Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 8
8 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Ríkisstjórnin er að tryggja að allur herkostnaður við útrásina og efnahagshrunið lendi á íslensk- um almenningi, sagði Eygló Harð- ardóttir, Framsóknarflokki, í umræðum um skuldavanda heim- ilanna á Alþingi í gær: „Þetta er ríkisstjórn alþjóðlegs auðmagns, ekki norrænnar velferðar.“ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, var annarrar skoðunar og sagði aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar vega upp hrun heils efnahags- kerfis. Ágætur árangur hafi náðst á alla mælikvarða, þótt betur megi ef duga skuli. Í janúar 2008 hefðu 20 prósent íslenskra heimila átt í vanda, nú sé hlutfallið 23 prósent. Í stað þess að hrunið hefði fjölg- að fjölskyldum í fjárhagserfið- leikum um 9.000 sé fjölgunin lítil sem engin. „Frá hruninu hefur verið gripið til fimmtíu mismun- andi úrræða,“ sagði Jóhanna og að ríkið hefði varið tugum milljarða í þágu skuldugra heimila. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar, sagði að í tölum Jóhönnu væri ekki horft til kostnaðar heimilanna við trygg- ingar, fasteignagjöld, námslán, síma, skólagöngu barna og margt fleira. Um helmingur fjölskyldna sé í vanda. Þörf fyrir almenna skuldaleiðréttingu blasi við og svigrúm sé til slíkra aðgerða. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, sagði að almennar leiðréttingar væru freistandi en myndu kosta Íbúðalánasjóð, Lána- sjóð íslenskra námsmanna og tvo stærstu lífeyrissjóði landsins 150 milljarða króna. Það væri of mikið og hefði þýtt hærri skatta, minni samfélagsþjónustu og lægri líf- eyri fyrir íslensk heimili. Vanskil séu nú ekki meiri en voru á árinu 2004. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þá framtíð blasa við mörgu ungu fólki að tekjur dygðu rétt til að greiða afborganir af íbúðaláni sem er hærra en verðmæti fasteignar- innar. Nú þyrfti að hætta að ríf- ast um hver ætti bestu hugmynd- ina og grípa til aðgerða. „Tregða til að taka á skulda- vandanum dýpkar fjármálakrepp- una,“ sagði Lilja Mósesdóttir, VG. Stór hluti heimila sjái ekki aðra leið en gjaldþrot. Jóhanna Sigurð- ardóttir gerði athugasemdir við þau orð Lilju að boðaðar aðgerð- ir um sértæka skuldaaðlögun, umboðsmann skuldara og bílalán hefðu lítið að segja. Jóhanna sagði ótrúlegt að heyra stjórnarþing- mann tala með þeim hætti. peturg@frettabladid.is Almenningur ber allan herkostnaðinn Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð að vega upp hrun efnahags- kerfisins. Fjöldi heimila í vanda sé svipaður og fyrir hrun. Allur herkostnaður vegna útrásar og hrunsins lendir á almenningi, segir Eygló Harðardóttir. SEGIR ÁRANGUR HAFA NÁÐST „Hér var ekki forsætisráðherra að vekja von í brjóstum þeirra þúsunda Íslendinga sem eiga í miklum skuldavanda,“ sagði Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, að lokinni ræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Unnur Brá sagðist sakna framtíðarsýnar frá forsætisráðherra um hvernig heimilin eigi að byggja sig upp eftir hrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið HJÓL FYR IR ALLA F JÖLSKYLD UNA TÖKUM N OTUÐ VE L MEÐ FARIN HJÓ L UPPÍ NÝ SKIPTIMA RKAÐUR MEÐ NOTU Ð REIÐHJÓ L 20% AFSL ÁTTUR AF AUKABÚN AÐI Á HJÓ L DÝRALÍF Hnúfubakskýr hittast árlega í St. Lawrence flóa undan Kanada til að synda um og leita að fæðu saman. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í Journal of Behavioral Ecology and Sociobiology. Lengi hefur verið vitað að tannhvalir svo sem búrhvalir hafa samband sín í milli en hingað til hefur verið talið að skíðishvalir, sem eru stærri, væru ekki eins félagslyndir. Hnúfubakarnir verja stærstum hluta ársins í að ferðast um í leit að maka en þegar sumarið hefst hafa kýrnar einhvern veginn hver uppi á annarri og verja síðan árstíðinni saman í leit að fæðu. Lengsta vin- áttusambandið sem rannsóknar- teymið varð vitni að varði í sex ár en vinatengslin voru alltaf á milli hnúfubakskúa á svipuðum aldri. Dr. Christian Ramp leiðir rann- sóknarteymið en í samtali við BBC sagði hann að niðurstöðurn- ar hefðu komið sér verulega á óvart. Hann telur líklegt að kýrn- ar myndi þessi tengsl til að auka skilvirkni fæðuöflunar en rann- sóknin bendir til þess að þær kýr sem mynda flest og lengst tengsl eignist flesta kálfa. - mþl Ný rannsókn um hegðun skíðishvala: Hnúfubakar mynda vinatengsl EISTLAND Ákveðið hefur verið að Eistland taki upp evruna í byrj- un næsta árs, þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af framtíð evrunnar. Fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsins samþykktu þetta á fundi sínum í Brussel. „Auðvitað höfum við áhyggj- ur,“ segir Kalev Vapper, talsmað- ur eistnesku stjórnarinnar, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „En við gáfum loforð okkar um að ganga í evrubandalag- ið, og getum ekki gengið á bak þeirra orða núna. Heiðarlegt fólk stendur við orð sín.“ Vapper segir Eista eigi að síður sannfærða um að evran ráði við erfið- leikana sem nú steðja að, sem me ð a l a n n - ars eru vegna ástandsins í Grikklandi. Eistland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004, en hefur verið með mynt sína tengda evrunni allar götur síðan 1999. Aðildinni fylgir að evran verður mynt landsins um leið og öllum skilyrðum evrusvæðisins um ríkisskuldir, fjárlagahalla, verðbólgu og fleira er fullnægt. Upphaflega gerði Eistland sér vonir um að taka upp evruna árið 2007, en það hefur dregist vegna hárrar verðbólgu í Eistlandi. Samdráttur í Eistlandi í kjöl- far heimskreppunnar 2008 varð hins vegar til þess að mjög dró úr verðbólgu í landinu, svo hún er nú komin vel niður fyrir við- miðunarmörk evrusvæðisins. - gb Eistar taka upp evru um næstu áramót þrátt fyrir áhyggjur af stöðu evrunnar: Ganga ekki á bak orða sinna TOOMAS HENDRIK ILVES FÉLAGSVERUR Ekki er vitað hvernig hnúfubakarnir finna hver annan. SAMFÉLAGSMÁL Rúmlega fjögur af hverjum fimm börnum lutu sam- eiginlegri forsjá foreldra sinna á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Árið 2009 var forsjá barna eftir skilnað þannig fyrir komið að 487 börn nutu sameiginlegrar forsjár foreldra sinna, 74 börn nutu ein- ungis forsjár móður en níu börn einungis forsjár föður. Frá árinu 2002 hefur sameigin- leg forsjá verið algengust hér á landi eftir skilnað foreldra en það varð fyrst mögulegt árið 1992. - mþl Nýjar tölur um skilnaðarbörn: Flest í sameig- inlegri forsjá 1 Vilhjálmur Þór Davíðsson er nýkrýndur Hr. Hinsegin. Hvað- an er hann? 2 Hvað hefur KR sigrað í mörg- um leikjum í Pepsi-deild karla? 3 Þingmenn hvaða stjórnmála- flokks mæta best á nefndar- fundi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.