Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 12
12 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild bresku lög-
reglunnar hefur til rannsóknar nokkur eign-
arhaldsfélög sem tengjast viðskiptavinum og
fyrrverandi stjórnendum hjá Kaupþingi í Bret-
landi og lánveitingar til kaupa á skuldatrygg-
ingum upp á hálfan milljarð evra í aðdraganda
bankahrunsins fyrir tæpum tveimur árum.
Á meðal þeirra sem eru undir smásjá lög-
reglunnar eru þau Kevin Stanford og Karen
Millen, sem stofnuðu tískuvörukeðju í nafni
Millen, og Tony Yerolemou, fyrrverandi for-
stjóri Katsouris Fresh Foods, sem seldi félag-
ið til Bakkavarar árið 2001. Hann var jafn-
framt stjórnarmaður í Bakkavör og um tíma
hjá Kaupþingi. Stanford hefur um árabil átt
í nánum viðskiptum við Baug og FL Group.
Hann var um tíma fjórði stærsti hluthafi
Kaupþings en einn af stærstu skuldurum hans
á sama tíma.
Breskir fjölmiðlar sögðu um helgina rann-
sókn lögreglunnar þar í landi hafa byrjað í
desember í fyrra og snúi hún öðru fremur
að viðskiptum Kaupþings og aflandsfélögum
fimm stærstu viðskiptavina þess. Þremenning-
arnir sem áður eru nefndir eru á meðal þeirra.
- jab
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar lánveitingar:
Skoðar fimm viðskiptavini Kaupþings
FORSTJÓRINN Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, er hann kom úr
skýrslutöku sérstaks saksóknara í síðasta mánuði.
GELDINGANES Slæm umgengni hefur
verið vandamál á svæðinu.
SAMGÖNGUR Veginum út í Geld-
inga nes yfir Eiðsvík hefur verið
lokað fyrir bílaumferð. Slæm
umgengni á svæðinu varð til
þess að grjóthleðslu var komið
fyrir á miðjum veginum í vetur.
Grjóthleðslunni var nýlega
hrundið til hliðar en starfsmenn
Reykjavíkurborgar brugðust við
fyrr í vikunni og strengdu keðju
yfir veginn, að sögn Guðbjarts
Sigfússonar hjá skrifstofu
Gatna- og eignaumsýslu Reykja-
víkurborgar.
Vegurinn er enn opinn gang-
andi vegfarendum en Geldinga-
nes er vinsælt útivistarsvæði
meðal íbúa Grafarvogs. - mþl
Samgöngur í Reykjavík:
Lokað fyrir
bílaumferð út í
Geldinganes
PÁFINN KVEÐUR Benedikt páfi XVI.
yfirgefur messu í Níkósíu á Kýpur á
þriðja og síðasta degi heimsóknar
sinnar til eyjarinnar. NORDICPHOTOS / AFP
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
FRÉTTASKÝRING
Hvernig standa Vinstri græn eftir
sveitarstjórnarkosningarnar?
VG hefur opinberlega lýst yfir bæði
ánægju með aukinn fjölda sveitar-
stjórnarfulltrúa eftir kosningarn-
ar og vonbrigðum með skellinn
sem flokkurinn fékk, sérstaklega í
þéttbýlinu. Svipað hljóð er í innan-
flokksmönnum, þótt því sé ekki að
leyna að vonbrigðin eru víðast meiri
en ánægjan.
VG tapaði fylgi milli sveitar-
stjórnarkosninga eins og hinir
gömlu flokkarnir, eða þremur pró-
sentustigum. Fór úr 12,6 prósentum
í 9,6 á landsvísu.
Þegar litið er til síðustu alþingis-
kosninga er skellurinn þó meiri, því
þá fékk hann 21,7 prósent á lands-
vísu. Hann hefur helmingast og
kemur því verr út úr þeim saman-
burði en hinir flokkarnir. Hér skal
þess getið að ekki er tekið tillit til
fylgis sameiginlegra framboða, þar
sem VG skipaði hluta listans, en þau
gengu víða vel.
Mest eru vonbrigðin í Reykja-
vík. Kosningabaráttan í höfuð-
borginni fór fram í skugga for-
valsdeilna tveggja efstu manna og
bendir viðmælandi á að Þorleifur
Gunnlaugsson, sem var í öðru sæti,
hafi verið nær ósýnilegur í barátt-
unni. Helsta athygli hafi svo vakið
óheppileg ummæli Sóleyjar Tóm-
asdóttur um barnauppeldi. Sóley
þótti hins vegar standa sig mjög vel
í sjónvarpsviðtölum.
En stemmingin var einfaldlega
ekki góð í Reykjavík. Illa mun
hafa gengið að ná í sjálfboðaliða og
margt unnið á síðustu stundu.
Þau Sóley og Þorleifur þykja
ekki jafn sterkir frambjóðendur
og Svandís Svavarsdóttir og Árni
Þór Sigurðsson voru 2006. Einn
gamalreyndur VG-maður telur að
þau eigi að hugsa sinn gang. Ætla
Sóley og Þorleifur að leiða listann
2014? Ef ekki, væri best að þau
hleyptu öðrum að.
Þetta skýrir ekki allt. Besti flokk-
urinn rassskellti alla flokka í Reykja-
vík með því að bjóða upp á þekkt og
yfirleitt vinsælt fólk sem var ekki
óhreinkað af þátttöku í pólitík, og
með nýrri, óhefðbundinni nálgun,
sem gerði lítið úr þeirri gömlu. VG
var ekki tilbúið í Jón Gnarr frekar
en aðrir flokkar. Ekki heldur í Lista
fólksins á Akureyri.
Svo virðist sem flokkurinn hafi
talið sig geta treyst á vinstrisveiflu
í þjóðfélaginu, rannsóknarskýrslu
og slæma stöðu annarra flokka
vegna stjórnarþátttöku og styrkja-
mála í góðærinu. VG ber jú minnsta
ábyrgð fjórflokksins á hruninu,
enda mannaði það fáar valdastöður
í aðdraganda þess.
En kjósendur eru óþolinmóðir og
hafa að líkindum látið erfiðleika í
landsmálum stjórna sér nokkuð í
kjörklefanum. VG er búið að vera
við völd síðan í febrúar 2009 við
afar erfiðar aðstæður. Þá þykir
sumum að VG hafi verið fljótt að
tileinka sér miður góða starfshætti
valdaflokks. VG hafi sýnt að það er
eins og allir hinir.
Innra starf í flokknum hafi verið
vanrækt á stjórnartímanum og
almenningur upplifi ekki ríkis-
stjórnina sem „stjórn fólksins“. Lítil
rótttækni sé í því að leyfa bönkum
og skilanefndum að vera ríki í rík-
inu meðan heimilin borga reikninga
útrásarvíkinga.
Ögmundur Jónasson þingmaður
segir að Besti flokkurinn hafi gefið
kjósendum tækifæri til að „taka
þátt í uppreisn á kjörstað“. Kjós-
endur hafi mótmælt stjórnmála-
hefð fjórflokksins, VG sem annarra.
„Þeir eru að segja að það gangi ekki
að segja eitt fyrir kosningar og gera
annað eftir þær,“ segir Ögmundur.
Krafa kjósenda sé um aukið beint
lýðræði og opinskárri umræðu.
Einn viðmælandi telur að ESB-
umsóknin og þáttur VG í henni
hafi staðið í mörgum. Það eitt og
sér skýrir þó ekki að verr gangi í
þéttbýli en dreifbýli, þar sem meiri
andstaða er við ESB. Þó skal hald-
ið til haga að í Norðvesturkjördæmi
ESB-andstæðinganna Jóns Bjarna-
sonar og Ásmundar Einars, gekk
VG mjög vel.
Hvorki Ögmundur Jónasson né
aðrir viðmælendur líta svo á að
formaðurinn, Steingrímur J. Sig-
fússon, þurfi að huga að stöðu sinni
persónulega. Einn orðar það svo að
vandfundinn sé sá formaður sem
njóti jafn mikils stuðnings, allt að
níutíu prósent, innan síns flokks.
Flestir telja þó að eitthvað þurfi að
breytast. Hvað það er nákvæmlega
sé ekki gott að segja. Flokkurinn
þurfi í það minnsta að íhuga hvern-
ig hann geti sett upp girðingu milli
sín og annarra í fjórflokknum.
klemens@frettabladid.is
VG skoði sín mál vandlega
LÍTA TIL ALLRA ÁTTA Hér sjást þeir Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson og Steingrím-
ur Jóhann Sigfússon. Margir í VG klóra sér nú í hausnum og leita skýringa á gengi
flokksins í kosningunum, sem var langt undir væntingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM