Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 17. júní 2010 27 Gámaþjónustan hf. var með sölu- átakið Tré fyrir tré um síðustu jól, þar sem því var lofað að gróð- ursetja eitt jólatré fyrir hvert sem stöðin safnaði. Laugardaginn 19. júní er komið að því að efna lof- orðið og því verða fimm hundruð tré gróðursett í Heiðmörk í sam- starfi við Skógræktarfélag Reykja- víkur. Gróðursetningin stendur yfir frá klukkan 16 til 18 í Hjalladal, jólaskóginum í Heiðmörk, og eru allir boðnir hjartanlega velkomn- ir. Í dalnum er góð aðstaða fyrir börnin til leikja og pylsur verða grillaðar að verki loknu. Gróðursetja 500 jólatré LOFORÐIÐ EFNT Gróðursetningin hefst í Hjalladal klukkan 16. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útflutningsráð Íslands hefur tekið á leigu gólfsvæði á fatahönnunar- sýningunni CPH vision í Öxne- hallen, sem fram fer dagana 12. til 14 ágúst næstkomandi í Kaup- mannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Sex hönnuðir verða valdir inn á sýninguna og mun Fatahönnunar- félag Íslands og Hönnunarmiðstöð koma að valinu ásamt Útflutnings- ráði. Áhugasamir eru beðnir um að senda inn umsókn til Berglindar Steindórsdóttur á netfangið berg- lind@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðunni icetrade.is. Sex hönnuðir á CPH vision KAUPMANNAHÖFN Frá CPH vision sýningunni árið 2007. „Liðinu hefur gengið mjög vel, myndinarnar okkar hafa verið að skora rosalega hátt í hverri viku,“ segir Ragnheiður Hrönn Björnsdóttir um góðan árangur liðs tíu íslenskra áhugaljósmynd- ara í alþjóðlegu ljósmyndasam- keppninni DP League sem hald- in er á vegum vefsíðunnar www. dpchallenge.com. DP Challenge fór af stað með ljósmyndakeppnina þann 12. apríl síðastliðinn og í upphafi voru 48 lið um hituna. „Síðan þá hafa verið haldnar tvær þema- tengdar keppnir á viku þar sem öllum skráðum notendum vefsíð- unnar gefst færi á að gefa hverri mynd stig. Samanlögð stig fimm efstu ljósmynda frá hverju liði telja. Við höfum bara verið að fá alveg fullt af stigum og erum nú komin í átta liða úrslit,“ segir Ragnheiður, sem sjálf á ljós- mynd sem hefur lent í þriðja sæti af 328 í einni af keppnun- um. Spurð hvað sé í verðlaun, segir Ragnheiður það fyrst og fremst vera heiðurinn. „Svo vekur góður árangur auðvitað alltaf athygli og sem dæmi um það var liðstjórinn okkar Bragi J. Ingibergsson í kjölfar þátttöku í sams konar keppni valinn staf- rænn ljósmyndari ársins 2009 af hinni virtu vefsíðu www.telegr- ap.co.uk. Það er frábær árang- ur.“ Örlög íslenska liðsins munu svo ráðast 12. júli en þá verða úrslitin í keppninni kunngjörð eftir að kosningu á vefsíðunni lýkur. - rve Íslenskir ljósmyndarar í úrslit LONELY BIRTHDAY Þessi ljósmynd eftir Ragnheiði skoraði hátt í keppninni. Til hamingju Ísland, Jón Sigurðsson og Skjal ehf. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er merkilegur afmælisdagur. Lýðveldið Ísland er 66 ára í dag, Jón Sigurðsson forseti hefði orðið 199 ára og þýðingastofan Skjal er 10 ára. Þýðingar, textagerð og prófarkalestur eru mál málanna hjá okkur og við erum þakklát öllum þeim frábæru viðskiptavinum og samstarfsaðilum sem hafa verið samferða okkur fyrsta áratuginn. Þinn texti er okkar sérgrein: · Almennar þýðingar og málfarsráðgjöf · Tæknitextaskrif og hugbúnaðarþýðingar · Viðskiptagögn og ársskýrslur · Auglýsinga- og kynningarefni Austurstræti 17, 101 Reykjavík · Sími 530 7300 · Fax 530 7301 · Tölvupóstur skjal@skjal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.