Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 26

Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 26
 11. JÚNÍ 2010 FÖSTUDAGUR2 ● hm blaðið ARNAR BJÖRNSSON spáir Brasilíu sigri í HM og að stjörnur keppninnar verði Lionel Messi og Wayne Rooney. Hann spáir þó hvorugum þeirra í úrslitaleikinn en telur að Spánverjinn Xavi verði valinn bestur þó að Brasilía muni vinna leikinn gegn Spánverjum. Arnar Björnsson, Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Guð- mundur Benediktsson mynda teymi sparklýsenda á HM á Stöð 2 Sport. Þeir hafa samtals 59 ára reynslu af lýsingu boltaleikja fyrir ljósvaka- miðla. Arnar hefur lengstu reynsluna, 25 ár, en Guðmundur er hálfgerð- ur nýliði í hópnum, með sex ára reynslu að baki. Við báðum þá um að spá fyrir um hverjir verði heimsmeistarar og hver verði stjarna keppninnar. Landslið sparklýsenda ● LEIKIR Í BEINNI ÚTSENDINGU OG ALLIR LEIKIR SÝNDIR Stöð 2 Sport 2 sýnir 18 leiki af 64 í beinni útsendingu. Hinir 46 leikirnir verða einnig sýndir á Stöð 2 Sport 2 með bestu þulum okkar. Þeir verða sýndir á öllum hliðarrásum stöðvarinnar, allan sólarhringinn. HM 442 verður síðan á dagskrá kl. 21 alla leikdagana á Stöð 2 Sport 2, þar sem Logi Bergmann og Ragna Lóa fjalla um allt sem við kemur HM. Í tilefni af HM 2010 ætlar Júlíus Fjeldsted að bjóða heim í grillveislu. „Við erum nokkrir gamlir skóla- félagar sem höfum haft fyrir sið að slá upp veislu í kringum stórmót í knattspyrnu. Það vill svo skemmti- lega til að mitt lið, Frakkland, spilar á móti Úrúgvæ um kvöldið en einn úr hópnum heldur með Úrúgvæ. Ég hef reyndar trú á að Hollendingar fari langt þar sem þeir eru á hálf- gerðum heimavelli sínum.“ Júlíus hefur haldið með Frakk- landi frá því á HM 1982 þegar Plat- ini, Giresse og Tigana léku listir. „Frakkar hafa alltaf spilað heillandi knattspyrnu. Þeir eru til dæmis ein fárra þjóða sem hafa tak á Brasil- íumönnum. Leikurinn árið 1986 var til dæmis ógleymanlegur sem og úr- slitaleikurinn 1998. Svo eru Frakkar bara mjög kúltíverað og flott fólk.“ Þrátt fyrir Frakklandsáhugann verður samt ekki boðið upp á anda- lifur og grillaðar froskalappir. Júlí- us ætlar að grilla humar í forrétt og hafa hrefnusteik á teini í aðal- rétt. „Ég var að spá í „surf-and- turf“-máltíð, en það er kannski full langsótt að segja að hvalir hafi eitt sinn gengið á landi! Svo hafa félag- arnir leyfi til þess að fá að henda einhverju öðru á grillið sjálfir.“ Það er mikil stemning á heim- ilinu þegar stórmót í knattspyrnu eru annars vegar. „Þegar ég bjó í lítilli kjallaraíbúð í miðbænum fyrir nokkrum árum datt mér í hug að fara með sjónvarpið út í garð til að horfa á leik. Ég stillti allt í botn og bjóst kannski við að nágrannarnir kæmu út brjálaðar. Þess í stað mættu þeir á svæðið og horfðu á leikinn með mér í glamp- andi sól og stemningu. Og það var að sjálfsögðu kveikt á grillinu.“ HM-veisla í Mávahlíðinni Júlíus Fjeldsted ætlar að grila með félögunum í kvöld þegar Frakkland etur kappi við Úrúgvæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Matseðillinn í HM partýinu Forréttur: Humar penslaður með smjöri, kreistum hvítlaukssafa og stein- selju dreift yfir. Aðalréttur: Hrefnusteik skorin í ræmur, vafin á tein og pipruð. Meðlæti: Saxaðar, sætar kartöflur, sveppir, paprika, rauðlaukur og pipar- ostur. Sett í álpappír og hrist reglulega yfir grillinu. Vín: Chablis, Les Deux Rives 2007 með humrinum. Bjór með steikinni. Perdomo-vindill með sigrinum. ● VUVUZELA er nafn á hljóðfæri úr plasti, sem er sambland af loft- flautu og trompeti. Vuvuzelur urðu mjög vinsælar í Suður-Afríku upp úr 1990 og eru ríkjandi á íþróttaviðburðum þar. Hávaðinn getur orðið ær- andi þegar þúsundir manna blása í flauturnar samtímis og margir hafa gert athugasemdir við notkun þeirra á HM. Sérstaklega eru lætin mikil síðasta stundarfjórðung leikjanna þegar áhangendur blása nánast sam- fellt af öllum kröftum til að setja gestaliðið út af laginu í lok leiksins. Það er þó löngu ljóst að stemningin á leikvöngum Suður-Afríku yrði ekki sú sama án þessara hljóðfæra og þegar hafa hundruð þúsunda vuvuzela í litum allra liða selst fyrir keppnina. HÖRÐUR MAGNÚSSON spáir því að titillinn endi í höndum Spánverja og að Xavi verði valinn maður mótsins. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON spáir því að Þjóðverjar vinni úrslitaleik við Englendinga 3-1 og verði heims- meistarar, en Wayne Rooney verði maður mótsins. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON spáir Argentínu sigri og að stjarna keppninnar verði þjálfari Argent- ínu, Diego Maradona, og hann muni ekki eiga í vandræðum með að skyggja á stjörnur keppninnar inni á völlunum. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar Skúlason esk@365.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.