Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2010, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 15.07.2010, Qupperneq 57
FIMMTUDAGUR 15. júlí 2010 41 FÓTBOLTI Michael Becker, umboðs- maður Michaels Ballack, er búinn að gera allt brjálað í Þýska- landi eftir að hann sagði að það væru ekkert nema hommar í þýska landsliðinu. Í viðtali við Der Spiegel segir Becker að hinn nýi og skemmti- legi leikstíll liðsins sé nátengdur kynhneigð leikmanna. Þar sem leikmenn liðsins séu hommar þá hafi þeir verið of mjúkir til þess að standast spænska landsliðinu snúning. Þýska knattspyrnusamband- ið hefur ekki viljað svara þessum ásökunum og landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, sagðist ekki vilja leggjast svo lágt að svara slíkum yfirlýsingum. Orðrómur um að hann sé samkynhneigður er ekki nýr af nálinni. Viðtalið fékkst ekki birt í blað- inu en blaðamaðurinn sem tók viðtalið greindi frá því sem Beck- er hélt fram. - hbg Umboðsmaður Ballacks: Bara hommar í þýska liðinu MEIRA EN VINIR? Svo segir þýskur umboðsmaður. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI KR-ingurinn Guðjón Bald- vinsson hefur verið frá í sex vikur vegna meiðsla. Hann lenti í sam- stuði í lok maí og meiddist á læri sem tvöfaldaðist við áreksturinn og Guðjón gekk um með hækjur til að byrja með. Hann hefur verið mun lengur frá en hann bjóst við. „Það kom í ljós að það vantar bara stórt stykki í lærvöðvann. Það er á stærð við stórt egg,“ sagði Guðjón. „Vöðvinn þar fyrir neðan er skemmdur líka sem og sinarnar og taugarnar þarna í kring. Þetta er að verða ansi pirrandi,“ sagði Guð- jón sem hefur barist við meiðsli í tvö ár en horfði loksins fram á að spila heill í eitt sumar. „Þetta var ekki það sem ég ætl- aði mér en svona er þetta í fótbolt- anum. Ég er hægt og rólega að komast yfir sársaukann en þetta tekur tíma. Ég spilaði gegn Glent- oran hér heima í tíu mínútur en fann alveg að ég var ekki nógu góður eftir þann leik. Lærið verð- ur aldrei eins og það var áður en ég mun samt geta spilað fótbolta áfram.“ Guðjón segir að hann þurfi hreinlega að breyta leikstíl sínum til að hætta að meiðast. „Ég þarf að hætta þessari baráttu,“ gantað- ist framherjinn. „Ég þarf bara að vera latur eins og hinar bollurnar,“ sagði hann og kímdi. Guðjón segist stefna á að skora gegn Haukum á sunnudaginn í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. „Ég skoraði á móti þeim í fyrstu umferðinni og það er fínt mark- mið,“ sagði Guðjón. - hþh KR-ingurinn Guðjón Baldvinsson segir að það sé gat í lærvöðvanum á sér á stærð við egg en þó styttist í endurkomu framherjans: Ég þarf bara að verða latur eins og hinar bollurnar LENGI FRÁ Guðjón bjóst við að vera frá í tíu til tólf daga en þeir eru nú orðnir fimmtíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Miami Heat fer vel af stað í að byggja upp leikmanna- hóp sinn fyrir komandi tímabili í NBA-deildinni. Ofurþríeyk- ið Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh munu nefnilega fá hjálp frá þeim Udonis Haslem, Mike Miller og Zydrunas Ilgau- skas á næsta tímabili. „Við erum komnir með þá þrjá stærstu sem okkur vantaði. Ég fæ mikið af skilaboðum frá leik- mönnum sem vilja líka fá að vera með,“ segir Dwyane Wade. „Þetta snýst um að finna rétta menn á rétta staði í liðinu. Það hafa ekki allir persónuleikann til að takast á við þetta verkefni og þetta verður að vera rétta bland- an. Búningsklefinn verður að vera í góðu standi og við verð- um að vera þolinmóðir til þess að byggja upp þetta lið,“ sagði Dwy- ane Wade sem sjálfur tók minni laun til að hjálpa til að búa til meistaralið í Miami. - óój Miami Heat-liðið í NBA: Margir vilja fá að vera með KÁTUR Dwyane Wade fer fyrir nýju liði Miami Heat. MYND/AP útsala Enn meiri HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.