Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 62
42 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. dropa, 6. tveir eins, 8. gagn, 9. harðæri, 11. átt, 12. hlátur, 14. skrifa, 16. pot, 17. nægilegt, 18. flík, 20. tveir eins, 21. rell. LÓÐRÉTT 1. ofneysla, 3. samanburðartenging, 4. ættliður, 5. óhreinka, 7. þverslaufa, 10. bók, 13. persónufornafn, 15. sóða, 16. ónn, 19. til dæmis. LAUSN LÁRÉTT: 2. leka, 6. hh, 8. nyt, 9. óár, 11. na, 12. fliss, 14. stíla, 16. ot, 17. nóg, 18. fat, 20. ðð, 21. nudd. LÓÐRÉTT: 1. óhóf, 3. en, 4. kynslóð, 5. ata, 7. hálstau, 10. rit, 13. sín, 15. agða, 16. ofn, 19. td. Hversdags er það bara venjulegt morgunkorn en draumamorgun- maturinn er hjá ömmu. Heima- bakaðar vöfflur með sultu og góður kaffibolli. Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, fatahönnuður sem er með barnafatamerkið Sunbird. Hjalti Nönnuson hefur lokið við að þýða sína fyrstu bók; uppskrifta- bók stjörnukokksins og Íslands- vinarins Gordons Ramsey sem á að koma út í október. Hjalti á ekki langt að sækja mataráhugann en hann er sonur Nönnu Rögnvaldar- dóttur matargúrús. Mataráhuginn kviknaði samt ekki fyrr en hann flutti að heiman. „Mamma benti á mig í þetta verkefni því hún veit að ég hef mikinn áhuga á mat og elda- mennsku og taldi mig vera full- færan í að þýða þessa bók,“ segir Hjalti en hann er ekki menntaður kokkur. Á meðan hann þýddi bók- ina eldaði Hjalti þær uppskriftir í bókinni sem honum leist á. „Gor- don virðist vera mjög hrifinn af smokkfiski og trúðu því eður ei, en ég er mjög matvandur og sneiddi því hjá þeim uppskriftum í bókinni sem meðal annars inni- héldu smokkfisk,“ segir Hjalti hlæjandi og bætir við að fólk verði oft mjög hissa þegar það uppgötv- ar að hann sé matvandur kom- andi af svona miklu matarheimili. „Systir mín er yfirlýst grænmet- is æta og ég mundi til dæmis frek- ar borða hrá dekk en sveppi svo við mamma erum löngu búin að komast að samkomulagi í þessum málum. Hún eldar það sem henni sýnist og svo verðum við bara að sneiða fram hjá því sem okkur líkar ekki.“ Í bókinni Eldað um veröld víða tekur Gordon Ramsey saman upp- skriftir frá sínum tíu uppáhalds- stöðum í heiminum og lögð er áhersla á hversdagsmat. Maður ætti því ekki að þurfa að vera neinn stjörnukokkur til að geta eldað upp úr bókinni. „Ramsey vill meina að núna sé matur orð- inn svo aðgengilegur, maður á að geta eldað mat frá öllum heimsálf- unum sama hvar maður er stadd- ur,“ segir Hjalti. - áp Sonur Nönnu í fótspor Ramseys SJALDAN FELLUR EPLIÐ LANGT FRÁ EIKINNI Hjalti Nönnuson er liðtækur í eldhúsinu og hefur nú þýtt kokkabók Gordons Ramsay. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þetta var klikkað! Þetta gekk alveg rosalega vel,“ segir listamaðurinn Óli G. Jóhannsson, sem hefur opnað sýn- ingu sína í Opera gallerí í Seúl, höfuð- borg Suður-Kóreu. Óli G. var staddur í Seúl þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann sló í gegn þegar hann opnaði sýningu sína í Suður-Kóreu í vikunni og seldi fjölmörg verk. En varð hann ríkur á einu kvöldi? „Við skulum segja að gærkveldið hafi gengið mjög vel fyrir fátækan Íslend- ing,“ segir Óli. „Það var mikil aðsókn á sýninguna mína í gær og var það alveg frábært. Það er mikill áhugi á myndlist og þá aðallega málverkum hér í Suður- Kóreu og svo virðist sem mín list sé að virka.“ Óli hélt fyrstu sýninguna sína árið 1973 og hefur síðan þá haldið reglulega sýningar, bæði hér heima og erlend- is. Opera gallerí bauð Óla að opna sína sýningu eftir að sýningu Damiens Hirt lauk á dögunum. Málverk eftir Óla var einnig valið inn á tíu ára afmælissýn- ingu Opera gallerí í New York. Þar er hann þess heiðurs aðnjótandi að verk hans stendur á móti verki eftir Jackson Pollock. Ólafur er með sérstaka kenningu um velgengnina í Suður-Kóeru. „Ég held að það aðstoði mig mikið að vera Jóhanns- son,“ segir hann. „Heimurinn tengir mig við Kristján Jóhannsson óperu- söngvara, Barða í Bang Gang og Jóhann Jóhannsson.“ - ls Það borgar sig að vera Jóhannsson ÁNÆGÐUR LISTAMAÐUR Óli G. er að vonum ánægður með hversu vel opnunin á sýningunni hans gekk. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR „Það er alveg æðislegt hvernig stemningin er fyrir bókinni úti í Frakklandi,“ segir Stefán Máni Sig- þórsson rithöfundur. Franska bókmenntatímaritið Lire valdi á dögunum bók Stefáns Mána, Skipið, bestu glæpasögu árs- ins. Lire gaf bókinni fjórar stjörnur í nýjasta hefti sínu sem er tileinkað glæpasögum. Stefán Máni skýtur öðrum rithöfundum ref fyrir rass þar sem Skipið er eina bókin sem fær fjórar stjörnur. „Ég fékk tímaritið sent frá þeim. Þetta er svolítið stórt og rosalega flott tímarit,“ segir Stefán. „Ekk- ert of akademískt þannig að það er breiður hópur sem les það. Þeir velja tíu bestu glæpasögur ársins og völdu Skipið í fyrsta sæti. Einn- ig var hún eina bókin sem þeir gáfu fjórar stjörnur. Það er auðvit- að alveg magnað þar sem þetta er fyrsta bókin mín í Frakklandi.“ Gagnrýnendur Lire spara ekki stóru orðin í umsögnum sínum um bókina og segja hana meistaraverk. Þá er bygging sögunnar sögð þrek- virki sem heldur stöðugri spennu. Ef þetta er ekki nóg, þá er talað um að Stefán Máni sé með öllu óhrædd- ur, textinn sé reiðilegur, harmrænn og hamslaus. Loks segir gagnrýn- andi að Stefán ríghaldi lesandan- um allt að síðustu blaðsíðu. Þegar hann leggi svo loks bókina frá sér sé hann ringlaður og viti í raun ekki hvert eigi að leita. Stefán segir að sala á Skipinu hafi rokið upp í kjölfarið á val- inu og franska forlagið sé búið að prenta annað upplag. Þá hefur for- lagið tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Svartur á leik eftir Stef- án og lýst yfir áhuga á framtíðar- verkum hans. „Það koma kannski 100.000 bækur út í Frakklandi á ári og líftíminn er ekki langur,“ segir hann. „En þetta hleypti lífi í söluna aftur sem er mjög flott.“ linda@frettabladid.is STEFÁN MÁNI: EINA BÓKIN SEM ÞEIR GÁFU FJÓRAR STJÖRNUR Lire velur Skipið bestu glæpasöguna í Frakklandi ÁNÆGÐUR STEFÁN Stefán segir bókmenntamenningu mikla í Frakklandi og því sé þetta einstakur heiður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ára útgáfusaga bókatímaritsins Lire hófst í París.35 Kl ap pa rs tíg ur Laugavegur Hverfi sgata 29 Rakarastofan Hárgreiðslustofan Klapparstíg Klapparstíg Klapparstíg 29 • Sími 551 3010 Hver fær bréf frá þér? Sendu kveðju til þeirra sem þér þykir hafa verið til fyrirmyndar. Kynntu þér hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á tilfyrirmyndar.is Jafnréttisstofa gagnrýndi sjón- varpsstöðvarnar í tilkynningu í gær fyrir að leita ekki til kvenna þegar leikirnir á heimsmeist- aramótinu í fótbolta eru teknir fyrir. Þáttur Þorsteins J. á RÚV er sérstaklega gagn- rýndur, en þar eru allir spekingarnir karlkyns. Sjón- varpsstöðvunum til glöggvunar má benda á að að lands- liðs kokkurinn vinsæli, Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, ku vera mikill fótboltaunnandi og missir varla af leik. Hrefna Rósa heldur með liði Spánverja og yrði kjörin í spekingsstólinn þegar Spánn mætir Chile á morgun. Annars þarf ekki að leita lengi til að finna konur sem myndu vafalaust glaðar tala um fótbolta. Íslendingar eiga til dæmis landslið í fótbolta sem hefur ekki fengið á sig mark á Laugar- dalsvelli frá því að núverandi þjálfari tók við. Allir þessir sig- urleikir hljóta að gefa Hólmfríði Magnúsdóttur, Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur spekingsleyfi. Logi Geirsson er orðinn pabbi. Hann og Ingibjörg unnusta hans eignuðust lítinn dreng í gær. Mikil hamingja er á heimilinu, en þau eru afar samrýnd og kláruðu til að mynda bæði nám í einkaþjálf- un frá Keili á dögunum. Engum sögum fer af nafni á litla Logason, en Logi er þekktur fyrir allt annað en hug- myndaleysi þannig að það mun vafalaust ekki vefjast fyrir handbolta- kappanum. - afb FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.