Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 26
 11. JÚNÍ 2010 FÖSTUDAGUR2 ● hm blaðið ARNAR BJÖRNSSON spáir Brasilíu sigri í HM og að stjörnur keppninnar verði Lionel Messi og Wayne Rooney. Hann spáir þó hvorugum þeirra í úrslitaleikinn en telur að Spánverjinn Xavi verði valinn bestur þó að Brasilía muni vinna leikinn gegn Spánverjum. Arnar Björnsson, Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Guð- mundur Benediktsson mynda teymi sparklýsenda á HM á Stöð 2 Sport. Þeir hafa samtals 59 ára reynslu af lýsingu boltaleikja fyrir ljósvaka- miðla. Arnar hefur lengstu reynsluna, 25 ár, en Guðmundur er hálfgerð- ur nýliði í hópnum, með sex ára reynslu að baki. Við báðum þá um að spá fyrir um hverjir verði heimsmeistarar og hver verði stjarna keppninnar. Landslið sparklýsenda ● LEIKIR Í BEINNI ÚTSENDINGU OG ALLIR LEIKIR SÝNDIR Stöð 2 Sport 2 sýnir 18 leiki af 64 í beinni útsendingu. Hinir 46 leikirnir verða einnig sýndir á Stöð 2 Sport 2 með bestu þulum okkar. Þeir verða sýndir á öllum hliðarrásum stöðvarinnar, allan sólarhringinn. HM 442 verður síðan á dagskrá kl. 21 alla leikdagana á Stöð 2 Sport 2, þar sem Logi Bergmann og Ragna Lóa fjalla um allt sem við kemur HM. Í tilefni af HM 2010 ætlar Júlíus Fjeldsted að bjóða heim í grillveislu. „Við erum nokkrir gamlir skóla- félagar sem höfum haft fyrir sið að slá upp veislu í kringum stórmót í knattspyrnu. Það vill svo skemmti- lega til að mitt lið, Frakkland, spilar á móti Úrúgvæ um kvöldið en einn úr hópnum heldur með Úrúgvæ. Ég hef reyndar trú á að Hollendingar fari langt þar sem þeir eru á hálf- gerðum heimavelli sínum.“ Júlíus hefur haldið með Frakk- landi frá því á HM 1982 þegar Plat- ini, Giresse og Tigana léku listir. „Frakkar hafa alltaf spilað heillandi knattspyrnu. Þeir eru til dæmis ein fárra þjóða sem hafa tak á Brasil- íumönnum. Leikurinn árið 1986 var til dæmis ógleymanlegur sem og úr- slitaleikurinn 1998. Svo eru Frakkar bara mjög kúltíverað og flott fólk.“ Þrátt fyrir Frakklandsáhugann verður samt ekki boðið upp á anda- lifur og grillaðar froskalappir. Júlí- us ætlar að grilla humar í forrétt og hafa hrefnusteik á teini í aðal- rétt. „Ég var að spá í „surf-and- turf“-máltíð, en það er kannski full langsótt að segja að hvalir hafi eitt sinn gengið á landi! Svo hafa félag- arnir leyfi til þess að fá að henda einhverju öðru á grillið sjálfir.“ Það er mikil stemning á heim- ilinu þegar stórmót í knattspyrnu eru annars vegar. „Þegar ég bjó í lítilli kjallaraíbúð í miðbænum fyrir nokkrum árum datt mér í hug að fara með sjónvarpið út í garð til að horfa á leik. Ég stillti allt í botn og bjóst kannski við að nágrannarnir kæmu út brjálaðar. Þess í stað mættu þeir á svæðið og horfðu á leikinn með mér í glamp- andi sól og stemningu. Og það var að sjálfsögðu kveikt á grillinu.“ HM-veisla í Mávahlíðinni Júlíus Fjeldsted ætlar að grila með félögunum í kvöld þegar Frakkland etur kappi við Úrúgvæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Matseðillinn í HM partýinu Forréttur: Humar penslaður með smjöri, kreistum hvítlaukssafa og stein- selju dreift yfir. Aðalréttur: Hrefnusteik skorin í ræmur, vafin á tein og pipruð. Meðlæti: Saxaðar, sætar kartöflur, sveppir, paprika, rauðlaukur og pipar- ostur. Sett í álpappír og hrist reglulega yfir grillinu. Vín: Chablis, Les Deux Rives 2007 með humrinum. Bjór með steikinni. Perdomo-vindill með sigrinum. ● VUVUZELA er nafn á hljóðfæri úr plasti, sem er sambland af loft- flautu og trompeti. Vuvuzelur urðu mjög vinsælar í Suður-Afríku upp úr 1990 og eru ríkjandi á íþróttaviðburðum þar. Hávaðinn getur orðið ær- andi þegar þúsundir manna blása í flauturnar samtímis og margir hafa gert athugasemdir við notkun þeirra á HM. Sérstaklega eru lætin mikil síðasta stundarfjórðung leikjanna þegar áhangendur blása nánast sam- fellt af öllum kröftum til að setja gestaliðið út af laginu í lok leiksins. Það er þó löngu ljóst að stemningin á leikvöngum Suður-Afríku yrði ekki sú sama án þessara hljóðfæra og þegar hafa hundruð þúsunda vuvuzela í litum allra liða selst fyrir keppnina. HÖRÐUR MAGNÚSSON spáir því að titillinn endi í höndum Spánverja og að Xavi verði valinn maður mótsins. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON spáir því að Þjóðverjar vinni úrslitaleik við Englendinga 3-1 og verði heims- meistarar, en Wayne Rooney verði maður mótsins. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON spáir Argentínu sigri og að stjarna keppninnar verði þjálfari Argent- ínu, Diego Maradona, og hann muni ekki eiga í vandræðum með að skyggja á stjörnur keppninnar inni á völlunum. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar Skúlason esk@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.