Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 34
18 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar
Gyða Jónsdóttir
hjúkrunarheimilinu Eir , Hlíðarhúsum
7, áður Jökulgrunn 26 Rvk.
lést laugardaginn 5. júni 2010. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. júni kl. 13°°
Jón K. Þórðarson Úndína Gísladóttir
Fanney M. Þórðardóttir Magnús Björnsson
Þóranna Þórðardóttir
Þórður Þórðarson Kristín Sæmundsdóttir
Ágúst Þórðarson Edda Ólafsdóttir
Ingi Gunnar Þórðarson Hafdís Herlgadóttir
Börn og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Gísli Guðmundsson
fyrrverandi verkstjóri hjá
Reykjavíkurborg, til heimilis að
Kristnibraut 43, Reykjavík,
lést aðfaranótt 8. júní á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi. Útför verður auglýst síðar.
Þorleifur Gíslason Ásdís Jónsdóttir
Stefanía Vigdís Gísladóttir Magnús Ingimundarson
Guðmundur Gíslason Hafrún Hrönn Káradóttir
Guðrún Torfhildur Gísladóttir Magnús Atli Guðmundsson
Guðbjörg Þórey Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
Magnþóra Kristín
Þórðardóttir
lést að morgni 2. júní á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Neskirkju fimmtu-
daginn 10. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sveinbjörn Árnason
Ingibjörg Þ. Sveinbjörnsdóttir Guðmundur B. Jóhannsson
Árni Sveinbjörnsson Marianne Sveinbjörnsson
Sveindís M. Sveinbjörnsdóttir Óskar Sigurbjörnsson
Sigrún I. Petersen Ingolf J. Petersen
Díana S. Sveinbjörnsdóttir Jón Þ. Traustason
Kolbrún L. Sveinbjörnsdóttir Stefán Halldórsson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Auðbjörg
Guðmundsdóttir
Illugastöðum Vatnsnesi,
lést mánudaginn 31. maí á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands Hvammstanga. Útför hennar fer fram frá
Tjarnarkirkju Vatnsnesi mánudaginn 14. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvennaband
V-Hún og hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar
Hvammstanga.
Jónína Ögn Jóhannesdóttir Birgir Jónsson
Guðmundur Jóhannesson Bjarney G.
Valdimarsdóttir
Árni Jóhannesson Anna Olsen
Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir Jóhann Ingi Haraldsson
Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson Þorbjörg
Ásbjarnardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Hallur Sigurbjörnsson
fv. skattstjóri, Grundargerði 3d
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 6. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
24. júní kl. 13.30.
Aðalheiður Gunnarsdóttir
Sigurbjörn Hallsson Ane Thomsen
Margrét Hallsdóttir Kristinn Einarsson
Gunnar Hallsson
Friðrik Haukur Hallsson Angelika Woldt-Hallsson
Þórarinn Óli Hallsson Karin Rova
Hallur Heiðar Hallsson
Hlynur Hallsson Kristín Þóra Kjartansdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
Friðgeirs Bjarnar
Valdemarssonar
bifreiðastjóra
Mýrarvegi 113, 600 Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lyfjadeildar FSA
fyrir einstaka alúð og umönnun.
Gyða H. Þorsteinsdóttir
Valdís M. Friðgeirsdóttir Jón Sigþór Gunnarsson
Valdemar Þ. Friðgeirsson Sveinbirna Helgadóttir
Edda S. Friðgeirsdóttir Kristinn Björnsson
Gunnhildur G. Friðgeirsdóttir Anders Larsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Arnheiðar Helgu
Guðmundsdóttur
Vallholti 16 Selfossi (áður Sólbergi
Stokkseyri).
Anna Jósefsdóttir Ingibergur Magnússon
Guðmundur Jósefsson Arndís Lárusdóttir
Sigmundur Sigurjónsson
Ólafur Jósefsson Rósa Kristín Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
JOHNNY DEPP ER 47 ÁRA Í DAG.
„Þú notar peninga til að
kaupa þér næði vegna
þess að stærstan hluta
lífs þíns mátt þú ekki vera
venjulegur.“
Bandaríski leikarinn Johnny
Depp hætti í skóla ári eftir
skilnað foreldra hans. Hann
reyndi þó að byrja aftur en
skólastjórinn sagði honum
að láta draum sinn rætast og
verða tónlistarmaður.
Andrés Önd
birtist fyrst í
teiknimynd-
inni Litla vitra
hænan 9.
júní 1934 en
reyndar var
minnst á hann
í Disney-bók frá
árinu 1931. Til-
urð Andrésar er
rakin til þess að
Mikki mús var orðinn fyrirmynd
fyrir börn en Walt Disney lang-
aði í persónu sem gæti sýnt
neikvæðari skapgerðareinkenni.
Andrés frá
árinu 1934 er
svipaður því sem
hann er í dag.
Litur fjaðranna og
goggsins er eins,
auk þess er bláa
sjóaraskyrtan og
hatturinn líka
til staðar. Hann
er þó lengri,
bústnari og fætur
hans eru minni. Persónuleiki
Andrésar hefur ekki heldur
breyst á þessum 76 árum frá
frumsýningu hans.
ÞETTA GERÐIST: 9. JÚNÍ 1934
Andrés önd birtist fyrst
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
AFMÆLI
HELGI HJÖRVAR alþingismaður
er 43 ára.
GUÐNI MÁR HENNINGSSON
útvarpsmaður er 58 ára.
Guðfinna Pétursdóttir dúxaði á fyrstu brautskráningu stúd-
enta frá Menntaskóla Borgarfjarðar á laugardag. Skólinn
var settur í fyrsta sinn 22. ágúst 2007 en nám við skólann
tekur þrjú ár.
„Þetta var óvænt, ég bjóst ekki við þessu,“ segir Guðfinna
Pétursdóttir, átján ára nýstúdína, sem hefur þurft að ferðast
um áttatíu kílómetra á dag til að sækja skólann. „Ég bý rúm-
lega fjörutíu kílómetra frá skólanum. Þannig að ég þurfti
alltaf að finna mér far fram og til baka. Það var púsluspil,“
segir Guðfinna sem býr á bænum Helgavatni í Þverárhlíð.
Innt eftir því hvað hafi dregið Guðfinnu í nýstofnaðan
Menntaskóla Borgarfjarðar segir hún: „Mig langaði að
halda áfram að vera heima af því að heimavist heillaði mig
ekki. Ég æfi líka á píanó og mig langaði að halda því áfram.
Þannig að þetta var eiginlega kjörið tækifæri,“ útskýrir
Guðfinna sem lék einmitt einleik á píanó við útskriftina,
verk sem hún tileinkaði stúdentshópnum.
Guðfinna lýsir samstúdentum sínum sem hálfgerðum
tilraunahópi en 22 stúdentar útskrifuðust af félagsfræði-
eða náttúrufræðibraut á laugardag. „Þetta var mikil lífs-
reynsla og það þjappaði okkur saman að við vorum öll svona
tilraunadýr. Við krakkarnir í útskriftarhópnum erum öll
bestu vinir,“ upplýsir Guðfinna sem segir gott að hafa verið
í svona litlum árgangi. „Þá fær hvert okkar persónulegra
nám og þetta er svona skemmtilegra.“
Guðfinna segir að það eigi eftir að koma í ljós í háskólan-
um hvort það borgi sig að taka þriggja ára námið í Mennta-
skóla Borgarfjarðar en hún hefur áhuga á að fara í lífræði-
tengt nám í háskóla og hún hefur nú þegar sótt um í Háskóla
Íslands. „Náttúrufræðin höfðar meira til mín. Það var samt
erfitt að velja.“ martaf@frettabladid.is
GUÐFINNA PÉTURSDÓTTIR: DÚX ÚR MB
Kom á óvart
DÚXAÐI Í MB „Þetta þjappaði okkur saman,“ segir Guðfinna um að
vera í fyrsta útskriftarhópi Menntaskóla Borgarfjarðar. MYND/ÚR EINKASAFNI