Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 8
 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Verði niðurstaðan sú að miða útreikninga gengislána við samningsvexti í stað hagstæðustu vaxta Seðlabankans eða Reibor- vexti, þá mun það koma harkalega niður á efnahagslífinu, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Már sagði á vaxtaákvörðunar- fundi Seðlabankans í gær, þar sem tilkynnt var um 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, að ef ekki væri fyrir óvissuna tengda gengislánunum hefði mátt lækka stýrivexti meira. Þeir eru nú komnir niður í átta pró- sent. Til samanburðar stóðu stýri- vextir í tólf prósentum fyrir ári. Fram kom á fundinum í gær að efnahagsþróun væri í takt við spá Seðlabankans frá í maí. Við bætist að gengi krónunnar hefur styrkst um fimm prósent frá síðasta fundi, um sex prósent miðað við gengi evru. Már sagði mikilvægt að verja bankakerfið fyrir áföllum af áhrif- um gengislánanna en greindi ekki á milli hvort um bílalán eða íbúða- lán væri að ræða. Verði úrskurður Hæstaréttar víðtækari og taki jafn- framt til gengistryggðra íbúðalána yrðu afleiðingarnar eftir því alvar- legri. „Ef þetta leiðir til þess að eigin- fjárhlutföll bankanna fara niður fyrir lögbundið lágmark, sem má ekki útiloka, þá verða eigendur – ríkissjóður og kröfuhafar – að koma með nýtt eigið fé til að tryggja starf- semi þeirra,“ sagði Már og lagði ríka áherslu á að allar þjóðir liðu fyrir það ef bankakerfi þeirra væri illa statt. „Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á þessu. Það er alveg klárt hver muni borga, það eru allir hinir, skattborgararnir,“ sagði Már. „Það er líka alveg ljóst að þessi lán voru ekki í neinu samræmi við efna- hagslegan veruleika. Það er mjög ÁHYGGJUFULLUR BANKASTJÓRI Skattgreiðendur munu á endanum borga fyrir það ef ríkissjóður þarf að leggja Landsbankanum til aukið eigið fé, segir Már Guðmundsson og telur mikilvægt að miða útreikninga gengislána við annað en samningsvexti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gengislán gætu orð- ið efnahagslífinu dýr Bankarnir gætu farið á hliðina og átt erfitt með að styðja við efnahagsbatann verði ákveðið að miða útreikninga gengislána við samningsvexti. Seðlabanka- stjóri segir lánin ekki hafa verið í samræmi við efnahagslegan veruleika. Samhliða vaxtaákvörðun Seðlabankans greindi Már ítarlega frá tveimur málum: kaupum ríkissjóðs á skuldabréfum í evrum sem eru á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári og ádrætti á lánalínur við Norðurlöndin og Pólland. Skuldabréfakaupin námu samtals 192 milljónum evra, jafnvirði rúmra þrjátíu milljarða króna. Greining Íslandsbanka bendir á að eftir kaupin á ríkissjóður eftir að standa skil á tveimur skuldabréfaflokkum upp á 871 milljón evra á næstu tveimur árum. Fram kom í máli seðlabankastjóra í gær, að skuldabréfin hefðu verið undirverðlögð á markaði og því hafi ríkissjóður hagnast á því að kaupa þau til baka auk þess að spara sér vaxtagjöld. Grein- ing Íslandsbanka segir kaupverð vera beggja vegna 0,97 senta á dollarinn. Seðlabankanum reiknast til að skuldir ríkissjóðs lækki við þetta um fjögur prósent af landsframleiðslu. Már segir í samtali við Fréttablaðið að reiknað hafi verið með því eftir aðra endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda að draga á lánin frá Norðurlöndunum og Póllandi. Það sé jafnframt hluti af því að aflétta höftunum, sem vænta má eftir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunarinn- ar, þó ekki fyrr en í besta lagi í október. Lánin eru dýr, kosta í kringum tólf milljónir króna á dag. Norrænu lánin kosta 12 milljónir á dag brýnt að þeir sem að málinu koma finni lausn sem veldur því að við förum ekki út af þeirri braut sem við erum á. Annars fer illa fyrir okkur,“ sagði Már og tók sem dæmi fjármálakreppuna í Japan sem reið þar yfir fyrir rúmum áratug. Hag- kerfið hefur enn ekki jafnað sig á þeirri kreppu. jonab@frettabladid.is JAFNRÉTTISMÁL Fjölmargar kvartanir hafa borist til Jafnréttisstofu vegna umfjöllunar Ríkisútvarps- ins um heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Kvart- að hefur verið undan því að aðeins karlar sjái um lýsingar og umfjöllun um mótið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, segir nöturlegt að á sama tíma og íslenska kvennalandsliðið standi sig frá- bærlega vel séu þau skilaboð gefin að konur hafi ekki vit á fótbolta. „Það er fullt af konum sem hafa rosalega gaman af fótbolta. Og allar þær stelpur sem eru að standa sig svona vel og hafa verið að gera í gegnum árin. Af hverju eru þær ekki?“ segir Kristín. „Ég vil taka það skýrt fram að þessir karlar gera þetta mjög vel og eru fagleg- ir,“ segir Kristín en bendir á að á Norð- urlöndunum hvarfli ekki annað að ríkisút- vörpum en að bæði kyn taki þátt í umfjöllun um knattspyrnu. Kvörtunum hefur verið komið til Ríkisút- varpsins. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í samtali við Fréttablaðið að honum hefði sjálf- um þótt fara betur á því að hafa fleiri konur. Að öðru leyti vísaði hann á íþróttastjóra RÚV, Kristínu Hálfdanardóttur. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Þorsteinn J. Vilhjálmsson, umsjónar- maður HM-þáttanna, sagðist í gær vilja fá bestu sérfræðingana til þess að tala um leikina. Það komi jafn- réttismálum ekkert við. - þeb RÍKISÚTVARPIÐ Jafnréttisstofu hafa borist ábendingar og kvartanir vegna umfjöllunar um heimsmeistaramótið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JERÚSALEM, AP Ísraelskir landtöku- menn í austurhluta Jerúsalem hafa hótað að bera út fjórar palestínskar fjölskyldur með valdi yfirgefi þær ekki byggingu sem Ísraelar halda fram að sé í eigu gyðinga. Þeir gefa Palestínumönnunum frest til 4. júlí. Fjölskyldurnar halda til í palest- ínsku hverfi í nágrenni frægrar byggingar, Beit Yonatan, sjö hæða íbúðarhúsi sem staðið hefur til að rífa. Þar búa nú tíu gyðingafjöl- skyldur. Í reglugerð sem gefin var út fyrir tveimur árum segir að rýma eigi og loka Beit Yonatan. Hafa Ísra- elsmennirnir sem þar búa nú gefið frá sér yfirlýsingu um að þeir muni ekki fara nema Palestínumennirnir geri slíkt hið sama. . Borgarstjórn Jerúsalem ákvað svo á mánudag að jafna við jörðu 22 palestínsk heimili í borginni, en þau eru á fyrirhuguðu ferðamanna- svæði. Nir Barkat, borgarstjóri Jerúsalem, segir að framkvæmd- irnar gefi borginni langþráða and- litslyftingu og þær 22 palestínsku fjölskyldur sem búi í húsunum, megi byggja sér hús annars stað- ar í hverfinu. Þó sé ekki komið á hreint hver borga skuli fyrir þær framkvæmd- ir. - sv Ísraelskir landtökumenn í Jerúsalem vilja palestínskar fjölskyldur burt fyrir 4. júlí: Hóta að beita fjölskyldur valdi JERÚSALEM Ísraelsmaður og Palest- ínumaður takast á fyrir utan eitt af umdeildu húsum Jerúsalem. Jafnréttisstofu hafa borist margar kvartanir vegna umfjöllunar RÚV: Konur vanti í HM-umfjöllun Hagsmunasamtök Heimilanna www.heimilin.is - heimilin@heimilin.is ÁSKORUN Á ALÞINGI NÝTT LÁNAKERFI Hagsmunasamtök heimilanna skora á ráðherra og Alþingi að afgreiða eftirfarandi lagafrumvörp með ,,Heimilispakkanum” áður en Alþingi fer í sumarfrí: Hópmálssókn Hámark á verðbætur við 4% frá 1.1.2008 og þak á óverðtryggða vexti Umboðsmaður lántaka Fullnaðar fyrning veðkrafna takmarkist við 4 ár Lyklafrumvarpið Greiðsluaðlögun einstaklinga Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna einstaklinga með 2 eignir Rannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna Stjórnvöld tryggi, með tilmælum ef þarf, að allar fjármálastofnanir endurreikni ,,áður” gengistryggð lán, án gengistryggingarinnar og með upphaflegum vaxtakjörum. Stjórnvöld eru beðin um afsökunarbeiðni til handa þeim er orðið hafa fyrir ómældum skaða og þjáningum sem ekki verður bættur með neinum hætti, en hefði mátt koma í veg fyrir að miklu leyti með skjótum viðbrögðum stjórnvalda og almennum skuldaleiðréttingum. Stjórnvöld sýni frumkvæði, festu og ábyrgð til leiðréttingar verðtryggðra lána heimilanna þar sem augljós forsendubrestur hefur orðið. UNNIÐ VERÐI AÐ AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR ÁRIÐ 2010 Samtökin vilja áframhaldandi samvinnu við stjórnvöld um réttindamál heimila, viðsnúning á skuldavandanum og mótun nýs lánakerfis, allt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Taktu þátt í að verja hagsmuni heimilanna og móta lánakerfi til framtíðar og SKRÁÐU ÞIG í Hagsmunasamtök heimilanna. VEIÐIKORTIÐ 2010 OG STANGARSETT Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið 2010 og 7’ stangarsett. Í settinu er: letingi, box með spúnum og sökkur. Hægt er að velja á milli veiðistangar með opnu eða lokuðu hjóli. Safnkortshafar borga aðeins 6.990 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð: 10.990kr. x4 Punktar gilda fjórfalt.Tilboðið gildir til 31.07 2010 eða á meðan birgðir endast. Vr. A97 2000 / A97 2001 HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.