ár þar sem einstaklingur er aðeins í kynhlutverkinu,“ segir hún. „Eftir það fer eitt og hálft ár í hormónameðferð áður en hægt er að fara í aðgerðina.“ Elísa Björg segir að það sé mjög persónubundið hvernig einstakl- ingum líði í hormónameðferðinni og eftir aðgerð, en almennt sé það erfitt og reyni mikið á einstakl- inginn. „Auk þess skipta bak- hjarlarnir hjá hverjum og einum miklu máli,“ segir hún. Ekkert nýtt og merkilegt tekur við hjá einstaklingnum eftir aðgerðina að mati Elísu, enda heldur fólk áfram að lifa lífi sínu − mætir í vinnu og stundar félags- líf. Eini munurinn er sá að búið er að leiðrétta það sem var ekki rétt. „Mig langaði til að standa út á götu og öskra. Ég var loksins orðin ég,“ segir Elísa. „Þetta er staðfestingin á einstaklingnum. Staðfesting á hver við erum.“ linda@frettabladid.is BALDVIN VIGFÚSSON: VÖLU GRAND LÍÐUR VEL EFTIR AÐGERÐINA Kynleiðréttingin hefur engin áhrif á sambandið VALA OG BALDVIN Baldvin segir aðgerðina ekki koma til með að breyta nokkru í sambandinu. Vala hefur alltaf verið kona í þeirra augum. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR HUMAR HUMAR 2000 KR.KG. EIGUM TIL MARKÍL Í BEITU FYRIR VEIÐIMENNINA Kvikmyndahúsið Regnboginn í miðbæ Reykjavíkur stendur autt. Sena hefur hætt starfsemi í húsinu en nokkrir hafa reynt að finna flöt á því að komast inn í húsið með starfsemi og leitað hjálp- ar hjá Reykjavíkurborg. Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri kvikmynda- húsa Senu, segir að tækjabúnaður til kvikmyndasýninga verði ekki mikið lengur en í mánuð í húsinu. „Ef það verður ekkert farið að gerast í haust verða tækin sett í endurnýjun á búnaði í öðrum húsum okkar,“ segir hann. Jón segir viðræður þó enn þá í gangi en þær strandi ávallt á fjármagnsskorti þeirra sem vilja komast inn í Regnbog- ann. „Við héldum að þetta væri að hafast fyrir helgi,“ segir hann. „Það er voða erfitt að segja hvað klikkaði, menn eru að hafa hægt um sig vegna ástandsins.“ - afb Regnboginn rýmdur í sumar REGNBOGINN ÓSKAR EFTIR GULLPOTTI Eitt elsta kvikmyndahús landsins stendur nú autt í miðbæ Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hann er frá Ólafsfirði. 2 Engan. 3 Þingmenn Hreyfingarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.