Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 1
22. júlí 2010 — 170. tölublað — 10. árgangur
FIMMTUDAGUR
skoðun 20
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Heilsa
veðrið í dag
Fréttablaðið er með 180%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
77,5%
27,7%
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára.
Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010.
STJÓRNMÁL Lög um erlenda fjár-
festingu verða tekin til umræðu á
Alþingi í haust, samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins. Eftir kaup
Magma á HS orku virðast stjórn-
arflokkarnir sammála um að á
þeim þurfi að skerpa. Þeir eru þó
ósammála um tilvik Magma.
Æ fleiri framámenn Vinstri
grænna krefjast þess nú að samn-
ingnum verði rift, enda sé um
málamyndagjörning að ræða.
Árni Þór Sigurðsson tók í gær
undir orð Steingríms J. Sigfússon-
ar fjármálaráðherra um að kaupin
orkuðu tvímælis. Árni Þór ýjar að
því að öðrum fjárfestum hafi verið
haldið frá samningnum og kallar
eftir því að Gylfi Magnússon við-
skiptaráðherra sinni rannsóknar-
skyldu sinni. Þá vex þeirri kröfu
fiskur um hrygg innan flokksins
að forsætisráðherra stígi fram
fyrir skjöldu í málinu.
Samfylkingin óttast að verði
hróflað við samningnum tapist
fjárfesting fyrirtækisins úr landi
og það gæti haft skaðleg áhrif á
aðra fjárfesta.
Náist ekki samkomulag milli
stjórnarflokkanna um rann-
sókn á kaupunum eru allar líkur
á að einhver þingmanna Vinstri
grænna leggi fram frumvarp um
slíka nefnd á þingi í haust.
- kóp / sjá síðu 16
Lög um erlenda fjárfestingu verða tekin til umræðu á Alþingi í haust:
Titringur í stjórninni vegna Magma
HEILSA Stærsta íþrótta- og menn-
ingarhátíð samkynhneigðra í
heimi, Gay Games, fer fram í lok
mánaðarins og sendir íþróttafé-
lagið Styrmir í fyrsta sinn þátt-
takendur til leiks. Tíu þúsund
íþróttamenn frá yfir sjötíu lönd-
um taka þátt í hátíðinni.
„Við sendum sundlið, blaklið
og lið sem keppir í skotfimi. Svo
eru nokkrir fótboltastrákar,“
segir Jón Þór Þorleifsson, sem
er í sundliði Styrmis. Blak- og
skotfimiliðin voru stofnuð í vetur
en stefnt hefur verið að þátttöku
á hátíðinni frá því á síðasta ári.
- mmf / sjá Heilsu
Íþrótta- og menningarhátíð:
Íslenskt félag
á Gay Games
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Ég er í pilsi sem amma mín átti
og mér þykir rosalega vænt um,“
segir Marín Þórsdóttir mannfræð-ingur sem eignaðist pilsið í júní.
„Hún er algjör tískuskvísa, falleg
og flott kona.“Pilsið var upphaflega kjóll sem
amma Marínar breytti í pils.
Amman fékk það erlendis. „Annað-hvort á Spáni eða Ítalíu. Hún hefur
ferðast mikið um heiminn,“ bætir
Marín við. Hún segist þó sjálf ekkivera mikið f
Marín sem finnst þó flott þegar
aðrir klæðast notuðum fötum.„Ég er líka með armband sem ég
fékk úti á Indlandi,“ segir Marín
en þar var hún árin 2001 og 2002
og vann með ættbálkum. „Þetta
er í raun og veru þeirra pening-ur og banki. Þetta er þrjú hundruð
gramma silfurhlunkur.“Marín var viðstödd gerð arm-bandsins og fylgdi
armbandið er þó ekki algengt á Indlandi. „Karlarnir í þessum ætt-bálki sem ég var að vinna með eiga
oft svona armbönd og konurnar
ökklabönd eða hálsmen.“Marín segist almennt vera mjög
glysgjörn og hún fylgist hæfilega
mikið með tískustraumum. „Ég
er fagurkeri og mér þykj fir hl i
Armband hluti ævintýris
Marín Þórsdóttir gengur í skrautlegu pilsi af ömmu sinni sem hún eignaðist í júní. Vanalega leggur Marín
þó það ekki í vana sinn að klæðast notuðum fötum, enda aldrei að vita hverjar ferðir þeirra hafa verið.
„Ég er fagurkeri og mér þykja fallegir hlutir fallegir og falleg föt líka.“
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
ÚTSALA
50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM
Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18
Sérverslun með
KOLAPORTIÐ ku vera algjör fjársjóðseyja fyrir þá sem hafa gaman af fötum. Hægt er að fá alls konar kjóla, pils og peysur, sem teljast til hátísk-unnar, á góðu verði ef vandlega er að gáð.
heilsaFIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2010
Örvar skynjun
Guðlaug Friðgeirsdótt-
ir hefur hannað tæki
sem gæti nýst heila-
lömuðum börnum.
SÍÐA 2
Mikil aukning
Fleiri eru skráðir í
Reykjavíkurmaraþon-
ið nú en á sama tíma í
fyrra.
SÍÐA 2
TÍSKA Aðeins einn karlkyns klæð-
skeri er skráður í 90 manna fag-
félagi hér á landi. Sá er Árni
Gærdbo í saumaverkstæðinu
Skraddarinn á horninu. Hann
hefur starfað í greininni í yfir
fimmtíu ár, ýmist á Íslandi eða
í Færeyjum. Nú er hann í fyrsta
skipti með karlkyns nema og það
þykir honum ánægjuleg þróun.
„Klæðskurður hefur orðið
kvennafag á síðustu áratugum
og erfitt hefur reynst að snúa því
við en Kjartan Ágúst Pálsson er
ungur og áhugasamur maður og
hann getur gert allt,“ segir Árni
sem verður áttræður á næsta ári.
- gun / sjá allt í miðju blaðsins
Karlkyns klæðskerum fjölgar:
Ungur nemur,
gamall temur
SKRADDARAR Kjartan Ágúst Pálsson er
nemi í klæðskurði hjá Árna Gærdbo.
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Agent Fresco í stúdíó
Hljómsveitin Agent Fresco
vinnur nú að upptökum á
fyrstu breiðskífu sinni.
fólk 50
Landsmótið að hefjast
Stærsta golfmót ársins
hefst í Kiðjabergi í dag.
sport 44
BJART NA-LANDS Í dag verður
fremur hæg suðvestlæg átt á
landinu, skýjað með köflum og
dálítil væta S-og V-til en yfirleitt
léttskýjað NA-lands. Hiti 10-18
stig.
VEÐUR 4
14
13
13
16
17
Orri Vigfússon
Veiði í Selá í Vopnafirði
hefur nærri tvöfaldast
á fimm árum.
veiði 46
VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg-
ólfsson hefur samið við lánar-
drottna um uppgjör á tæplega 1.200
milljarða króna skuldum. Engar
skuldir verða afskrifaðar, en Björ-
gólfur áætlar að um fimm ár geti
liðið þar til hann verði skuldlaus.
Þangað til mun hann vinna fyrir
lánardrottna sína.
Samkvæmt uppgjörinu nema
skuldir Björgólfs við innlenda og
erlenda lánardrottna tæplega 1.200
milljörðum króna, segir Ragnhildur
Sverrisdóttir, talsmaður Novators,
félags Björgólfs Thors. Skuldin
nemur því ríflega tvöföldum fjár-
lögum Íslands í ár, en þau voru
ríflega 555 milljarðar króna. Ragn-
hildur segir skuldir vegna Actavis
langstærsta bitann, en Björgólfur
hafi verið í miklum persónuleg-
um ábyrgðum vegna annarra við-
skipta. Til dæmis hafi fallið á hann
40 milljarða króna skuld við gjald-
þrot Samsonar.
„Með þessu skuldauppgjöri
er staða mín ljós. Ég bý enn að
traustu viðskiptasambandi við öfl-
uga erlenda banka og hef allt frá
hruni lagt áherslu á að byggja upp
á nýjan leik, til dæmis með því að
laða erlent fjármagn að íslensku
atvinnulífi,“ er haft eftir Björgólfi
í fréttatilkynningu.
„Starfsemi mín mun, hér eftir
sem hingað til, einkennast af
raunverulegum viðskiptum með
raunverulegar eignir, en ekki
málamyndaviðskipti með ímynd-
aðar eignir, sem því miður voru of
ríkjandi í íslensku viðskiptalífi á
undanförnum árum.“
Haft er eftir Björgólfi að ekkert
hafi komið fram sem gefið hafi til-
efni til málshöfðunar eða þess að
samningum sem hann hafi gert
verði rift. „Ég er þess fullviss að
ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel
ég mig engin lög hafa brotið.“
Björgólfur vildi ekki veita viðtal
vegna málsins í gær. - bj / sjá síðu 6
Björgólfur semur um
1.200 milljarða skuld
Engar skuldir verða afskrifaðar í samningum um uppgjör gríðarhárra skulda
Björgólfs Thors Björgólfssonar við lánardrottna. Björgólfur telur að það muni
taka um fimm ár að greiða upp allar skuldir. Hann segist engin lög hafa brotið.
Þekkti einn á staðnum
Sigurður Valur
Ásbjarnarson er nýr
bæjarstjóri Fjallabyggðar.
tímamót 26
HEIMSMET Í HAAG Um 250 sóldýrkendur settu heimsmet á ströndinni í Haag í Hollandi í gær. Metið
var metnaðarfullt og fólst í því að sem flestir bæru á sig sólarvörn á sama tíma á ákveðnum fermetrafjölda.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP