Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 4
4 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Mörg þúsund ágreiningsmál um kröf- ur í þrotabú föllnu bankanna gætu verið á leið fyrir dóm á næstu misserum. Formenn skila- nefnda bankanna eru sammála um að útilokað sé með öllu að íslenska dómskerfið valdi álag- inu. Til samanburðar voru í fyrra höfðuð sam- tals 124 ágreiningsmál vegna gjaldþrotaskipta á landinu öllu. Alls eru um 50 þúsund kröfur gerðar í þrota- bú stóru bankanna þriggja: um 29.000 í bú Kaupþings, ríflega 12.000 í bú Landsbankans og um 8.700 í bú Glitnis. Á kröfuhafafundum hefur svo til öllum kröfum verið mótmælt og sumir kröfuhafar hafa jafnvel tilkynnt mótmæli við allar framtíðarákvarðanir. Ef ágreiningurinn verður ekki leystur með öðrum hætti kemur að endingu til kasta dómara að ákvarða um kröfurnar. Formenn skilanefnda bankanna eru misbjart- sýnir á það hvernig til muni takast að jafna slík- an ágreining. Steinar Þór Guðgeirsson, formað- ur skilanefndar Kaupþings, telur líklegt að nær allar kröfur í bú bankans, 29 þúsund talsins, muni að óbreyttu enda fyrir dómstólum. Lík- lega muni einhverjir kröfuhafanna höfða málin í sameiningu, en þó stefni í að ágreiningsmálin vegna Kaupþings eins muni skipta þúsundum. „Þetta stefnir í mikið kraðak,“ segir Lárentsínus Kristjánsson, formaður skila- nefndar Landsbankans. Hann vonast til þess að stór hluti kröfuhafa muni hætta við dómsmál þegar niðurstöður liggja fyrir í sambærilegum málum. „Ég trúi því ekki að menn fari að reka dómsmál út af hverri einustu kröfu í búið, en maður veit svo sem aldrei,“ segir hann. Þar að auki segir Lárentsínus að ýmsir kröfu- hafar hafi hag af því að skiptin dragist á lang- inn, til dæmis þeir sem hafa keypt ódýrar almennar kröfur í von um að eignir hækki í verði og dugi fyrir meiru en forgangskröfum. Þeir kröfuhafar kynnu að vilja tefja skiptin með stanslausum málaferlum. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að þar á bæ vinni menn hörðum Þúsundir ágreiningsmála á leið fyrir dóm næstu misseri Nær öllum kröfum í bú gömlu bankanna er mótmælt og stór hluti gæti endað fyrir dómi. Kröfuhafar eru réttháir á Íslandi og geta farið með ákvörðun um annarra kröfur fyrir dóm. Sumir hafa hag af því að tefja. Ráðuneytisstjórum forsætis-, fjármála- og dóms- málaráðuneytisins hefur í sameiningu verið falið að meta fjárþörf dómstólanna vegna hins aukna álags, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð- herra. „Það verður að bregðast við. Dómskerfið verður auðvitað að ráða við þennan fjölda. Það er engin spurning,“ segir Ragna. Héraðsdómurum hefur þegar verið fjölgað um fimm í samræmi við óskir Dómstólaráðs. Nýverið sendu Hæstiréttur og Dómstólaráð ný erindi til stjórnvalda eftir hafa endurmetið stöðuna. Hæsti- réttur telur þrjá nýja dómara þurfa við réttinn og Dómstólaráð segir að dómararnir fimm sem bætt hefur verið við muni hvergi nærri duga til að mæta því byltingarkennda álagi sem verður á Héraðsdómi Reykjavíkur á komandi árum. Ragna segir næsta skref að funda með fulltrúum dómstólanna til að meta fjárþörfina betur. Síðan þurfi að koma til lagabreytingar og heimildir frá fjárveitingarvaldinu svo ekki megi vænta aukinna fjárframlaga til dómstóla fyrr en í haust. Hún bendir einnig á að nýtt millidómstig gæti létt álagi af Hæstarétti og að málafjöldinn einn segi ekki alla söguna, enda séu málin afar misjöfn að eðli og umfangi. Verið að meta fjárþörfina UMSETINN RÉTTUR Mikið mun mæða á Héraðsdómi Reykjavíkur næstu árin. Öll ágreiningsmál vegna krafna í þrotabú gömlu bankanna verða tekin fyrir þar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / G VA höndum að því að koma í veg fyrir óþörf dóms- mál og tilheyrandi tafir. Til skoðunar sé meðal annars að fá erlenda sérfræðinga sem allir geti sæst á til að ákvarða um fjárhæðir. Þótt Árni sé ekki úrkula vonar um að hægt verði að leysa stóran hluta málanna með þeim hætti segir hann það þó að endingu ákvörðun kröfuhafanna sjálfra hvort mál sé höfðað. Þar skipti miklu máli hve ríkur réttur kröfu- hafa sé á Íslandi. Ólíkt mörgum öðrum löndum geti kröfuhafar á Íslandi til dæmis farið með ákvörðun um annarra manna kröfur í búið fyrir dóm. Það geti tafið ferlið mjög. stigur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 31° 29° 18° 29° 31° 19° 19° 21° 20° 25° 17° 33° 16° 18° 17° 15° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Hæg norðvestlæg eða breytileg átt. 12 12 12 12 13 13 11 14 16 18 8 6 5 7 7 6 3 3 2 8 4 6 10 12 12 10 14 16 10 11 11 13 VÍÐA VÆTA Á MORGUN Það eru vænlegar horfur á rigningu sunnan- lands á morgun og reyndar einnig öðr- um landshlutum, en á föstudag léttir til og má víða bú- ast við sumarblíðu en líklega þykknar upp á ný vestan til um kvöldið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður IÐNAÐUR Steypufyrirtækið Möl og sandur verður endurvakið á Akureyri og mun starfsemi fyrirtækisins hefjast formlega um næstu mánaðamót, að því er fréttamiðillinn Vikudagur greinir frá. Möl og sandur var tekið inn í starfsemi BM Vallár árið 2003, en mun núna starfa undir gamla nafninu á ný eftir gjaldþrot BM Vallár. Ekki er búist við að þeir sautj- án sem misstu vinnuna við gjaldþrot BM Vallár verði ráðn- ir til starfa. Reiknað er með að starfsmenn fyrirtæksins verði um fimm til sex til þess að byrja með. - shá Fyrirtæki endurreist: Möl og sandur tekur til starfa HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir hefur skrifað læknum bréf þar sem mælst er til þess að sýni séu tekin úr fólki sem er með einkenni streptókokkasýkingar og hefur verið í beinum tengsl- um við hross sem veikst hafa af hrossapestinni. Haraldur Briem sóttvarna- læknir segir enga tilkynningu hafa borist til landlæknisemb- ættisins þess efnis að hrossapest- in hafi smitast í menn. „Þetta getur gerst en er áreiðanlega ekki algengt,“ segir hann. - jss Sóttvarnalæknir: Sýnataka vegna hestapestar MENNTAMÁL Lækjarskóli í Hafnar- firði fékk Íslensku menntaverð- launin, í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi, sem Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, afhenti við hátíðlega athöfn í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi í gær. Ragnheiður Hermannsdóttir í Háteigsskóla hlaut verðlaun í flokki kennara sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram úr, og í flokki ungra kennara sem í upphafi kennslu- ferils hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt hlaut Linda Heiðarsdóttir kennari við Laugar- lækjarskóla verðlaun. Þá hlaut Iðunn Steinsdóttir rit- höfundur verðlaun í flokki höf- unda námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi. Íslensku menntaverðlaunin: Lækjarskóli verðlaunaður fyrir gott starf STJÓRNMÁL Önnur umræða um frumvarp ríksistjórnarinnar um ráðgefandi stjórnlagaþing fór fram á Alþingi í gærkvöldi. Samkvæmt frumvarpinu á stjórn- lagaþing að leggja fyrir Alþingi til- lögur að breytingum á stjórnarskrá Íslands. Þjóðinni er ætlað að kjósa 25 til 31 fulltrúa á stjórnlagaþing. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræðurnar á þinginu í gærkvöldi að samkvæmt frumvarpinu myndi stjórnlagaþing á endanum verða fulltrúaþing – alveg eins og Alþingi væri fulltrúaþing. Löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og það væri Alþing- is að endurskoða ákvæði stjórn- arskrárinnar. Tillaga sjálfstæð- ismanna væri sú að „við kæmum okkar saman að kjósa hlutfalls- kosningu tíu manna nefnd sérfræðinga sem færi yfir þá þætti stjórnar- skrárinnar sem við vildum taka til endurskoðunar,“ sagði Bjarni. Vigdís Hauksdóttir úr Fram- sóknarflokki gagnrýndi ríkis- stjórnina fyrir að efna til minnst 500 milljóna króna útgjalda til að fjármagna ellefu mánaða stjórn- lagaþing á sama tíma og heimilin í landinu berðust í bökkum. Ákvæði í frumvarpinu um kynjajöfnun full- trúa á stjórnlagaþinginu bæri vott um ofríki. „Lýðræði af þessu tagi er handstýrt af stjórnvöldum og er ekki það sem fólk vill eftir hrunið,“ sagði Vigdís. Umræðum um málið var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. - gar Önnur umræða um frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing á Alþingi: Kostnaður og fyrirkomulag gagnrýnt JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 08.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,0161 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 130,79 131,41 188,46 189,38 155,85 156,73 20,95 21,072 19,494 19,608 16,138 16,232 1,429 1,4374 189,79 190,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Taktu bollur með í ferðalagið! www.ora.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.