Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 24. júní 2010 Lög nr. 38 um vexti og verð-tryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur: „Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verð- tryggingu sparifjár og lánsfjár. Í 1. mgr. er lagt til að heimild- ir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felld- ar niður. ... Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarps- ins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.“ Vilji löggjafans gat varla skýr- ari verið. Hvað voru þau að hugsa? Meðal þeirra, sem tryggðu framgang málsins á Alþingi með atkvæði sínu, voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra. Hinir þingmennirnir 32, sem sam- þykktu gengisbindingarbannið á Alþingi, voru Arnbjörg Sveins- dóttir, Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Ásta Möller, Björn Bjarnason, Drífa Hjartardótt- ir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristj- ánsson, Guðmundur Hallvarðs- son, Guðni Ágústsson, Gunn- ar Birgisson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Hjálmar Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálma- son, Jón Kristjánsson, Katrín Fjeldsted, Kristinn H. Gunnars- son, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Páll Magnús- son, Páll Pétursson, Pétur H. Blöndal, Sigríður A. Þórðardótt- ir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Sverrir Hermanns- son, Tómas Ingi Olrich, Vil- hjálmur Egilsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Enginn þessara 36 þingmanna brást við, þegar bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hófu nokkru síðar að binda lán í stór- um stíl við gengi erlendra gjald- miðla í blóra við lögin. Eng- inn þarf lengur að velkjast í vafa um ásetning bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Skýrsla Rannsóknarnefnd- ar Alþings lýsir því, hvern- ig þau prönguðu gengisbundn- um lánum við lágum vöxtum inn á viðskiptavini sína vitandi vits um, að gengi krónunnar hlaut að falla og viðskiptavin- irnir mundu þá sitja eftir með sárt ennið. Bankarnir veðjuðu sjálfir á, að krónan myndi falla, enda var hún allt of hátt skráð fram að hruni, þótt þeir héldu öðru fram við grunlausa við- skiptavini. Varan var svikin. Vörusvik varða við lög auk þess sem sjálf gengisbindingin var ólögleg. Samt hreyfði enginn þing- mannanna 36 andmælum gegn gengisbindingu lánasamninga í tugþúsundatali. Hvað voru þau að hugsa? Hvar var nefnd- in, sem samdi frumvarpið og greinargerðina með því? Hver hélt á pennanum? Hvers vegna gaf hann sig ekki fram eða hún? Hvar var Seðlabankinn með heila lögfræðideild á sínum snærum? Hvar var Fjármála- eftirlitið? Og hvar voru ráðherr- arnir fjórir, sem höfðu forustu um að banna gengisbundnar lánveitingar með lögum og lyftu síðan ekki litla fingri til að stöðva lögbrotin? (Einn þeirra var einmitt í Seðlabankanum.) Hvað ætli Dönum finnist um Ísland? Hvað finnst þér? Endurskoðun sjálftekinna eftir- launa Eigum við virkilega að halda áfram að greiða þessu fólki margföld sjálftekin eftirlaun þrátt fyrir svo grófa vanrækslu í starfi? Alþingi hefur nú ein- stakt tækifæri til að sýna hug sinn í verki með því að sam- þykkja þingsályktunartillögu Þráins Bertelssonar. Hún hljóð- ar svo: „Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis eða ríkisstjórn- inni að samið verði að pólskri fyrirmynd frumvarp að lögum um endurskoðun eftirlauna og skyldra hlunninda þeirra manna sem rannsóknarnefnd Alþingis telur hafa „sýnt van- rækslu“ í aðdraganda banka- hrunsins, og annarra eftir atvikum.“ Tillagan hefur legið í salti á Alþingi síðan 14. maí og liggur þar enn. Enginn þing- maður hefur sýnt henni snefil af áhuga nema flutningsmað- urinn, sem stendur einn að til- lögunni. Fólkið í landinu ætti að brýna þingmenn til að fylkja sér um tillögu Þráins. Látum þau finna til tevatnsins. Uppgjör hrunsins þarf að hvíla á tveim stoðum. Armur laganna þarf að ná til margra bankamanna og annarra. Dómur Hæstaréttar í gengis- bindingarmálinu bendir til, að stjórnmálastéttin og bankarn- ir geti ekki lengur reitt sig á þægilega dóma, þegar mikið liggur við, líkt og gerðist til dæmis í Vatneyrardómi Hæsta- réttar í kvótamálinu 2001. Rétturinn sneri þá við blað- inu og beygði sig undir vilja ríkisstjórnarinnar. Nú hefur Hæstiréttur ríkari ástæðu til að óttast reiði almennings en vesælt andvarp máttlausrar ríkisstjórnar. Meira þarf til en dóma yfir lögbrjótum. Löggjaf- inn hefur í hendi sér að taka á þeim, sem hafa brotið af sér, þótt vanræksla þeirra varði ekki endilega við lög. Endur- skoðun sjálftekinna eftirlauna og skyldra hlunninda stjórn- málamanna og embættismanna, sem hafa gert sig seka um grófa vanrækslu í starfi, er fær leið að því marki eins og ný lög í Póllandi vitna um. Þingsálykt- unartillaga Þráins Bertelssonar miðar að slíkri endurskoðun. Ekki steinn yfir steini Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG Hvað voru þau að hugsa? Hvar var nefndin, sem samdi frumvarpið og greinargerðina með því? Hver hélt á pennanum? Hvers vegna gaf hann sig ekki fram eða hún? Allir Samfylkingarfélagar velkomnir Samfagnaður að fundi loknum Skilaboð kjósenda Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Félags- heimili Seltjarnarness, laugardaginn 26. júní kl. 10.00 Setning Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar kl. 10.10 Kosningaúrslitin, hvað má lesa úr þeim? Hver eru skilaboð kjósenda? Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands kl. 10.50 Málstofur um stöðu Samfylkingarinnar Samfylkingin í sveitarstjórnum Umsjón: Ragnheiður Hergeirsdóttir og Gunnar Svavarsson Samfylkingin í ríkisstjórn Umsjón: Friðjón Einarsson og Helena Þ. Karlsdóttir Innra starf Samfylkingarinnar Umsjón: Guðrún Helgadóttir og Kjartan Valgarðsson Hrunið og rannsóknarskýrsla – viðbrögð og aðgerðir Umsjón: Stefán Benediktsson og Rannveig Guðmundsdóttir kl. 12.30 Matarhlé kl. 13. 15 Verkefni Samfylkingarinnar á nýjum tímum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar kl. 13.40 Kynning á vinnuferli umbótanefndar Samfylkingarinnar Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst kl. 13.50 Kaffi hlé kl. 14.00 Almennar umræður og afgreiðsla tillagna kl. 16. 15 Næstu skref Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar kl. 16.30 Önnur mál Fundarstjórn: Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi www.xs.is Sumarskóli TBR Sumarskóli TBR hefur verið starfræktur í yfir 20 sumur. Þetta er alhliða íþróttaskóli og eru fjölmargar íþróttagreinar á dagskrá. Badmintoníþróttin skipar þó veglegan sess, enda er hún aðalíþrótt TBR. Við starfrækjum íþróttaskóla fyrir 6-13 ára börn í sumar. Skipt er í hópa eftir aldri. Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði badmintoníþróttarinnar.Kennslan fer bæði fram á leikjaformi og í formi tækniæfinga og skiptist erfiðleikastig þeirra eftir aldri og getustigi þátttakenda. Einnig kynnast nemendur helstu leikreglum. Námskeiðið er fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt og við nýtum okkar frábæru staðsetningu í Laugardalnum, auk þess að fara í stuttar ferðir með strætó út fyrir dalinn. Á hverju námskeiði er m.a. farið í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, í sund í Laugardalnum, ratleik í Elliðaárdalnum, Nauthólsvík heimsótt o.s.frv. Hverju námskeiði lýkur með hátíðardagskrá með ýmsum skemmtilegum viðburðum. Boðið verður upp á bæði heils- og hálfsdagsvistun, frá 9-13 og 9-16. Möguleiki er á gæslu frá 8-9 og frá 16-17. Boðið er upp á léttan hádegisverð fyrir börn sem eru í heilsdagsvistun. Þjálfarar eru m.a. Skúli Sigurðsson íþróttakennari, Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari, Ragna Ingólfsdóttir leiðbeinandi o.fl. Námskeið 2 28. júní - 9. júlí Námskeið 3 3. ágúst - 16. ágúst Öll börn í Sumarskólanum fá jafna viðurkenningu fyrir þátttöku og verðlaunapening eins og stefna ÍSÍ í þjálfun barna og unglinga segir til um. Verð er kr. 9.000 fyrir námskeið kl. 9-13 og kr. 17.000 fyrir námskeið kl. 9-16. Upplýsingar og innritun í síma 581-2266. TENNIS- OG BADMINTONFÉLAG REYKJAVÍKUR Gnoðarvogi 1, 104 Reykjavík, Sími: 581-2266 tbr@tbr.is www.tbr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.