Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 28
 24. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● metan PISTILL N1 stefnir á að gera metan að- gengilegt á svæðum þar sem flestar bifreiðar er að finna, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi. „Metan er ekki fáanlegt í sama mæli og annað eldsneyti. Magn- ið er takmarkað,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. „Þar af leiðandi þarf að einbeita sér að þeim stöðum þar sem mesti fjöldi bifreiða er samankominn.“ Hermann segir að N1 hafi áhuga á að styðja við þau sveitar- félög sem ætla að stíga skref í að metanvæða sinn bílaflota. Hann segir frumkvæðið að metanvæð- ingu sveitarfélaga komi oftast frá sveitarfélögunum sjálfum. „Við höfum átt samtöl við sveitarfélög sem sýna því áhuga. Uppbygging á dreifingu á metani mun til að byrja með vera fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi.“ En hvað með Akureyri? „Ak- ureyri er eitt sveitarfélag sem hefur sýnt metanvæðingu áhuga. Við höfum átt samskipti við yfir- völd þar og erum tilbúnir til að koma með metanstöð norður ef fyrir því er einhver grundvöll- ur,“ segir Hermann og bætir við að samskiptin hafi átt sér stað við fyrri meirihluta Akureyrar. „Þau samtöl hófust skömmu fyrir hrun þannig að allar forsendur hafa breyst varðandi það hvaða fjár- magn þau hafa til að endurnýja sinn bílaflota. Hrunið hefur tafið metanvæðingu sveitarfélaga. Þetta er langtímaverkefni og bolt- inn er hjá sveitarfélögunum.“ Hugmyndir hafa kviknað um að hafa metanáfyllibíl á ferð um landið sem kemur við á mismun- andi stöðum hvern dag. Þær hug- myndir eru þó ekki komnar á framkvæmdastig. „Næstu skref núna eru þau að við finnum fyrir talsverðum áhuga á Reykjanesi að byggja þar upp smá metansamfélag. Við munum fylgjast grannt með því og vera í viðræðum við aðila á Suðurnesjum,“ segir Hermann en helsti áhuginn kemur frá há- skólasamfélagi Keilis. „Þannig að næstu skref hjá okkur eru þessi að reyna að fylgja eftir þeirri metanvæðingu sem er hér á höfuðborgarsvæðinu,“ upp- lýsir Hermann en nú þegar eru tvær stöðvar þar, á Ártúnshöfða og í Hellnahrauni í Hafnarfirði. „Við erum tilbúin í fleiri ef eftir- spurn er til staðar.“ Frumkvæði sveitarfélaga Hermann segist finna fyrir miklum áhuga á að byggja upp metansamfélag hjá Keili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gríðarleg aukning er í metan- væddum bílaflota höfuðborgar- svæðisins. Áætlanir benda til þess að allt að þreföldun verði í metan- bílum á árinu. „Fólk er að leita leiða til að hag- ræða í sínum fyrirtækja- og heim- ilisrekstri,“ segir Kristján Gunn- arsson, deildarstjóri N1 og stjórn- armaður í Metan hf., en mikil aukning er í metanvæddum bílum á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar kreppir að koma ný tækifæri.“ Kristján segir að verðmun- ur á metani og öðru eldsneyti sé í kringum sjötíu krónur í dag en hefur orðið um og yfir hundrað krónur þegar verðmunurinn var mestur. „Hann er óvenju lágur í dag þar sem ákveðin verðsam- keppni á bensíni er í gangi.“ Að sögn Kristjáns fjölgar met- anbílum um tuttugu eða svo á mánuði og þýðir það að metan- væddur bílafloti mun tvö- til þre- faldast á árinu. „Það er pláss fyrir miklu fleiri miðað við afgreiðslu- getu okkar hjá N1. Það er lítið mál að bæta við dælu.“ Kristján segir að í Álfsnesi sé hægt að framleiða metan fyrir um fjögur þúsund einkabíla. „Það er ekki skortur á metani í bili og auðvitað bregðast menn við því ef það verður,“ segir Kristján og bætir við að ýmsar rannsóknir séu í gangi varðandi vinnslu metans. „Til dæmis að vinna það úr skolpi og búa til fleiri ruslahauga.“ Auðvelt að fjölga dælum Kristján segir mikinn verðmun á metani og öðru eldsneyti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● SPARNAÐUR Metanvæðing í samgöngum sparar gjaldeyri og skapar græn störf í landinu. Í hvert sinn sem greitt er fyrir bensín eða dís- ilolíu má gera ráð fyrir að yfir 30% af dæluverðinu fari í gjaldeyriskostnað vegna meiri innflutnings á sama eldsneyti. Með akstri á íslensku metani sparast þessi gjaldeyrir og fleiri krónur skipta um hendur í samfélaginu. Aukin velta í íslensku samfélagi eykur atvinnusköpun í landinu. Gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla er forsenda hagsældar á Ís- landi. Framleiðsla á íslensku metaneldsneyti er möguleg víða um land og getur lagt grunn að fjölbreyttri atvinnusköpun í landinu. Aukin notkun á íslensku metani, í stað annarra orku- gjafa eða orkukerfa, til að knýja núverandi bílaflota skapar mesta hlutfallslega ávinning til minnkunar á losun gróð- urhúsalofttegunda sem völ er á. Nú eru rúmlega tíu ár síðan fyrst var dælt metani á ökutæki hér á landi. Metan er unnið úr urðun- arstað höfuðborgarbúa í Álfs- nesi. Fyrst voru flutt inn um tut- tugu ökutæki og gerðu áætlan- ir ráð fyrir rífandi gangi í sölu á metanökutækjum. Raunin varð þó önnur. Annað stóra skrefið í met- anvæðingunni var þegar Reykja- víkurborg ákvað að hefja metan- væðingu sorpbílaflotans og síðan þegar Strætó bs. hóf metanvæð- ingu með kaupum á tveimur stræt- isvögnum. Síðustu misseri hefur þróunin verið hraðari. Vinnsluferill metans er þannig að hauggasi er safnað á urðunar- staðnum í Álfsnesi, það hreinsað með svokölluðum vatnsþvotti svo úr verður 95-98% hreint metan og er það þá tilbúið til notkunar á ökutæki. Metanið er síðan leitt um leiðslu Orkuveitu Reykjavíkur sem liggur frá Álfsnesi og á afgreiðslu- stöð N1 á Bíldshöfða þar sem hægt er að dæla því á ökutæki. Önnur afgreiðslustöð N1 fyrir metan er við Tinhellu í Hafnarfirði. Áætl- að hefur verið að magn þess met- ans sem megi vinna úr urðunar- staðnum í Álfsnesi dugi á um 3-4 þúsund smærri ökutæki. Alls eru um 250 þúsund ökutæki í landinu og því ljóst að Álfsnesið eitt og sér dugar skammt. Mun meira má framleiða og vinna á annan hátt. Með framleiðslu hauggass úr líf- rænum úrgangi á höfuðborgar- svæðinu mætti framleiða metan fyrir um tíu þúsund ökutæki (t.d. úr seyru, hrossataði, matarleifum, svínaskít, hænsnadriti, sláturúr- gangi o.s.frv.). Höfuðborgarsvæð- ið er ekki eini staðurinn þar sem framleiða má metan, til dæmis hefur verið sýnt fram á að í Eyja- firði megi nýta landbúnaðarúr- gang til framleiðslu metans á um 2.000 ökutæki. Fyrst þegar hafin verður framleiðsla úti um land má gera ráð fyrir að dreifing metans verði almenn á landsvísu. Metanið í Álfsnesi er ætlað höfuðborgarbú- um til notkunar, enda nærtækast. Því er nauðsynlegt að skoða mögu- leika á metangerð úti á landi. Svokallaðar orkuplöntur má rækta á uppgræðslusvæðum og nýta til metanframleiðslu á allan ökutækjaflota Íslands. Við fram- leiðsluna verður að auki til líf- rænn áburður sem nota má til uppgræðslu. Margir kostir fylgja vinnslunni því með þessu má skapa störf til sveita, flytja tækniþekk- ingu út á land, auka uppgræðslu örfoka lands og tryggja orkusjálf- stæði landsins. Stærsti kosturinn í ljósi þeirra erfiðleika sem við blasa er sá gjaldeyrissparnaður sem næst með þessu móti. Tæki- færin eru alls staðar, það er bara spurning um að koma auga á þau. Möguleikar og tækifæri Björn H. Halldórsson Útgefandi: Metan hf l Ritstjóri: Einar Vilhjálmsson l Ábyrgðarmaður: Björn H. Halldórsson Heimilisfang: Gufunesvegi 112 Reykjavík l Sími 520-2200Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 Örugg bifreiðaskoðun www.frumherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.