Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 30
 24. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● metan Fólksbílar, pallbílar, jeppar og sendibílar af ýmsum gerðum og tegundum ganga fyrir íslensku metani í dag og fjölgar í hverri viku með uppfærslu á núverandi bílaflota. Reynslan af notkun elds- neytisins hefur verið mjög góð enda er íslenskt metan framleitt í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika – 125 til 130 oktan elds- neyti. Vinir metanvæðingarinnar og notendur á metaneldsneyti síðast- liðin tíu ár eru fjölmargir – sveit- arfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar – í stafrófsröð má nefna: Askja, Borgarholtsskóli, Borg- arplast, Bílaleiga Akureyrar, Brimborg, Einn Grænn, Efna- móttakan, Eðalparket, Frumherji, Garðyrkjuþjónustan, Gámaþjón- ustan, GG-járnverktakar, GT verk- takar, Hafnarfjarðarbær, Ham- borgarafabrikkan, Hekla, Hreyfill, Íslandspóstur, Kaninn, Landbún- aðarháskóli Íslands, Lífsblómið, Mannvit, Metan, Múli bílrétting- ar, N1, Nings, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Olíufélagið, Orkuveita Reykjavíkur, Rafgeymasalan, REI, Reykjavíkurborg, Síminn, SORPA, Sólarfilma, Sparibíll, Sprautun, Subway, Umhverfisstofnun, Vega- gerðin, Vélamiðstöðin, Ölgerðin. Listinn er engan veginn tæm- andi enda fjölgar metan/bensín- bílum í umferð daglega – ónefnd- ir vinir eru beðnir velvirðingar að þessu sinni. Reykjavíkurborg hefur sett fram stefnu sem styður við notkun vistvænna bifreiða í borginni. Reykjavíkurborg hefur mark- að stefnu sem stuðlar að auk- inni notkun vistvænna bíla innan hennar. Guðmundur B. Friðriks- son, skrifstofustjóri hjá umhverf- is- og samgöngusviði borgarinn- ar, er öllum hnútum kunnugur um málið. „Stefnan er að stuðla almennt að notkun orkugjafa sem eru hvort tveggja í senn visthæfir og fjárhagslega hagkvæmir, en draga á móti úr notkun jarðefna- eldsneytis sem er óvistvænna og dýrara. Við viljum nýta í meiri mæli þær auðlindir sem fyrir- finnast á landinu, vetni, raforku og metan og verða þannig sjálf- bærara samfélag. Metan er sem stendur besti kosturinn í stöðunni, bæði er það ódýrasti orkugjafinn og mestur umhverfislegur ávinn- ingur af notkun þess.“ Inntur eftir því hvort Reykja- víkurborg hafi áform um að mæta fyrirsjáanlegri metannotk- un borgarbúa í framtíðinni, segir Guðmundur standa til að nýta sem mest metan úr þeim lífræna úr- gangi sem fellur til hjá borgarbú- um. „Búið er að vinna svæðisáætl- un um meðhöndlun úrgangs. Sam- kvæmt henni ætlum við að auka endurvinnslu eins og hægt er, þar sem það er hagkvæmt út frá bæði fjárhagslegum og umhverfisleg- um sjónarmiðum. Framleiðsla á metangasi kemur þar á eftir. Við gerð áætlunarinnar leiddi skoðun á mismunandi höndlun úrgangs í ljós að brennsla er ekki hagkvæm- ur kostur. Við munum því í aukn- um mæli framleiða metangas; það er framtíðarorkugjafi.“ Guðmundur getur þess að met- anvinnslan sem fer fram á Álfs- nesi muni þó uppfylla þarfir borg- arbúa næstu árin. „Þótt menn séu að kaupa sér bifreiðar sem ganga fyrir metani verða þær löngu orðnar úreltar þegar metangasið á Álfsnesi klárast. Hins vegar er stefnt að því að framleiða metan- gas með mun markvissari hætti í framtíðinni.“ Einn þáttur í stefnu Reykja- víkurborgar í að stuðla að notkun vistvænni orkugjafa felst í því að helmingur ökutækja innan borg- arinnar verði umhverfisvænn eftir tíu ár. Hver verður þáttur metans í því markmiði? „Metanið sem við höfum þegar dugar ein- hverjum þúsundum bíla og í fyrsta kasti getum við tvöfaldað það með heimilissorpinu,“ segir Guðmund- ur. „Í framtíðinni er þó líklegt að fyrrnefndu markmiði verði náð með notkun tvinnbíla og ýmissa vistvænna orkugjafa, vetnis, raf- magns og metans, sem er nú hag- kvæmast.“ Vilja fjölga vistvænum ökutækjum í borginni „Þetta er klárlega best geymda leyndarmálið á markaðnum, þótt það sé ekki nýtt fyrir okkur sem störfum í bílabransanum,“ segir Sigurður Kr. Björnsson, markaðs- stjóri Heklu, þar sem menn eru þeirrar skoðunar að metan sé einn besti orkugjafi sem völ er á á mark- aðnum í dag. „Við komumst að þessari niður- stöðu í kjölfar hrunsins þegar leita þurfti leiða til að sporna við minnk- andi bílasölu á Íslandi. Í framhaldi spannst umræða um aðra, ódýrari og umhverfisvænni valkosti en jarðefnaeldsneyti. Það varð til þess að við hjá Heklu fórum að kynna okkur betur þann orkugjafa sem nóg er af hérlendis og fellur ljós- lega í þennan flokk, það er metan- gas,“ útskýrir Sigurður. Hann segir að af þessum sökum leggi Hekla sig fram við að kynna þennan valkost fyrir viðskipta- vinum sínum. „Við bjóðum nú bæði upp á fólksbíla og atvinnu- bíla frá Volkswagen í metanút- færslum, Volkswagen EcoFuel, en þessir bílar eru umhverfisvænir, á hagstæðu verði og aukabúnaður- inn tekur ekkert pláss. Ég vil því hvetja bíleigendur að kynna sér og fá að prufukeyra þennan ódýra og umhverfisvæna kost.“ Best geymda leyndarmálið Hjá Heklu telja menn að metan sé einn besti orkugjafi sem völ er á að sögn Sigurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðmundur segir stefnu Reykjavíkurborgar vera að stuðla að notkun vistvænna bíla innan borgarinnar. „Í því samhengi get ég nefnt að borgin hefur sett fram skilgrein- ingu á vistvænum bílum og þeir fá frítt í bílastæði, þar með talið sparneytnir dísil- og bensínbílar sem losa lítið af gróðurhúsalofttegundum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vinum metanvæðing- ar fjölgar daglega Bílaumboðið Askja hefur hafið sölu á einum umhverfismildasta fólksbíl á markaðnum, Merced- es-Benz B 180 NGT. Hann brennir bæði bensíni og metangasi og er einn af þremur bílum B-línunnar sem uppfyllir markmið Merced- es-Benz um að draga úr eldsneyt- isnotkun og losun gróðurhúsaloft- tegunda. Grunnverð B 180 NGT er hjá Öskju 4.310.000 krónur. Með B 180 NGT fær ökumaður val um hvort bíllinn gangi fyrir bensíni eða metangasi. Með því að þrýsta á rofa á fjölaðgerðastýri bílsins skiptir hann yfir á metan- gas eða öfugt án þess að þess verði vart í vinnslu bílsins. Að sögn Sigurðar P. Sigfússon- ar, sölustjóra Mercedes-Benz hjá Öskju, þá notar bifreiðin aðeins 4,9 kg af metangasi (6,8 Nm3) á hverja 100 km. Á metangasi er hægt að aka 300 km og á bensíni um það bil 700 km eða allt að 1.000 km á eldsneytisbirgðum. „Fyrstu bílarn- ir sem komu til landsins eru seldir en afgreiðslutími er skammur og við fáum fleiri bíla í sumar,“ segir Sigurður, fullviss um að hér séu ein bestu bílakaupin á markaðn- um í dag. Umhverfismildir bílar Mercedes-Benz B 180 NGT er kominn til landisns. Á næstunni mun Askja svo kynna ýmsar nýjungar á stærri NGT metan/bensínbílum og einstaka þróun Mercedes Benz á margvíslegum gerðum og útfærslum af Sprinter NGT metan/bensínbílum; farþega-, grindar- og pallbíla með stórauknu ferðafrelsi á metanbirgðum og auknu afli. Síðan 1996 hefur viðskiptavinum Brimborgar gefist kostur á að taka visthæf skref með Brimborg. Ýmis verkefni hafa verið studd þar sem aðrir orkugjafar en bensín eða dísil eru notaðir, meðal annars metan, vetni, rafmagn og etanól. Nú er í reynsluakstri á megin- landinu nýjung frá Volvo, dísil/ metan vörubíll, búinn fullkomnustu tækni sem uppfyllir Euro 5-meng- unarstaðalinn. Með slíkum vörubíl væri mögulegt að spara gríðarleg- ar fjárhæðir með orkuskiptum öku- tækja í þessum flokki. Volvo tvíorkuvörubíll gæti dreg- ið úr útblæstri um allt að 80% en einnig myndi langdrægni vörubíl- anna aukast um nær fimmtíu pró- sent vegna auka eldsneytistanka. Þá er ótalin sú gríðarlega lækkun á eldsneytiskostnaði sem fæst með verðmismuni á metani og dísilolíu. Með fjölgun afgreiðslustöðva fyrir metan getur metanknúnum ökutækjum fjölgað hratt í landinu og er náið fylgst með þróun þessara mála hjá Brimborg í takt við vist- hæf skref fyrirtækisins. Nýjung frá Volvo Vörubíllinn frá Volvo er búinn tækni sem uppfyllir Euro 5-mengunarstaðalinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.