Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 36
 24. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR10 ● metan Orkuveita Reykjavíkur á í sam- starfi við Metan hf. um notkun metans á bíla. Orkuveita Reykjavíkur hefur í mörg ár unnið markvisst að því að draga úr umhverfisáhrif- um í starfsemi sinni og er mikil áhersla lögð á umhverfismál. Daglegur rekstur og verk eru unnin í takt við vottað umhverf- isstjórnunarkerfi. Umhverfis- skýrsla kemur út árlega og þar er meðal annars gerð grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækisins, sem og öðrum þáttum sem orkuvinnsla hefur í för með sér. Árið 2004 hlaut OR Kuðunginn, umhverf- isverðlaun umhverfisráðuneyt- isins. Árið 2006 setti stjórn fyrirtæk- isins því þau markmið, að 55 pró- sent af bílaflota þess yrðu knúin vistvænu eldsneyti árið 2013 og síðan yrði haldið áfram á þeirri braut. Í samræmi við þá stefnu hefur Orkuveita Reykjavíkur undanfar- in ár notað bíla sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Um er að ræða rafbíla og metangasbíla, en fyrirtækið hefur verið í samstarfi við Metan hf. um notkun metans á bíla. Nú eru 24 metanbílar af ýmsum gerðum í notkun hjá fyr- irtækinu og hefur rekstur þeirra gengið afar vel. Metan og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi Orkuveitan hefur í mörg ár unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum í starfsemi sinni og hlaut meðal annars Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, árið 2004. Orkuveitan hefur á síðustu árum notað bíla sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. ● METANSTRÆTÓ VERÐUR Á SVÆÐINU Í DAG „Við viljum leggja okkar af mörkum í notkun vistvænna, endurnýjanlegra orkugjafa. Við höfum verið að skoða leiðir til að stuðla að endurnýjun vagnflotans í þessa átt og erum að marka stefnu í umhverfismálum. Strætó bs. hefur átt í góðu samstarfi við Metan hf. og horfir meðal annars til frekari nýt- ingar á metangasi,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Fyrirtækið hefur verið með tvo metanvagna af Scania-gerð í rekstri und- anfarin fjögur ár og tekur þátt í Metandeginum með því að sýna annan metanvagninn hjá N1 á Bíldshöfðanum. Múli bílaréttingar ehf., í sam- starfi við Sprautun ehf., fjár- festi í metan-sprautuklefa frá Ít- alíu árið 2004 með það að mark- miði að gera starfsumhverfið eins umhverfisvænt og hægt væri. Að sögn eigenda, Sigurðar og Sigrún- ar, hefur búnaðurinn reynst vel í alla staði. Notast er eingöngu við íslenska orku á vinnustaðnum þar sem ís- lenska metanið leysir af hólmi innflutt eldsneyti sem annars er notað við sambærileg störf. Um er að ræða eina verkstæðið á sínu sviði á Íslandi sem stigið hefur græn spor með notkun á íslensku metani með þessum hætti. Múli er til húsa á Tunguhálsi 8 í Reykja- vík – heimasíða fyrirtækisins er muli.is. Umhverfisvæn bílasprautun Múli bílaréttingar ehf. er eina verkstæðið á sínu sviði hérlendis sem hefur stigið græn spor með því að fjárfesta í metan-sprautuklefa. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orku- stofnun, Ísor og verkfræðistofurn- ar Mannvit og Verkís fóru af stað síðastliðið haust með námskeið- ið, Viltu verða orkubóndi? Orku- bóndinn er námskeið fyrir áhuga- fólk um orkubeislun og hvernig hægt er að nýta tilfallandi end- urnýjanlega orku. Farið var á tíu staði vítt og breitt um landið, en um 900 manns sóttu námskeiðið og viðtökur fóru langt fram úr björt- ustu vonum skipuleggjenda. Á námskeiðunum var m.a. rætt um tækifæri í landbúnaði til að framleiða metaneldsneyti úr mykju og öðrum lífmassa sem til fellur í landbúnaði. Að sögn for- svarsmanna var mikinn áhuga að finna hjá þátttakendum um allt land fyrir metanframleiðslu. Á einu námskeiðinu voru frum- kvöðlar heimsóttir að Hraungerði í Flóa, feðgarnir Guðmundur Stef- ánsson og Jón Tryggvi tæknifræð- ingur. Þeir höfðu þá komið sér upp vísi að metanverksmiðju sem framleiða mun metaneldsneyti úr mykju sem til fellur á búi þeirra. Framtak þeirra er aðdáunarvert, enda hafa þeir að mestu byggt upp aðstöðu sína af eigin ramm- leik og notið velvildar og aðstoðar frá Sorpu bs., Metani hf. og Land- búnaðarháskóla Ísland. Árangur Guðmundar og Jóns varpar skýru ljósi á þau tækifæri sem leynast víða um land. Orkubændur búa til eldsneyti úr mykju Guðmar Finnur Guðmundsson, staðarstjóri á Álfsnesi, ræðir hér við Jón Tryggva og Guðmund Stefánsson í vinnuaðstöðu feðganna í 20 feta skipagámi. Guðmar og Jón Tryggvi skoða hér vatns- þvegilsturninn í Hraungerði sem skilar frá sér hreinsuðu metaneldsneyti sem nýta má á ökutæki og vinnuvélar eða til rafmagnsframleiðslu og húshitunar ef það ætti við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.