Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 16
16 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR Í Kastljósi Sjónvarps þann 1. júní síðastliðinn, ræddu tveir þing- menn viðbrögð vegna árása Ísra- ela á skipaflota á leið til Gasa með hjálpargögn á alþjóðlegu hafsvæði. Annars vegar var Ögmundur Jón- asson, fulltrúi Vinstri grænna og starfandi formaður utanríkismála- nefndar, hins vegar, Ragnheiður Eín Ármannsdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks og þingmaður utan- ríkismálanefndar. Ragnheiður Elín var því miður í allt of kunnuglegu fari Sjálfstæð- ismanna þegar málefni Ísraels og Palestínu ber á góma. Að kalla Ísrael og Palestínumenn deiluað- ila, eins og hún gerði, líkt og um jafningja væri að ræða, er móðg- un við hugtakið frelsi og mann- réttindi. Palestínumenn beita andófi með afskaplega vanþróuð- um vopnum. Þeir eiga rétt á slíku samkvæmt alþjóðalögum, því þeir eru í sjálfsvörn. Ísraelar, með einna öflugasta og tæknilegasta her sem um getur, eru hins vegar árásaraðilinn og brjóta á rétti Pal- estínumanna, samkvæmt alþjóða- lögum. Leggja Sjálfstæðismenn þetta að jöfnu? Þrátt fyrir vísbendingar um vissa hugarfarsbreytingu hjá einstaka þingmanni Sjálfstæðis- flokks, er flokkurinn í fjötrum kjarkleysis og þýlyndis gagnvart nánu sambandi Bandaríkjanna og Ísraels. Flokkurinn þorir ekki að ganga lengra en stjórn Banda- ríkjanna gerir í gagnrýni á Ísra- el, hvað þá lengra en Sameinuðu þjóðirnar gera. Þetta er því nötur- legra vegna sögulegrar fordæm- ingar Sjálfstæðismanna á meintri þjónkun vinstri manna við Sovét- ríkin á tímum kalda stríðsins. Sú þjónkun er hátíð borin saman við hundingjahátt hinna fyrrnefndu gagnvart Bandaríkjunum, land- vinningaríki sem varð til með útþenslu, grundvöllur sem því er í blóð borið. Ég fæ ekki betur séð en visst geðveikisástand ríki við stjórn Ísraels, sem veldur áhyggjum því landið ræður yfir kjarnorkuvopn- um. Vissulega er það huggun harmi gegn, að andófs- og friðarstarf eykst í Ísrael og meðal gyðinga úti um allan heim. Engu að síður er staðan mjög alvarleg. Það verður að beita Ísrael viðlíka aðgerðum og gegn S-Afríku á sínum tíma. Ísra- el er ríki, grundvallað á kynþátta- hyggju. Svo sjúkt er það í sjálfbirg- ingshætti sínum, að á því verður að taka líkt og gert er gagnvart ger- spilltu og ofdekruðu barni. Foreldr- arnir, Evrópa og Bandarkíkin, hafa misst öll tök á uppeldinu. Íslendingar! Sýnum kjark og þor, slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Bíðum ekki eftir öðrum Evr- ópuríkjum. Bak stóru orða þeirra er lítil innistæða, einungis veik réttlætiskennd þvæld í samvisku- og hagsmunaflækju. Slítum sambandi Í ljósi þeirra breyttu þjóðfélags-aðstæðna sem við lifum við í dag í kjölfar efnahagshrunsins og í ljósi nýafstaðinna sveitarstjórn- arkosninga finnst mér ástæða til að vekja athygli á aðstæðum ákveðins hóps ungra einstaklinga á Íslandi. Barnaverndaryfirvöld þurfa á hverjum tíma að hafa afskipti af ákveðnum hópi ungmenna sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu vegna afleiðinga vímuefnaneyslu og/eða ófullnægjandi uppeldis- aðstæðna. Ákvæði barnavernd- arlaga og lögræðislaga gera það að verkum að yfirvöldum er ekki skylt eftir 18 ára aldur að veita þeim sérstaka vernd eða stuðn- ing. Einu úrræði barnavernd- aryfirvalda samkvæmt barna- verndarlögum til áframhaldandi vistunar eða meðferðar er háð samþykki ungmennanna sjálfra og í reynd er mjög erfitt að bjóða fram áframhaldandi aðstoð til einstaklinga annarra en þeirra sem eru í virkri meðferð eða vist- un þegar þau verða 18 ára. Það skiptir þá litlu hvort þau eru á götunni vegna neyslu eða slæmra fjölskylduaðstæðna. Hinn félagfræðilegi og sál- fræðilegi þáttur löggjafarinn- ar virðist standa nokkuð höllum fæti og mætti til dæmi leggja meiri áherslu á afleiðingar vímu- efnaneyslu á þroska unglinganna í stað lífaldurs við mat á hvenær ljúka skuli barnaverndarafskipt- um, þar sem um flókið samspil vandamála er að ræða. Þessir einstaklingar þurfa margir hverj- ir meiri stuðning og hjálp en kerf- ið býður upp á í dag. Í flestum til- fellum eru þau ekki tilbúin vegna bakgrunn sins, til að takast á við hlutverk fullorðins einstaklings eins og lögin ætlast til af þeim. Á sama tíma er vandi sumra ungra vímuefnaneytenda í dag það alvarlegur og djúpstæður með tilkomu aukins HIV-smits, lifrarbólgu og aukinnar notkunar samskiptaforrita á Netinu, að þau úrræði sem standa til boða eru ekki lengur fullnægjandi. Úrræðin fyrir þennan hóp þurfa að vera mun fjölbreyttari en þau eru í dag auk þess sem í barn- arverndarlögum væri hægt að sjá fyrir sér sérkafla sem fjall- aði um úrræði fyrir unga vímu- efnaneytendur sem náð hafa 18 ára aldri. Áhugavert er að líta til Bretlands hvað varðar áframhaldandi stuðning barna- verndaryfirvalda þar sem sett hefur verið inn í barnaverndar- löggjöf að barnaverndarstarfs- mönnum sé skylt að fylgja eftir Þeim börnum sem þeir hafa haft afskipti af allt til 21 árs aldur. Í dag er aðeins boðið upp á tvö meðferðarúrræði sem kall- ast langtímameðferðir en eru þó í raun aðeins eitt ár. Skortur virðist einnig vera bæði á að fag- aðilar standi að og vinni á með- ferðarheimilunum hér á landi. Áhugavert væri að sjá saman- burðarannsóknir á hvernig ung- mennum vegnar sem fara í lang- tímameðferðir hér á landi annars vegar og á Norðurlöndum hins vegar þar sem langtímameðferð- ir eru tvö ár eða lengri. Þannig mætti skoða hvort það er með- ferðarform sem við þyrftum að taka upp hér til að vernda og styðja unglingana okkar betur. Það virðist einnig vera fáar eða jafnvel engar rannsóknir hér á landi sem skoða hvernig Þeim börnum sem barnavernd hefur haft afskipti af reiði af almennt í lífinu. Af ofantöldu má sjá að sveitar- félögum er vandi á höndum við að uppfylla skyldur sínar sam- kvæmt barnaverndarlögunum þegar úrræðin eru bæði fá og lítil þekking er á hver hinn raun- verulegi árangur er. Mikilvægt er þess vegna nú að nýjar sveitar- stjórnir sem taka til starfa vandi til verka þegar kemur að þessum málaflokki og marki sér stefnu og framkvæmdaáætlun í barna- verndarmálum sem raunveru- lega hjálpar ungu fólki í vanda bæði fyrir og eftir 18 ára aldur. Á sama tíma verður að hvetja til framsýnnar hugsunar við þá end- urskoðun á barnarverndarlögum sem nú stendur yfir á Alþingi. Barnavernd og unglingar Stjórnmálasamband við Ísrael Ari Tryggvason stuðningsfulltrúi Bætur úr sjúkratryggingum eiga að vera skattfrjálsar Frá árinu 1996 hafa tugþús-undir Íslendinga keypt svo- kallaðar sjúkdómatryggingar hjá íslenskum og erlendum tryggingafélögum. Eiga þær að tryggja fjárhagslega stöðu fólks þegar það greinist með alvarlega sjúkdóma á borð við krabbamein, MS, Alzheimer, hjartasjúkdóma o.fl. Hafa þess- ar tryggingar m.a. verið hugsað- ar til þess að mæta tekjumissi, kostnaði sem fellur til vegna ferðalaga tengdum læknismeð- ferð og öðrum þeim útgjöldum sem fylgja langvinnum veikindum. Eru bæturnar skattskyldar? Þegar alvarlegra veikinda verð- ur vart og einstaklingur öðlast rétt til bóta á grundvelli sjúk- dómatryggingar, hefur sá hátt- ur verið hafður á að umsamin tryggingarupphæð hefur verið greidd út í formi eingreiðslu. Hefur sá skilningur einnig verið almennur að tryggingar- fjárhæðin sé undanþegin lögum um tekjuskatt, rétt eins og greiðslur líftryggingarfjár, miskabætur, dánarbætur og bætur þær sem fólk hlýtur á grundvelli varanlegrar örorku. Nú hefur yfirskattanefnd hins vegar komist að þeirri nið- urstöðu (úrskurður nr. 93 frá 2009) að bætur á grundvelli sjúkdómatrygginga, falli ekki í flokk fyrrnefndra bóta af þeim sökum að þær séu ekki sérstak- lega tilgreindar í 2. tl. 28. gr. tekjuskattslaganna nr. 90 frá 2003. Hefur málinu verið vísað til dómstóla og innan skamms mun Hæstiréttur kveða upp úrskurð sinn í þessum efnum. Hér skal ekki fullyrt hvort yfirskattanefnd hafi komist að lögfræðilega réttri niðurstöðu í málinu eða ekki. Sannarlega eru sjúkdómatryggingar ekki sérstaklega tilgreindar í fyrr- nefndu lagaákvæði og af þeim sökum kann að vera að nefndin hafi á réttu að standa í úrskurði sínum. Það breytir ekki því að sá grunur læðist óhjákvæmi- lega að manni að þar hafi nefnd- in fremur komið auga á galla í lögum um tekjuskatt, fremur en að hún hafi hent reiður á vilja löggjafans í þessum efnum. Réttlætissjónarmið Alþingi Íslendinga hefur mótað og sett lög um það hvaða tekjur skuli falla undir lög um tekju- skatt. Það hefur verið talið rétt- lætismál að dánarbætur, bætur vegna varanlegrar örorku og miskabætur, séu undanþegn- ar tekjuskatti þegar um ein- greiðslu á þeim er að ræða. Vísar það fyrst og fremst til þeirrar staðreyndar að bætur af þessu tagi koma til þegar fólk hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum eða þungbærum missi. Bætur sem koma til vegna slíkra auðnubrigða eru að öllum líkindum ekki tekjur sem ríkis valdinu ætti að hugnast að gera sér mat úr. Eðlilegast er að bætur af því tagi gangi óskertar til þeirra sem fyrir áfallinu hafa orðið, til þess að létta undir og gera lífið bæri- legra en ella hefði orðið. Oft er haft á orði að þeir skuli skatt- inn greiða sem aflögu eru færir en það væru sönn öfugmæli að halda því fram að mikið veikt fólk fylli þann flokk. Sjúkdóma- tryggingum er í raun aðeins ætlað að tryggja að líkamlegt áfall fólks verði því ekki einnig fjárhagslegt. Sé það almennur skilningur fólksins í landinu að bætur vegna miska, slysa eða dauðs- falla skuli undanþegnar tekju- skatti, er ekki óeðlilegt að sami mælikvarði gildi um sjúkdóma- tryggingar og útgreiðslur þeirra. Af þeim sökum er mikil- vægt að löggjafinn bregðist hið snarasta við og bæti hugtakinu „sjúkdómatrygging“ við fyrr- greint lagaákvæði. Aðeins með því getur Alþingi staðið vörð um hagsmuni þeirra einstakl- inga sem því miður horfast í augu við að sú trygging sem þeir vonuðust til að aldrei kæmi til með að nýtast þeim, geti orðið þeim haldreipi í erfiðum aðstæðum. Tryggingar Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur Barnavernd Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur félags- þjónustu Kópavogs NÝTT FRÁ ORA www.ora.is GRILLUM SAMAN Í SUMAR GRILLUM AF ÁSTRÍÐU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.