Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hef nú ekki mikið verið að flíka þessari áráttu minni enda held ég að fólk telji mig almennt geðveikan að standa í þessu. En ég er ekki einn,“ segir Eiríkur Gunn- steinsson lögfræðingur sem er for- fallinn fótboltatreyjusafnari og hefur verið í mörg ár. Eins og gefur að skilja er hátíð í bæ hjá Eiríki þessa dagana vegna HM í Suður-Afríku. Hann styður Spánverja þar með ráðum og dáð eins og félagsliðið Real Madrid, enda bjó hann um hríð og lærði í borginni. Aðspurður segist hann hafa eignast fyrstu fótboltatreyjuna sína í upphafi níunda áratugarins. Treyjan sú var eftirlíking af bún- ingi Manchester United sem Hen- son framleiddi. Í kjölfarið fylgdi treyja Stuttgart frá 1984, eins og Ásgeir Sigurvinsson lék í. Söfn- unaráráttan hófst fyrir alvöru þegar Eiríkur var í London sum- arið 1986 og rak nefið inn í versl- unina Soccer Scene. „Þar komst ég fyrst í alvöru treyjur héðan og þaðan. Ég fékk landsliðstreyjur Frakklands og Englands og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Eiríkur, en í treyjusafni hans eru nú yfir fimmtíu búningar víðs vegar að úr heiminum. „Margar af gömlu treyjunum mínum gaf ég fyrir mörgum árum í söfnun til Afríku og stuðlaði þannig að upp- gangi knattspyrnunnar í þeirri heimsálfu, eins og er að koma í ljós núna,“ segir Eiríkur og hlær. Hann segist aðallega festa kaup á fótboltatreyjum á Netinu, en sjaldnast klæðast þeim nema þegar hann spilar knattspyrnu á veturna. Spurður um eftirlætistreyjurnar í safninu nefnir Eiríkur Real Madr- id-treyju frá 1986 sem Rafael Gor- dillo lék í, treyju brasilíska félags- liðsins Flamengo sem goðsögnin Zico klæddist í leik og ÍK-treyju frá miðjum níunda áratugnum með auglýsingu frá Sapur-teppahreinsi, en Eiríkur fékk einmitt Henson til að endurhanna svipaða treyju fyrir nokkrum árum og seldist sú í 140 eintökum til gallharðra stuðnings- mann ÍK. „Svo eru fleiri treyjur sem mér þykir vænt um, eins og landsliðstreyja Tíbets sem dansk- ur námsmaður fékk það hlutverk að hanna fyrir Hummell-fyrirtæk- ið og tókst afbragðsvel upp,“ segir Eiríkur. kjartan@frettabladid.is Zico-treyjan í uppáhaldi Eiríkur Gunnsteinsson lögfræðingur hefur safnað fótboltatreyjum af öllum stærðum og gerðum frá því hann var ungur drengur. Hann pantar treyjurnar aðallega af Netinu en notar þær sjaldan dagsdaglega. Eiríkur, sem er einlægur stuðningsmaður Spánverja, er hér í treyju liðsins frá HM 1982 og með Tango-bolta eins og notaðir voru á sama móti. Hluti treyjusafnins sést í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAUMAVÉL er algjört þarfaþing fyrir laghent tísku- gúrú. Það er svo gott að geta breytt og bætt í sam- ræmi við nýjustu strauma og frábært að geta bara saumað draumaflíkina sjálfur ef hún er hvergi fáanleg. SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvali www.gabor.is Sérverslun með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.