Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 14
14 9. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Algerlega ómögulegt Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt – sem hann ræður við – og því, sem honum er ómögulegt – sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmála- manni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábend- ingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablað- ið í gær. Þar nefnir hann réttilega mik- inn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt“ um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best sam- skipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg. Frysting launa Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra og einn af stofnendum Samfylkingarinnar Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt“ um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema op- inberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 16 4 DCD945B2 Öflug 12 V borvél m. höggi LED-ljós 13 mm patróna 3ja gíra, 0-450/1200/1800 Átak 44 Nm. 2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður. 12 V hleðsluborvél m. höggi 59.900 Verð með vsk. Íbúalýðræðið „Þetta er íbúalýðræði og fólk verður að átta sig á því,” sagði Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, eftir að stækkun álversins í Straumsvík var hafnað í íbúakosningum fyrir þremur árum. Fyrir rúmri viku gengu Hafn- firðingar aftur til atkvæða og kusu sér bæjarfulltrúa. Lúðvík Geirsson var ekki í þeim hópi. Samt verður hann áfram bæjarstjóri. Sumum kemur það spánskt fyrir sjónir. „Þetta er ekki íbúa- lýðræði og fólk verður að átta sig á því,“ gæti Lúðvík þá kannski svarað þeim sem malda í móinn. Launaviðtal Að fara í launaviðtal er ekkert gamanmál. Þá gildir að mæta vel undirbúinn. Á heimasíðu VR má finna nokkrar góðar ábendingar fyrir þá sem sækjast eftir launahækkun, til dæmis þessi: „Fáðu einhvern sem þú treystir vel til að fara með þér í hlutverka- leik og æfðu þig, hvað þú ætlar að segja og hvernig þú vilt koma því frá þér.“ Bara æfing? Þetta hlýtur að vera skýringin á því hvers vegna Már Guðmundsson seðlabankastjóri sendi Jóhönnu Sigurðardóttur línu og útskýrði launakröfur sínar. Hún hefur jú útskýrt að hún hafði alls ekkert um þau mál að segja. Liggur því beinast við að ætla að Már hafi viljað taka eins og eina létta æfingu áður en hann mætti í alvöruvið- talið. G rein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamála- ráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda. Rök ráðherrans fyrir þessari tillögu eru einföld: Það eru ekki til neinir peningar til að hækka laun opinberra starfsmanna. Ef laun opinberra starfsmanna hækk- uðu, yrði að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem héldu vinnunni. Talsmenn opinberra starfs- manna virðast hafa takmarkað- an skilning á þessum tiltölulega einföldu sannindum, ef marka má viðbrögð þeirra við grein ráð- herrans. Þeir eru bæði á móti launafrystingu og uppsögnum opin- berra starfsmanna. Tillögur þeirra um hvernig eigi þá að loka fjárlagagatinu eru hins vegar í bezta falli óljósar. Tvær leiðir eru til að rétta af hallann á ríkissjóði. Að skera niður kostnaðinn og hækka skattana. Lækkun kostnaðar um tugi millj- arða mun óhjákvæmilega koma niður á opinberum starfsmönnum, svo hátt er hlutfall launa í kostnaði ríkisins. Verði sú leið ekki farin þýðir það aðeins eitt, að almenningur þarf að borga hærri skatta. Það er sú krafa, sem forsvarsmenn ríkisstarfsmanna gera í raun ef þeir ætla bæði að krefjast hærri launa og leggjast gegn því að nokkur maður í þjónustu ríkisins missi vinnuna vegna niðurskurðar. Félagsmálaráðherrann virðist vera að leita að leið til að fram- kvæma niðurskurðinn með sem sársaukaminnstum hætti; að verja störf fólks hjá ríkinu með því að frysta launagreiðslur. Hugsanlega stendur valið á milli uppsagna og launafrystingar. En það getur líka verið að launafrysting dugi alls ekki til; uppsagnir verði einnig að koma til. Sú staða, sem ríkisstjórnin er í, er ekki öfundsverð en heldur ekkert einsdæmi. Frá flestum vestrænum ríkjum berast nú fréttir af miklum niðurskurði fjárlaga með launalækkunum, uppsögnum, sameiningum og lokun ríkisstofnana. Þetta er sá kaldi raunveru- leiki sem ekki þýðir annað en að horfast í augu við. Í góðærinu var þjónusta ríkisins þanin of hratt út. Ríkisstarfs- mönnum fjölgaði meira en starfsmönnum á almennum vinnumark- aði og launahækkanir þeirra komu iðulega á undan hækkunum á almenna markaðnum. Nú er ekki innstæða lengur fyrir þessari útþenslu ríkisútgjaldanna. Atvinnulíf og verðmætasköpun í land- inu ber ekki ríkiskerfi af núverandi stærðargráðu. Grein félagsmálaráðherrans er til marks um að hann horfir raunsætt á málin og er reiðubúinn að beita sér fyrir erfiðum en nauðsynlegum ákvörðunum. Raunsæi félagsmálaráðherrans vekur hörð viðbrögð hjá hagsmunasamtökum: Dugar frysting launa til? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.