Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 18
18 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Verð á klippingu kvenna Bönd í barnafötum hafa leitt til alvarlegra slysa undan- farin ár. Nauðsynlegt er fyrir foreldra að vera með- vitaðir um lengd og stað- setningu banda og reima í fatnaði barna sinna. Reimar og bönd í fatnaði barna og unglinga hafa valdið alvar- legum slysum í Evrópu undan- farin ár sem í sumum tilfellum hafa leitt til dauða. Algengt er að reimar séu í úlpum, útigöllum, regnfatnaði, vindjökkum, íþrótta- göllum og kerrupokum ungbarna. Neytendastofu hafa borist yfir 300 tilkynningar á þessu ári um innköllun á fatnaði sem uppfyllir ekki öryggiskröfur í Evrópu. Alþjóðasamtökin PROSAFE hófu átak í skoðun á barnafötum fyrir tveimur árum í ellefu aðild- arríkjum EES og í ljós kom að enn er mikið um barnaföt á markaði með hættulegum áföstum bönd- um eða reimum, sem geta flækst í reiðhjólum, hurðum, bílhurðum og í leiktækjum. Neytendastofu hafa ekki borist neinar kvartan- ir um föt hér á landi hingað til en Sesselja Th. Ólafsdóttir, sér- fræðingur öryggissviðs hjá Neyt- endastofu, segir að mikilvægt sé að foreldrar, verslanir og heild- salar séu meðvitaðir um lengd og staðsetningu reima og banda í fötum barna og unglinga. „Það hefur gerst þegar börn hoppa út úr strætó eða bílum að mittisböndin hafa verið það löng að þau festast í bílhurðunum og börnin dragast á eftir,“ segir hún. „Einnig geta böndin fest í rólum eða rennibrautum sem getur leitt til alvarlegra slysa.“ Sesselja segir að í ljósi tíðar- andans og mikils prjóna- og saumaskapar sé mikilvægt að Fatnaður barna getur leitt til alvarlegra slysa BARNAFÖT Fötin sem sýnd eru á mynd- inni eru af eftirlitsaðilum talin hættuleg börnum. ■ Bann við notkun reima í hettu eða á hálssvæði í fatnaði barna upp að 7 ára aldri. ■ Takmörkun á notkun reima í hettu eða á hálssvæði í fatnaði barna á aldrinum 7-14 ára. Hér er einkanlega átt við lengd reima, teygjanleika þeirra og frágang. ■ Takmarkanir á notkun allra gerða reima í fatnaði fyrir ung börn, aldur 0-14 mánaða. ■ Hvað getur komið í stað reima í fatnaði? Hnappar Smellur Teygja Franskur rennilás Reglur um bönd og reimar í fatnaði almenningur sé meðvitaður um reglurnar sem fylgja lengd reima í fatnaði barna og unglinga. Algengast er að reimar séu hafð- ar í hettum, hálssvæði eða neðan til í fatnaði. „Það er vissulega gott að geta hert að til þess að napur vind- urinn blási ekki niður hálsmál- ið hjá börnum en það er ekki nóg að huga einungis að notagildi fatnaðar. Hann þarf líka að vera öruggur,“ segir Sesselja. sunna@frettabladid.is HÆTTULEGUR KJÓLL Þessi fallegi barnakjóll frá polarn o. pyret var innkallaður erlendis og samstundis tekinn af markaði hér á landi. Heimild: Hagstofa Íslands 2006 2007 2008 2009 2010 3. 63 1 kr ón ur 3. 99 7 kr ón ur 4. 78 4 kr ón ur 5. 77 5 kr ón ur 5. 94 1 kr ón ur „Mig grunar og ég vona að bestu kaupin mín séu flugmiðar fyrir mig og dótturina til Svíþjóðar í byrjun ágúst,“ segir Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastýra Vinstri grænna. „Þar er ætlunin að hefja nýtt líf og koma heim reynslu og prófgráðum ríkari. Af efnislegri kaupum má nefna yndislega, sparneytna bílinn minn sem ég þarf því miður að láta frá mér núna. Hann hefur þjónað mér óaðfinnanlega síðustu fjög- ur árin og gengur ýmist undir nafninu Mr. D´Arcy eða Kaktus. Þetta er Yaris sem nán- ast framleiðir bensín og kemst allt. Verstu kaupin mín hljóta að vera Citroën-bíll sem ég og fyrrverandi sambýlismaður keyptum árið 1996 og eyddum drjúgum hluta tekna okkar næsta árið í að halda við – þangað til við gáfumst upp og hentum skrjóðnum. Mér er mjög minnisstætt eitt skipti þegar bíllinn ákvað að bila í Öxnadalnum og við vorum dregin til Akureyrar. Kannski ekki að undra að ég kunni að meta einfalda og góða bíla eftir reynsluna með Citroëninn.“ NEYTANDINN: Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastýra VG Flugmiðar og gamall skrjóður GÓÐ HÚSRÁÐ SALT Í SKÝJAÐA VASA ■ Lögfræðingurinn Konráð Jónsson kann að þrífa blómavasa. Blómavasar eiga það til að skýjast þegar vatn hefur legið í þeim óra- lengi. Það eru ekki allir sem vita hvern- ig á að bregðast við þessu, en lögfræð- ingurinn Konráð Jónsson á ráð undir rifi hverju. „Ég las einhvers staðar að til að þrífa skýjaða blómavasa er gott að setja fullt af salti (gróft salt er betra en fínt) og fylla þá svo af vatni, þá verða þeir aftur hreinir og fínir,“ segir Konráð, sem starfar á lögmanns- stofunni Opus. Árleg alhliða skoðun bifreiða er nauðsynleg lögum samkvæmt og geta bifreiðaeigendur látið fram- kvæma slíka skoðun á yfir 20 stöðum á landinu. Verðlag fyrirtækja á bifreiða- skoðunum er misjafnt. Frétta- blaðið gerði verðsamanburð með því að skoða heimasíður þriggja fyrirtækja sem bjóða upp á bif- reiðaskoðun á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Aðalskoðun, Frumherji og Tékkland. Samkvæmt því verði sem aug- lýst eru á síðum fyrirtækjanna er ódýrast að láta skoða bíl hjá fyrirtækinu Tékklandi. Er þá sama hvort um er að ræða skoðun á bif- reið sem er þyngri en 3,5 tonn eða bifreið sem er léttari en 3,5 tonn. Enn fremur er ódýrast að fara með bíl í endurskoðun hjá Tékklandi, sem kom nýtt inn á markaðinn 20. maí síðastliðinn. - sv Verðsamanburður á bifreiðaskoðun: Skoðunin ódýrust hjá Tékklandi ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Undir 3,5 tonn Yfir 3,5 tonn Endurskoðun Aðalskoðun 8.490 kr. 9.550 kr. 1.650 kr. Frumherji 8.400 kr. 9.500 kr. 1.600 kr. Tékkland 7.495 kr. 8.600 kr. 1.500 kr. Verð á heimasíðum fyrirtækjanna 21. júlí 2010. Verð á bifreiðaskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.