Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.06.2010, Blaðsíða 24
 9. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● brúðkaupsgjafi r Hjónin Anna Sigríður Ólafs- dóttir og Úlfur Þór Úlfarsson fengu svartan sauð í brúð- kaupsgjöf. „Við fengum svartan sauð frá Finnboga Bernódussyni og Arn- dísi Hjartardóttur í Bolungar- vík,“ segir Anna Sigríður Ólafs- dóttir, húsfreyja í Arnardal, sem rekur ferðaþjónustuna í Arnardal. Þau Úlfur giftu sig á Jónsmess- unni árið 2007 en fengu sauðinn tæpu ári seinna. „Þetta var heim- alningur og hann var mjög gæfur, góður og skemmtilegur.“ Anna Sigríður segir að í byrj- un hafi sauðurinn búið í garðin- um hjá þeim hjónum. „Nema svo komu krakkar í heimsókn og allt í einu heyri ég öskur og læti úr garðinum. Þá var hann ekki alveg eins skemmtilegur þegar full- orðnir voru farnir frá. Hann var pínulítið varasamur á köflum,“ segir Anna Sigríður og skellir upp úr. „Svo var hann bara hérna á næsta bæ því við áttum bara þenn- an eina svarta sauð sem var skírð- ur Finnbogi,“ útskýrir Anna Sig- ríður. „Hann fór náttúrulega bara í útigang með rollunum um sum- arið en í fyrrahaust spurði ég mig hvað ég ætti að gera við hann. Ég gat ekki hugsað mér að slátra honum og borða. Það var óhugn- anleg tilhugsun. Ég hringdi þá í Finnboga sem gaf okkur hann og bað um skipti þannig að við feng- um lamb í staðinn og Finnbogi fór aftur til síns heima.“ Anna Sigríður tekur fram að þetta hafi verið sérstakasta gjöf- in sem þau hjónin hafi fengið. Brúðkaup þeirra var þó einnig nokkuð sérstakt, blanda af heiðn- um og kristnum sið. „Þetta var fyrsta brúðkaup sinnar tegund- ar á Íslandi,“ segir Anna Sigríður og heldur áfram: „Það sameinuð- ust bara allir í fjörinu hérna fyrir neðan bæinn og framkvæmdu verkið.“ Að sögn Önnu Sigríðar bjó Úlfur til sinn eigin búning, skota- pils að neðan, íslenskan þjóðbún- ing að ofan og kórónaði svo með kúrekahatti. „Hann ákvað bara að gera sinn eigin búning. Hann fjár- festi í skotapilsi og notaði svo ís- lenska þjóðbúninginn á móti,“ upp- lýsir Anna Sigríður og segir það hafa komið mjög vel út. „Við leyfð- um okkur ekki að hugsa takmark- andi. Við gerðum það sem okkur langaði og eins og við vildum hafa það. Þannig á það að vera.“ - mmf Fengu heimalning að gjöf „Við gerðum það sem okkur langaði og eins og við vildum hafa það,“ segir Anna Sigríður um brúðkaupið sitt. MYND/INGIBJÖRG MAGNADÓTTIR Anna Sigríður segir að hundarnir Mía og Móa hafi leikið sér við svarta sauðinn Finn- boga. MYND/ÚR EINKASAFNI Séra Magnús Erlingsson, Jónína Berg Þórsnesgoði og Eyvindur P. Eiríksson Vestfirð- ingagoði framkvæmdu heiðna og kristna hjónavígslu Önnu Sigríðar og Úlfs. MYND/INGIBJÖRG MAGNADÓTTIR ● DÝRMÆTAR DYGGÐIR Hvað er krúttlegra en kúra saman undir hlýju ullarteppi sem minnir á dyggðugt líferni? Til er eitt slíkt, alíslenskt sem sjö nútímadyggð- ir Íslendinga eru letraðar á. Þær eru trú, heilsa, jákvæðni, þolin- mæði, hreinskilni, heiðarleiki og fjölskyldu- og vinabönd. Hönn- uðurinn Marý hafði skoðana- könnun Gallup frá árinu 1999 til hliðsjónar þegar hún bjó það til en upphaflega fékk hún hugmyndina frá íslensku dyggðaklæði, sem talið er vera frá fyrri hluta 18. aldar og gegndi á þeim tíma hlutverki rúmábreiðu. Dyggðatepp- ið fæst meðal annars í Sirku á Akureyri og Safnbúð Þjóðminjasafnsins. ● FALLEGA PAKKAÐ INN Þó svo að innihald skipti jafnan meira máli en útlitið þá er alltaf gaman að fara með fallega pakka í veislur. Margir brúðkaups- gestir láta fagmenn um að ganga frá gjöfunum sem þeir hafa valið en aðrir nostra við það sjálfir. Til er bók sem heitir Innpökkun – ótal góðar hug- myndir. Í henni eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að pakka inn gjöfum á margvíslegan hátt sem hæfir hverju tilefni. Fimmtudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.