Fréttablaðið - 15.07.2010, Síða 35

Fréttablaðið - 15.07.2010, Síða 35
fjársjóðir suðurlands ●FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 7 ● KAMMER Á KLAUSTRI Hinir árlegu Kammertónleik- ar á Kirkjubæjarklaustri fara fram í 20. sinn helgina 6. til 8. ágúst. Á Kammertónleikunum er flutt tónlist frá ólíkum tímabilum tón- listarsögunnar, frá miðöldum og fram á okkar daga. Hljómsveitarstjórinn og pían- istinn Daníel Bjarnason var fenginn til að semja sérstakt tón- verk sem frumflutt verður á há- tíðinni. Verkið heitir Larkin Songs og er skrifað fyrir mezzósópran og píanókvintett og mun Daníel sjálfur leika píanópart- inn. Nánari upplýs- ingar má finna á www.klaustur.is. ●HESTALEIGA OG GIST- ING Ferðaþjónustan Vell- ir er fjölskyldufyrirtæki þar sem húsfreyjan er hótelstýra, kokk- ur og listmálari og húsbónd- inn sér um hestaferðir og bú- skapinn. Á Völlum er nýupp- gert gistihús sem áður var fjós í 23 ár, tvö sumarhús, hestaleiga og veitingasala. Eldhúsið er opið og geta gestir fylgst með þegar maturinn er eldaður en boðið er upp á morgunverð og þriggja rétta kvöldverð. Á hesta- leigunni geta bæði byrjendur og lengra komnir fundið hest við sitt hæfi. Boðið er upp á styttri hestaferðir með leiðsögn, þar á meðal fjöruferð sem tekur á bilinu 1-2 klukkustundir. Á Völlum er opið allan ársins hring og alltaf heitt á könnunni en nánari upplýsingar er að finna á síðunni, f-vellir.123.is. ●JEPPAFERÐIR Á KÖTLU- JÖKUL Fyrirtækið Katlatrack í Vík í Mýrdal býður upp á útsýnis- ferðir þangað sem almenningi er ekki fært. Farnar eru jeppaferð- ir í nágrenni Víkur og svokallað- ar eldfjalla- ferðir. Eld- fjallaferðirnar eru jeppa- ferðir inn í Þórsmörk að Gígjökli og að Kötlujökli, jök- ultungunni út frá Mýrdals- jökli þar sem hlaupið frá Kötlu kæmi ef hún myndi gjósa. Eigandi Katlatrack, Guðjón Guð- mundsson, leiðsegir í ferðunum og fræðir ferðalanga meðal ann- ars um hvað gæti gerst á svæð- inu ef Katla gysi. Guðjón útveg- ar allan búnað sem þarf til jökla- ferða en þær eru frá tveimur tímum upp í fimm tíma. Nánar á www.Katlatrack.com. KANADAFERÐ - ELDRI BORGARAR HAUST Í NÝJA SKOTLANDI 9. – 16. SEPTEMBER, 2010 Upplýsingar hjá Jónasi Þór á jonas.thor1@gmail.com og 861 1046 www.vesturheimur.com Ferðamálastofa Icelandic Tourist BoardÖrfá sæti laus. GIST Á SAMA HÓTELI Í HALIFAX í SJÖ NÆTUR Atlantica Hotel INNIFALIÐ: Flug, gisting, morgunverður, allur akstur, skoð- unarferðir, aðgangur að söfnum og þjóðgörðum, hádegisverður í skoðunarferðum og fararstjórn VERÐ: 187.000 ● Í FJALLAKYRRÐINNI Á HÁLENDINU Helga Ól- afsdóttir hefur rekið tjaldsvæði í Þakgili á Höfðabrekkuaf- rétti Vestur-Skaftafellssýslu (20 km frá Vík í Mýrdal) frá árinu 2000. Við það bættust síðan níu smáhýsi árið 2007, sem búin eru eldhúsi og salernisaðstöðu og geta allt að fjór- ir gist í hverju húsi. Einnig eru salerni og sturta fyrir tjald- svæðið. Þakgil og svæðið í kring hefur upp á að bjóða stór- brotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálf- an Mýrdalsjökul og svæðið því tilvalið til gönguferða. Þar er líka hellir sem tekur um það bil 60 manns í sæti og er hann nýttur sem matsalur og samkomustaður fyrir svæðið. Auðvelt er að komast á tjaldsvæðið, þar sem engar ár eða sprænur er yfir að fara og fært öllum venjulegum bílum. Nánar á thakgil.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.