Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 9. júní 2010 27 Það er800 7000 • siminn.is Facebook, YouTube, Google, tölvupóstur og fréttamiðlarnir fylgja þér á ferðalaginu á stærsta 3G dreifikerfi landsins. Stuð á 3G netinu í símanum á ferð um landið 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið HANDBOLTI Úrslitin í Laugardals- höll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Dan- mörk eigast við í handbolta. Leik- urinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hrað- ar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Íslenska liðið var ekki nægilega samstillt í vörninni í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðun- um og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæm- ar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27. Það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæm- an kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spenn- andi og staðan jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stef- ánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld. elvargeir@frettabladid.is Jafntefli enn eina ferðina Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Dani í fyrri vináttulandsleik þjóð- anna í gær. Leikurinn var í járnum allan tímann. Liðin mætast aftur í kvöld. ÓBLÍÐAR MÓTTÖKUR Aron Pálmarsson fær óblíðar móttökur í leiknum í gær. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tölfræði Íslands: Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8 (12), Alexander Petersson 7 (11), Róbert Gunn- arsson 5 (5), Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (6/3), Arnór Atlason 3 (6), Vignir Svavarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Oddur Gretarsson 1 (1), Ásgeir Hallgríms- son 1 (3). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, Hreiðar Guðmundsson 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.