Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 32
 24. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR6 ● metan Framleiðsla Sorpu í dag skapar góð tækifæri til að auka hratt umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum. Björn H. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segist sjá framtíð met- ans á Íslandi bjarta en metan er í dag framleitt á urðunar- staðnum á Álfsnesi. „Það metan sem við framleið- um fyrir markaðinn í dag er fyrir minni og stærri tæki, þar á meðal tvo strætisvagna og ellefu sorpbíla, í heild um 150-200 tæki. Það er þó rétt að hafa í huga að hvor strætis- vagninn fyrir sig þarf metan á við sextíu smábíla og sorpbílarnir taka metan á við tuttugu smábíla. Þannig má segja að ef við teljum metan- framleiðsluna í smábílum, sé magn- ið um 500 smábílaígildi,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Þessar tölur segja þó ekki allt því Sorpa ætti að geta framleitt metan fyrir um þrjú til fjögur þús- und smábíla úr Álfsnesi. „Samkvæmt svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu hafa samþykkt eru áætlanir uppi um að reisa verk- smiðju til framleiðslu á metani úr lífrænum úrgangi. Verksmiðjan á samkvæmt þeirri áætlun að taka til starfa árið 2013 og verður þá hægt að aka um 10.000 ökutækjum á metani,“ segir Björn. Hráefnið sem nýta má og mun verða nýtt til framleiðslu á metan ökutækjaelds- neyti er margvíslegt. Nútímametan er unnið úr lífrænu efni á yfirborði Framtíð metans er mikil Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, finnst raunhæft að 15-20 prósent ökutækja gangi fyrir metani árið 2020 en sú þróun geti orðið hægari eða hraðari eftir skilyrðum yfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nú er allt rafmagn á Íslandi fengið úr vatnsafli og jarðvarma og lang- flestir landsmenn hafa aðgang að hitaveitu til upphitunar. Um 80% orkunnar sem notuð eru á Íslandi er endurnýjanleg. Þau 20% sem á vantar er jarðefnaeldsneyti til sam- gangna og útgerðar. Þessu eldsneyti má skipta út fyrir innlent endurnýj- anlegt eldsneyti og minnka á losun á gróðurhúsalofttegundum. Þær endurnýjanlegu eldsneytis- tegundir sem komið hefur til tals að framleiða hér eru: metanól, et- anól, lífdísill og síðast en ekki síst metan, sem framleitt er úr haugg- asi sem myndast við rotnun líf- rænna efna. Metan er nú þegar framleitt í töluverðum mæli í Álfs- nesi. Nýlega veitti Rannís öndveg- isstyrk til þriggja ára rannsóknar- vinnu sem miðar að því að skoða leiðir og þróa tækni til innlendrar eldsneytisframleiðslu, en að verk- efninu standa Landbúnaðarháskól- inn, Háskólinn á Akureyri, Nýsköp- unarmiðstöð, Sorpa og verkfræði- stofan Mannvit. Hauggas myndast við loftfirrt niðurbrot lífrænna efna. Um er að ræða nokkurra þrepa ferli, þar sem flókin lífræn efni brotna niður og verða að lokum að metani og kol- díoxíði. Hauggas hefur verið framleitt í Álfsnesi frá 2000 og er selt hjá N1 við Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Stefnt er að byggingu gasgerðar- stöðvar í Álfsnesi á næstunni og að urðun lífræns úrgangs verði hætt fyrir 2020. Með því verður hægt að auka vinnsluna töluvert. Hauggas inniheldur að jafn- aði 55-70% metan, 30-45% kol- díoxíð ásamt öðrum efnum í litlu magni. Við hreinsun hauggass fæst metan sem notað er á bifreiðar. Nú er metan notað á alla sorpbíla í Reykjavík, tvo strætisvagna og um 200 minni bíla. Notkunin jafngild- ir um 480.000 lítrum af bensíni á ári. Afkastageta kerfisins er mun meiri og því hægt að auka notkun- ina verulega. Útreikningar benda til að fram- leiða megi 10 milljón rúmmetra á ári af hauggasi úr lífrænum úr- gangi hér á landi og tvöfalt það magn úr húsdýraáburði. Þetta jafngildir um 15.000.000 lítrum af bensíni. Auk þess er hægt að rækta ýmsar plöntur og framleiða úr þeim metan. Á Íslandi má lík- lega uppfylla markmið Evrópusam- bandisins um að 10% ökutækja- eldsneytis verði endurnýjanlegt árið 2020 með notkun metans ein- göngu. Endurnýjanlegur og vistvænn orkugjafi Flókin lífræn efni í úrgangi (prótín, kolvetni, fita o.fl.) Uppleyst lífræn efni (amínósýrur, sykrur o.fl.) Vatnsrof Milliafurðir (fitusýrur, alkóhól o.fl.) Gerjun Loftfirrð oxun Ediksýra H2+CO2 CH4 + CO2 Hauggas Metanmyndun ● NÚTÍMAMETAN Allt lífrænt hráefni má nýta til framleiðslu á nú- tímametan eldsneyti í verksmiðju og mun verða nýtt á Íslandi eins og víða um heim. Hratið úr framleiðsluferlinu nýtist vel sem áburður til uppgræðslu lands: ● Allt lífrænt efni frá heimilum – matarleifar og annar úrgangur, gras og fleira. ● Allur lífrænn úrgangur frá atvinnustarfsemi – matarleifar og annar úrgangur. ● Seyra/skólp – dæmi, ökutæki í rekstri Stokkhólmsborgar ganga fyrir metani unnu úr seyru frá holræsakerfi borgarinnar. ● Lífmassi í landbúnaði – mykja, tað skítur, heyfyrningar og allt annað lífrænt efni. ● Lífmassi í sjávarútvegi – fiskúrgangur og allur annar lífrænn úrgangur. ● Lífmassi frá matvælavinnslu – sláturúrgangur og allur annar lífrænn úrgangur. ● Ræktun á orkuplöntum – uppgræðsla lands og nýting á lífmassa. ● Þörungar úr sjó og vötnum, ræktun. ● Margt annað mætti nefna. ● ÖRUGGT ELDSNEYTI Erlendis knýr metaneldsneyti sjúkrabíla, lögreglubíla í áhættuakstri, slökkvibíla og skólabíla svo fátt eitt sé nefnt. Sú staðreynd segir ef til vill meira en margt annað um öryggi metan eldsneytis. Ástæður þess að metaneldsneyti er skilgreint sem öruggara eldsneyti en bensín og dísilolía: ● Metaneldsneyti er skaðlaust við innöndun og snertingu. ● Metaneldsneyti hefur engin skaðleg áhrif á jarðveg eða nærumhverfi ef það losnar út í umhverfið. ● Metan er eðlislétt lofttegund, ~ 0,717 kg/m3, mun eðlisléttari en andrúmsloftið , ~ 1,216 kg/m3 og stígur hratt upp í opnu rými. ● Metan er lyktarlaus lofttegund en skaðlaust lyktarefni er sett út í eldsneytið. Engin hætta á tjóni á fatnaði við afgreiðslu. ● Metan hefur mun hærra sjálfkveikimark (hátt hitastig sjálftendrunar) en bensín og dísilolía. ● Metan er stöðugt efnasamband og í lokuðu rými skapast ekki eldhætta af metani ef efnastyrkur þess er undir 4,9% af rúm- máli. Sambærilegt hlutfall fyrir bensín er 1,4% og 0,6% fyrir dísilolíu. Ef efnastyrkur metans fer yfir 15% í lokuðu rými skapast ekki eldhætta. jarðar, svo sem matarleifum, grasi, skólpi, lífmassa úr sjávarútvegi og matvælavinnslu, þörungum og ýmsu öðru. Fyrirtíma-metan kall- ast það svo þegar metan er unnið úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðar í fortíðinni, iðulega kallað jarðgas. Mikið magn er af því víða um heim og líkindi standa til að það sé að finna á Drekasvæðinu við Ís- land en í dag á Ísland ekkert fyr- irtímametan. Mikið framboð er af metani á heimsmarkaði og verð- ið mun lægra en á bensíni og dís- ilolíu. „Framleiðsla á metani einskorð- ast ekki við úrgang heldur er hægt að framleiða það úr öllu lífræni efni, sama hvaða nafni það nefnist,“ segir Björn. Hann bætir við að þró- unin erlendis sé sú að Bandaríkin séu nú stærri framleiðandi á fyrri- tímametani en Rússar og allir bíla- framleiðendur í Bandaríkjunum séu að kynna nýjar línur í metan- bílum. Þessi þróun í Bandaríkjun- um muni því hafa mikil áhrif um allan heim, eins og allt sem gerist þar vestanhafs. „Ég sé framtíð metans á Íslandi bjarta og ef vilji hefði verið fyrir hendi gæti metan verið komið á allan ökutækjaflota Íslands. Bíl- vélinni er alveg sama hvort fyrri- tíma- eða nútímametan er notað. Ég reyni hins vegar að standa með báða fætur á jörðinni og raunhæfur tímarammi, miðað við að bílafloti landsmanna endurnýjast allur yfir- leitt á 15-20 ára fresti, er að hugsa til ársins 2020. Þá gætu kannski fimmtán til tuttugu prósent ökutækja geng- ið fyrir metani en sú þróun getur orðið hægari eða hraðari eftir skil- yrðum yfirvalda.“Skýringarmynd sem sýnir myndun hauggass.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.