Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 46
26 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvers vegna ættu grábirnir að eiga lautarferðirnar? Bandaríkin bregðast við tölum frá Japan á nei- kvæðan hátt! Nasdaq fór niður um 2,3 í morgun! Markaðurinn er örugglega að leiðrétta sig! ég meina, Dow Jones fór upp um 5,2 í síðustu viku! Ég lenti í kapli í dag sem neit- aði að láta ná sér! Ég þurfti að brjóta upp yfirborðið fjórum sinnum til að ná honum út! Ahh! Það hefur verið draugur að verki. Þeir skjóta upp kollinum þegar gengur illa, en maður getur aldrei gengið frá hálfkláruðu verki! Mér sýnist bækurnar vera þyngri í dag en þegar við gengum í skóla! Klárlega! Sögubókin hefur alla- vega tvöfald- ast síðan þá. ekki satt? Ég mana þig til að smakka kaffið hans pabba. Ég mana þig. Ég man- aði þig á undan. Ég ragmana þig!Ég rag-ragmana þig! OJJJJJJJ Þetta hlýtur að vera ástæðan fyrir kvöldvinnu. Ef þér finnst þetta ógeð ættirðu að sjá morg- unkornið sem hann borðar. SIP! Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: „Þetta er lífið!“ Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði. DÆMI um þess konar ham- ingju: Ímyndið ykkur að sitja í góðra vina hópi við vel dekk- að borð, í skugganum af epla- tré í iðandi, grænum og sól- ríkum dönskum sumargarði. Við þær aðstæður myndum við gefa frá okkur gleðikall- ið: „Þetta er lífið!“ Sömu til- finningu er lýst í þekktu sönglagi Benny Ander- sen, Svantes viser, þegar hann raul- ar: „Livet er ikke det værste man har, og om lidt er kaffen klar …“ Nú hafa kannski ekki allir upplif- að hinar ofan- greindu dönsku aðstæður. Ég er dönsk, ég þekki þetta. Og hér á Íslandi reynum við eftir fremsta megni að skapa þessa sömu stemningu á sumrin, öll blöð aug- lýsa sumar og sól á pallinn – en raunveru- leikinn er annar. Það vitum við vel. ÉG MAN fyrsta skiptið sem ég keyrði um íslenskar sumarsveitir og sá fólk á tjaldstæðum í útigöllum. Þá var mér það hulin ráðgáta hvers vegna í ósköpunum þetta fólk færi ekki bara inn. Hvers vegna að fara í útilegu ef veðrið var ekki gott? Í dag veit ég betur. Á Íslandi er ekki til vont veður, það er bara til illa búið fólk. Eins og einn afinn í fjölskyldunni sagði: Ég skil ekkert í því til hvers fólk er allt- af að þvælast til útlanda, við eigum fín- ustu pollagalla og ágæt gúmmístígvél hér heima. EN TIL að snúa mér aftur að upphaf- inu, þá lékum við þennan leik í fjölskyld- unni um það hvað lífið er. Það fyrsta sem barnið hrópaði, með blik í augum, var: „Lífið er að læra!“ Mamman (alías ég) var ánægð með þetta og hugsaði með sér að það rættist úr stelpunni. Eiginmaður- inn sagði: „Lífið er vinna.“ Týpískur karl! En hann hefur svo sem rétt fyrir sér. En fyrir mig er lífið að heyra hlátur barna minna og vita að á morgun sit ég í skugga dansks eplatrés og syng „… og nu er kaff- en klar.“ Hvað er lífið – þetta er lífið! BAKÞANKAR Charlotte Böving
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.