Fréttablaðið - 15.07.2010, Síða 33

Fréttablaðið - 15.07.2010, Síða 33
fjársjóðir suðurlands ●FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 5 Fjörugt menningarlíf er í Rang- árþingi eystra, að sögn Guðlaugar Svansdóttur oddvita. Meðal annars stendur yfir útiljósmyndasýningin 860 + á Hvolsvelli, sem stendur fram á haust. Njálusýningin á Sögusetr- inu á Hvolsvelli laðar til sín gesti en nýlega var leiðsögn fyrir börn bætt við dagskrána. Málverkasýn- ing er líka í gangi í Galleríi Ormi, sem staðsett er í Sögusetrinu, eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu á Ás- völlum. „Í Sögusetrinu er líka Kaupfé- lagssafnið okkar þar sem hægt er að rifja upp gamla tíma en til sýnis eru munir frá kaupfélags- tímanum,“ útskýrir Guðlaug. Hún segir einnig Byggða- og sam- göngusafnið á Skógum vinsælt af ferðamönnum. „Þangað koma á bil- inu 40 til 50.000 gestir árlega. Þar er líka kaffihús inni í samgöngu- safnshlutanum. Svo er Kaffi Eldstó nýtt kaffihús í gamla pósthúsinu á Hvolsvelli og þar eru uppi teikning- ar eftir Katrínu Óskarsdóttur. Eins er ljósmyndasýning Drafnar Freys- dóttur frá Djúpavogi í matsalnum í Smáratúni í Fljótshlíð, svo hér er mikið um að vera,“ segir Guðlaug. Laugardaginn 24. júlí verður hjólreiðahátíð á Hvolsvelli og gö- tugrill um kvöldið. Þá helgi er há- tíðin Veltingur á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð. „Með haustinu verð- ur Kjötsúpuhátíð, þar sem allir fá kjötsúpu. Á næsta ári er svo 1.000 ára afmæli Brennu-Njálssögu og er undirbúningur hafinn fyrir þá hátíð.“ Nánar á www.hvolsvollur.is og Facebook. - rat Fjörugt menningarlíf Byggða- og samgöngusafnið á Skógum er eitt vinsælasta byggðasafn landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á bænum Geirlandi hafa hjónin Erla Ívarsdóttir og Gísli Kjartans- son rekið sveitahótel samhliða fjár- búskap í tuttugu ár. Í sumar bættu þau ferðum með leiðsögn um ná- grennið við þjónustuna. „Við bjóðum upp á dagsferðir í hellaskoðun þar sem skoðaðir eru þrír til fjórir hellar og gengið að tignarlegum fossi í Hverfisfljóti,“ segir Gísli. „Við leggjum af stað klukkan 9 að morgni og komum til baka um 18, eftir því hvernig geng- ur og viðrar.“ Nesti, hjálma og ljós útvegar Gísli til ferðarinnar en hann mælir með því að fólk mæti í gönguskóm og með vettlinga. Einnig eru farnar dagsferðir inn að Langasjó. Þá er ekið frá Kirkju- bæjarklaustri inn að Langasjó og stoppað á leiðinni meðal annars í Hólaskjóli og fossinn í ánni Ófæru skoðaður og Eldgjá. Gísli segir út- sýnið einstakt í góðu veðri. „Ekið er alveg fram á brún þar sem hægt er að horfa yfir Skaftána og hraun- ið, hvernig það hefur runnið úr Lakagígum. Svo er ekið niður með Skælingum sem er mjög falleg leið og mikið útsýni. Það eru ekki mikl- ar göngur í þessari ferð svo hún er mjög fjölskylduvæn og fólk er óskaplega ánægt með ferðirnar það sem af er sumri.“ Heimasíða hótelsins er www. geirland.is. - rat Dagsferðir með leiðsögn Erla Ívarsdóttir rekur Hótel Geirland ásamt manni sínum, Gísla Kjartanssyni. Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ thorsmork@thorsmork.is ❚ www.thorsmork.is Þórsmörk -einstök náttúruperla Komið í Húsadal og upplifið þessa náttúruperlu í aðeins 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Þórsmörk er ævintýraland náttúru- unnenda með endalausum möguleikum og af Valahnjúk er einstakt útsýni yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli. Fjölbreytt gisting Í Húsadal er fjölbreytt gistiaðstaða fyrir einstaklinga og hópa til styttri eða lengri dvalar. Tveggja manna herbergi, smáhýsi og skála auk þess sem gott tjaldsvæði er í boði. Frábær aðstaða Í Húsadal er eldhúsið opið allan daginn. Boðið er upp á kjarn- góðan morgunmat, súpu og brauð í hádeginu, vöfflur og með- læti og heimilislegan kvöldmat. Þeir sem vilja elda eigin mat hafa aðgang að fullbúnu gestaeldhúsi. Auk þess er gufubað og sturtur á staðnum. Hvað er betra eftir hressandi göngutúr en að skella sér í heita gufuna? Lj ós m yn di n er t ek in 1 4. jú lí 20 10 Daglegar áætlunarferðir Kynnisferða eru frá Umferðamiðstöðinni frá 15. júní til 15. sept. Nánari upplýsingar um brottfarir má finna á www.re.is Hefur þú komið í Mörkina í sumar? GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR SUÐURLAND Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 23 stöðum á Suðurlandi og 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Olís, Selfossi Krónan, Selfossi Bónus, Selfossi N1 Fossnesti, Selfossi N1 verslun Selfossi Verslunin Árborg, Selfossi Bjarnabúð, Brautarhóli (Reykholti) Ferðaþjónustan Úthlíð Þrastalundur, Grímsnesi Minni-Borg, Grímsnesi N1, Hveragerði Bónus, Hveragerði Glóðarsel, Laugarvatni Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum N1, Hvolsvelli Söluskálinn Björk, Hvolsvelli N1 Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri Skýlið, Vestmannaeyjum Vöruval, Vestmannaeyjum N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Krónan, Vestmannaeyjum „Þetta er gamalt neyðarskýli frá Slysavarnafélagi Íslands,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, stjórnar- maður í félaginu Fótspor í Skaftár- hreppi. „Neyðarskýlið var reist á grunni fyrsta kaupfélagsins á svæð- inu.“ Fyrsta verkefni félagsins Fót- spora - félags um sögu og minjar í Skaftárhreppi, sem stofnað var á haustmánuðum á síðasta ári, var að hlúa að gamla neyðarskýlinu við Skaftárós. Húsið var gert upp og þar var sett upp sýning um menningar- , verslunar- og björgunarsögu þess. „Þarna er í dag það sem kallað er á ferðamannamáli köld gestastofa,“ segir Ingibjörg. Neyðarskýlið er staðsett við Skaftárós á Meðallandsfjöru. Farið er frá Syðri-Steinsmýri en leiðin krefst þess að fólk sé á góðum jepp- um „Fyrir það fyrsta er mikið æv- intýri að keyra þarna niður eftir því fara þarf yfir sandfláka með mel- gresiskollum, mjög sérstakt lands- lag. Öræfajökullinn er á aðra hönd og Atlantshafið eins og það legg- ur sig fram undan við svarta sand- ströndina,“ segir Ingibjörg. Hægt er að kaupa akstur frá Kirkjubæj- arklaustri að neyðarskýlinu. - mmf Neyðarskýli gert upp Neyðarskýlið er staðsett við Skaftárós á Meðallandsfjöru. MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.