Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 56
44 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Spánverjar eru dottnir úr efsta sæti veðmangara yfir þær þjóðir sem eru taldar líklegastar til að verða heimsmeistarar. ótrú- leg úrslit gærdagsins þegar Sviss vann ríkjandi Evrópumeistara á HM, 1-0. Ekkert lið hefur orðið heims- meistari eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á HM. Þrjú lið hafa komist næst því að ná að koma til baka og vinna heimsmeistaratitil- inn eftir tap í fyrsta leik. Vestur- Þýskaland (1982), Argentína (1990) og Ítalía (1994) töpuðu sínum fyrsta leik í þessum keppnum en fóru alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar. Sviss er í 24. sæti á styrkleika- lista FIFA og var ekki einu sinni með Alexander Frei, fyrirliða og stórstjörnu í heimalandinu í lið- inu þar sem hann er meiddur. Þá fór besti varnarmaðurinn þeirra, Philippe Senderos sem var að ganga í raðir Fulham frá Arsenal, meiddur af velli í fyrri hálfleik. Þjóðverjinn Ottmar Hitzfeld stýrir liðinu en hann þjálfaði í Sviss fyrstu níu ár þjálfaraferils síns. Hann er þegar orðinn þjóð- hetja í Sviss. „Við reyndum á hefðbundinn hátt og hetjulegan en við náðum bara ekki að skora markið sem við þurftum. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við vorum miklu betri allan leikinn. Núna þurfum við að vinna næstu tvo leiki,“ sagði Vicente Del Bosque, þjálfari Spánverja. Stephan Lichtsteiner, varnar- maður frá Lazio, var algjörlega frábær í vörn Sviss, hann henti sér fyrir allt og gaf stórstjörnunum engan tíma til að leika listir sínar. Spánverjar spiluðu reyndar alls ekki illa en ónákvæmni á síðasta þriðjungi vallarins kom þeim í vandræði. Svisslendingar nýttu annað af tveimur færum sínum, hitt var skot í stöngina skömmu síðar, og hirtu stigin. David Villa gat gert betur en með Fernando Torres kláran í byrjunarliðið í næsta leik ætti að lifna yfir sókn- arlínu Spánverja. Del Bosque var reyndar gagn- rýndur fyrir að vera bæði með Xabi Alonso og Sergio Busquets í byrjunarliðinu og þar með fimm manna miðju og tvo djúpa miðju- menn, í stað þess að nota annan framherja. Spánverjar áttu 25 tilraunir að marki Sviss en hittu rammann aðeins fimm sinnum. Eitt skot fór af slánni og út. Svisslendingar jöfnuðu með Ítala frá því á HM 1990 en þetta var fimmti leikurinn í röð í úrslita- keppni HM sem það heldur marki sínu hreinu. Sviss datt út í 16-liða úrslitunum á HM í Þýskalandi eftir vítaspyrnukeppni án þess að fá á sig mark alla keppnina. Spánn vinnur væntanlega Hondúras en gæti spilað hrein- an úrslitaleik við Chile um hvor þjóðin færi áfram með Svisslend- ingum, að því gefnu að þeir vinni slakt lið Hondúras líka. Úrslitin eru þau óvæntustu í langan tíma og glæða lífi í mót sem mörgum þykir hafa valdið vonbrigðum til þessa. hjalti@frettabladid.is Þetta var ekki okkar dagur Ríkjandi Evrópumeistarar töpuðu fyrir Sviss á HM í gær. Stjörnur Spánverja voru ekki á skotskónum fyrir framan markið og Sviss nýtti annað af tveimur færum sínum. Ein óvæntustu úrslit í sögu HM. ÓSVIKINN FÖGNUÐUR OG SORG Gelson Fernandes fagnar eftir að hafa skorað af harðfylgi og tryggt Sviss sigur gegn Evrópumeist- urunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. England 0-1 Bandaríkin (1950) Fólk á Englandi hélt að blöðin hefðu gleymt einni tölu og leikurinn hefði endaði 1-10 en ekki 1-0 eins og var raunin. Billy Wright og Tom Finney voru meðal stjarna Englands sem náðu ekki að skora fram hjá áhugamönnum Bandaríkjanna. 2. Norður-Kórea 1-0 Ítalía (1966) Fyrsti og eini sigur Norður-Kóreu á HM. Stórlið Ítala var grýtt með úldnum tómötum við heimkomuna. 3. Alsír 2-1 Vestur-Þýskaland (1982) Það var einn á móti 1000 að Alsíringar ynnu Vestur-Þjóðverja sem höfðu aðeins tapað fjórum leikjum á fjórum árum fyrir þennan leik. Jupp Derwall þjálfari sagði eftir leikinn: „Ég trúi þessu bara ekki. Þetta er ofar mínum skilningi.“ 4. Kamerún 1-0 Argentína (1990) Argentína átti titil að verja en Maradona og félögum mistókst að skora gegn þjóð sem var ekki talin líkleg til að skora í keppninni. 5. Senegal 1-0 Frakkland (2002) Heims- og Evrópumeistarar Frakka áttu að vinna þennan leik örugglega, gegn þjóð sem fáir vissu nokkuð um. Þeir töpuðu og ollu vonbrigðum út mótið áður en þeir fóru heim án sigurs og án þess að skora. 6. Austur-Þýskaland 1-0 Vestur-Þýskaland (1974) Fyrsti leikur Austursins og Vestursins í Þýskalandi. Ótrúleg úrslit en Vestur-Þjóðverjar urðu svo meistarar. 7. Spánn 5-1 Danmörk (1986) Danmörk hafði unnið alla leikina í fyrstu umferðinni, meðal annars Úrugvæ 6-1 og Vestur-Þjóðverja 2-0. Undarlegur leikur þar sem Danir komust yfir áður en Emilio Butragueño skoraði fjögur mörk. 8. Búlgaría 2-1 Þýskaland (1994) Þýskaland hafði komist í þrjá úrslitaleiki á HM í röð og þegar Lothar Matthäus kom þeim yfir leit út fyrir að þeir kæmust í undanúrslit. En tvö mörk á skömmum tíma breyttu draumi þeirra í martröð. 9. Norður-Írland 1-0 Spánn (1982) Enginn hafði trú á Norður-Írum gegn gestgjöfunum, sérstaklega eftir að þeir lentu manni undir snemma leiks. En þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og skutu sér þar með áfram. 10. Kúba 2-1 Rúmenía (1938) Ótrúleg úrslit á sínum tíma. Kúba komst reyndar ekki á HM, en fór á mótið þar sem Mexíkó hætti við þátttöku. Rúmenía spilaði á HM bæði 1930 og 1934 og þótti vera með gott lið. Kúba tapaði svo 8-0 fyrir Svíum í næstu umferð. 10 óvæntustu úrslit í sögu HM: KARL HEINZ RUMMENIGGE H-RIÐILL Hondúras - Chile 0-1 0-1 Jean Beausejour (34.) Spánn - Sviss 0-1 0-1 Gelson Fernandes (52.) STAÐAN Chile 1 1 0 0 1-0 3 Sviss 1 1 0 0 1-0 3 Hondúras 1 0 0 1 1-1 0 Spánn 1 0 0 1 1-1 0 NÆSTU LEIKIR Chile - Sviss mánudagur kl. 14.00 Spánn - Hondúras mánudagur kl. 18.30 A-RIÐILL Suður-Afríka - Úrúgvæ 0-3 0-1 Diego Forlan (24.), 0-2 Diego Forlan, víti (80.), 0-3 Álvaro Pereira (90.+5) STAÐAN Úrúgvæ 2 1 1 0 3-0 3 Mexíkó 1 0 1 0 1-1 1 Frakkland 1 0 1 0 0-0 1 Suður-Afríka 2 0 1 1 1-4 1 NÆSTU LEIKIR Frakkland - Mexíkó í dag kl. 18.30 Mexikó - Úrúgvæ þriðjudag kl. 14.00 Frakkland - Suður-Afríka þriðjudag kl. 14.00 LEIKIR DAGSINS Argentína - Suður-Kórea kl. 11.30 Grikkland - Nígería kl. 14.00 Frakkland - Mexíkó kl. 18.30 HM Í GÆR Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna: FÓTBOLTI Knattspyrnukonan Þór- unn Helga Jónsdóttir er á sínu þriðja ári með brasilíska liðinu Santos og fær nú fótboltaæðið í Brasilíu beint í æð með því að vera úti í Brasilíu á meðan heimsmeist- arakeppnin er í gangi. „Fyrir utan Suður-Afríku sjálfa get ég ekki hugsað mér skemmti- legri stað til að fylgjast með HM. Allar götur eru skreyttar gulu og grænu og brasilíski fáninn er úti um allt, málaður á göturnar og veggi og annar hver maður í brasilísku landsliðstreyjunni og þar með talin ég,“ segir Þórunn Helga. Hún horfði á fyrsta leikinn í heimahúsi með nokkrum vinum en segir að fæstir í Brasilíu horfi á leikina heima hjá sér. „Fótbolti er alltaf stór þáttur í þjóðfélaginu hérna en á meðan HM stendur snýst gjörsamlega allt um keppnina. Öllum verslun- um, fyrir utan bari og veitinga- staði sem hafa sjónvörp, er lokað á meðan leikir Brasilíu standa og ég held grínlaust að það sé nánast enginn sem missir af leik. Hvorki kennurum né nemendum dett- ur í hug að mæta í skólann á leik- degi Brasilíu. Ég held að meira að segja bankarnir loki á meðan á leik stendur,“ segir Þórunn í létt- um tón. Brasilíumenn þurftu að bíða í 55 mínútur eftir fyrsta markinu á móti Norður-Kóreu í fyrra- kvöld og enduðu síðan á því að vinna „aðeins“ 2-1 sigur á hinu lítt þekkta liði frá lokað- asta hluta Asíu. „Ef það var einhver í Brasilíu ekki að horfa á leikinn þá hefur honum brugð- ið þegar fyrsta mark- ið kom því að lætin voru eins og á gaml- árskvöld. Flugeld- um var skotið upp og það voru gríðar- leg gleðilæti,“ sagði Þórunn. Það var síðan allt vitlaust eftir leikinn. Hún segir Brasilíumenn hafa almennt verið ánægða með leikinn þótt að liðið hafi ekki spilað toppleik. Þórunn Helga heldur að sjálf- sögðu með Brasilíu á HM. „Ég hef alltaf stutt Brasilíu á stórmótum en Brasilíuhjartað er orðið töluvert sterkara eftir dvölina hérna,“ segir Þórunn. Hún vonast til að fá að upplifa Brasilíumenn verða heimsmeistara. „Ég vona svo mikið að ég fái að vita það. Ég get rétt svo ímyndað mér lífið á götunum. Algjör gleði. Þetta hefur svo sem líka skuggahliðar því að ef að Brasilía vinn- ur ekki verður hér þjóðarsorg,“ sagði Þórunn að lokum. - óój Þórunn Helga Jónsdóttir fær Heimsmeistarakeppnina beint í æð þar sem hún spilar með Santos í Brasilíu: Flugeldar á loft við fyrsta mark Brassanna ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR MYND/PEDRO ERNESTO GUERRA AZEVEDO MIKIL STEMNING Í RÍÓ Brasilíumenn hópast saman í heimalandinu þegar landsliðið spilar á HM. MYND/AP FÓTBOLTI Diego Forlan átti stórleik og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Úrúgvæ á heimamönnum í Suður- Afríku í fyrsta leiknum í annarri umferð riðlakeppninnar á HM í Suður-Afríku í gær en tapið þýðir að gestgjafarnir eru komnir í mjög slæm mál í riðlinum. „Sem framherji þá vil ég alltaf skora mörk en það mikilvægasta var að vinna þennan leik. Liðið okkar er gott og við spiluðum einnig vel á móti Frökkum. Við erum mjög þéttir,“ sagði Diego Forlan eftir leikinn. Forlan skoraði fyrra markið sitt með glæsilegu langskoti en seinna markið hans kom úr víta- spyrnu á 80. mínútu eftir að markvörðurinn Itumeleng Khune braut á Luis Suarez og hlaut að launum rautt spjald. Álvaro Per- eira innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Carlos Alberto Parreira, þjálf- ari Suður-Afríku, sparaði dóm- aranum ekki kveðjuna. “Busacca er versti dómarinn í keppninni til þessa og ég þarf vonandi ekki að horfa upp á hann aftur í keppn- inni,“ sagði Parreira en Suður- Afríkumenn voru mjög ósáttir með vítapsyrnudóminn og rauða spjaldið sem gerði endanlega út um leikinn. - óój Úrúgvæ vann heimamenn: Forlan með tvö DIEGO FORLAN Er orðinn markahæsturá HM 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.