Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2010
VEIÐIPERLUR ER NÝR ÞÁTTUR Á STÖÐ 2 SPORT ÞAR SEM FYLGST ER MEÐ ÞAULREYNDUM
STANGVEIÐIMÖNNUM Á VETTVANGI – Á EFTIRLÆTIS VEIÐISTAÐNUM, MEÐ STÖNG Í HÖND.
HIN EINSTAKA NÁTTÚRUFEGURÐ ÍSLANDS NÝTUR SÍN TIL FULLS MEÐAN FYLGST
ER MEÐ NOKKRUM HELSTU VEIÐKLÓM LANDSINS SEM MIÐLA ÓSPART AF REYNSLU
SINNI. HVAR ER RÉTTI HYLURINN? HVER ER RÉTTA FLUGAN?
ÞÁ MUNU VALINKUNNIR MATREIÐSLUMEISTARAR SJÁ UM AÐ TÖFRA FRAM
SANNKALLAÐA VEISLURÉTTI ÚR VEIÐINNI HVERJU SINNI.
VEIÐIPERLUR ER Í UMSJÁ GUÐNÝJAR HELGU HERBERTSDÓTTUR OG
ATLA BJÖRNS BRAGASONAR, Á FIMMTUDÖGUM Í ALLT SUMAR, Á STÖÐ 2 SPORT.
ÞÆTTIRNIR ERU GERÐIR Í NÁNU SAMSTARFI VIÐ STJÓRNSÝSLU ÍSLANDS, UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ, VEIÐIMÁLASTOFNUN,VEÐURSTOFU ÍSLANDS OG ORKUVEITU REYKJAVÍKUR, ÁSAMT SVEITA- OG BÆJARSTJÓRNUM VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Góðar fréttir
Ný sérhæfð
fluguveiðiverslun
á Kambsvegi 33
Bendum einnig á heimasíðu okkar
Flugulínur, hjól,
flugustangir,
veiðiföt ofl.
Sérhæfð ráðgjöf
og þjónusta.
Hjá okkur finnur þú eitt mesta úrval
landsins af bestu fáanlegum laxa og
silungaflugum. Veiðimenn þekkja gæði!
fyrir veiðimenn og konur!
Kambsvegi 33 ~ 104 Reykjavík
hilmar@veidiflugur.is ~ S: 568 2127
VEIÐI Hinn 14. júlí síðastliðinn
höfðu veiðst 12.509 laxar í sumar.
Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst
5.962 laxar og árið 2008, sem var
metár, hafði veiðst 6.901 lax. Lax-
veiðin hingað til í sumar hefur
því verið rúmlega 80 prósentum
meiri en á metárinu 2008. Þetta
kemur fram í tölum Landssam-
bands veiðifélaga.
Ljóst er að ekki er einung-
is um góða byrjun á veiðisumr-
inu að ræða en nú er liðinn einn
og hálfur mánuður síðan fyrstu
laxárnar opnuðu. Göngur eru enn
sterkar og veiðin ótrúlega mikil
þótt enn hái vatnsleysi á ákveðn-
um stöðum svo sem á Mýrum,
Snæfellsnesi og í Dölunum, að
því er fram kemur í frétt á vef-
síðu Landssambandsins.
Vanir veiðimenn vita að þegar
kemur að veiði er aldrei á vísan
að róa en þó verður að teljast lík-
legt að veiðimet verði slegið í
sumar. - mþl
Fyrstu veiðivikurnar ótrúlega góðar:
Allt stefnir í metár
VEL BER Í VEIÐI Nýjar laxveiðitölur verða
birtar á vefnum í dag en þar mun koma
fram að Þverá og Blanda hafa þegar
rofið tvö þúsund laxa múrinn.
VEIÐI Ungmenni á Suðurlandi
hafa í sumar gert sér það að
leik að stökkva fram af brúnni
við Þrastarlund í Soginu. Þetta
kemur fram á vefsíðu Stangveiði-
félags Reykjavíkur en veiðimenn
hafa tilkynnt skrifstofu félagsins
um athæfið.
Veiðimenn þekkja það vel að
Sogið ber nafn með rentu, enda
áin straumþung svo tekið er eftir.
Ungmennin hafa stokkið fáklædd
af brúnni ofan í strauminn og
synt aftur á bakkann en enginn
björgunarhringur er á brúnni.
Lögregla hefur brugðist við
kvörtunum veiðimanna. - mþl
Hætta á ferðum:
Stökkva af
Sogsbrúnni
VEIÐI Bræður sem fóru að Eystri-
Rangá til veiða í byrjun júlí urðu
heldur betur fyrir vonbrigðum
þegar þeir sneru úr veiðinni og
hugðust keyra á brott. Hestar,
sem voru í nágrenni við veiði-
staðinn, höfðu stórskemmt bílinn
þeirra. „Þeir nöguðu bílinn alveg
niður í lakk, segir Óskar Bene-
diktsson,“ faðir drengjanna.
Óskar vill vara þá, sem ætla að
fara að veiða í Eystri-Rangá, við
aðstæðum þar. Þetta hafi verið
dýrt spaug fyrir syni sína því
að tryggingafélagið bæti ekki
skemmdir af völdum dýra. Synir
sínir hafi ekki verið varaðir við
því að hestar á svæðinu gætu
skemmt bílinn.
- jhh
Veiðimenn í Eystri-Rangá:
Hestar skemmdu
bíl veiðimanna
RIÐIÐ YFIR RANGÁ Veiðimenn í Eystri-
Rangá urðu fyrir því óhappi að hestar
skemmdu bílinn þeirra. Myndin er úr
safni.
BRÚIN YFIR SOGIÐ Ungmenni hafa gert
sér að leik að stökkva af brúnni. Myndin
er úr safni.